19. júní


19. júní - 19.06.1953, Side 45

19. júní - 19.06.1953, Side 45
vera þarna nokkurn tima, sú yngsta einn mán- uð. Þegar ég fór frá þeim, gat ég ekki um annað hugsað en líf þessara kvenna, og hvernig áfengið var búið að eyðileggja þær, og um það, sem þær bjuggu nú við. Fyrir 2 árum síðan hafði áfengis- varnarnefnd kvenna og fangahjálp fengið eina af þessum stúlkum náðaða og komið henni út í Engey um sinn. Þá var það, að bæði áfengis- varnarnefnd kvenna og Kvenrétttindafélagið sendu yfirvöldunum beiðni um, að þegar kven- fólk væru fangar, væri kona höfð til að sinna um þær. Þessu hafði ekki verið sinnt. Fór því stjórn áfengisvarnarnefndar og formaður Kven- réttindafélagsins enn á stúfana, og nú til saka- dómara. Ekki vissi sakadómari um þessa ósk okkar, en tók annars málaleitunum okkar vel. Sagði hann að dómsmálaráðherra yrði að sam- þykkja þetta. Sagðist hann mundi senda ráðherra skýrslu um málið. Þar við situr. Ég kom nokkrum sinnum í fangelsið eftir betta. Ég fékk að vita, að stúlkurnar gátu ekki fengið að fara út einu sinni á dag, eins og þær höfðu rétt til. Til þess voru engin skilyrði. Yfir- íangavörðurinn sagði mér hreinskilnislega, að það væru engin skilyrði til að hafa kvenfanga. Ein stúlkan átti að sitja lengst inni. Ég kom stundum til hennar. Einu sinni kom ég, þegar fangarnir voru úti í garði. Þeir gengu um garð- mn, stór hópur ungra manna. Við og við komu þeir að glugganum hennar, sem ekki fékk að fara út, sumir bara til að senda henni óþvegin °“ð. ,,Láta þeir oft svona?“ spurði ég. „Sumir, en margir eru almennilegir", svaraði hún. Sá endir varð á fangavist þessarar stúlku, að fanga- vórðurinn fékk taugalækni til að hjálpa sér að fá hana látna lausa, á þeim forsendum, að and- ^eg heilsa hennar væri í hættu. Það var áreið- anlega rétt, því rétt áður hafði hún alveg sleppt Ser og þá meðal annars brotið rúðu í klefaglugg- ailum. Þegar Jónas Jónsson frá Hriflu var að herjast fyrir, að komið væri upp vinnuhæli á Litla-Hrauni, sem komst í framkvæmd í hans dónasmálaráðherratíð, sagði hann, að við byggj- Urn við miðaldafyrirkomulag í fangelsismálum. Hann gat komið upp vinnuheimili fyrir karl- ttienn. Þess vegna getur ungi maðurinn, sem Serðist sekur við lögin, unnið, meðan hann tekur ut sinn dóm. Fær að vinna úti við heyskap eða °nnur heilbrigð störf. En stúlkan, sem brotið hefur af sér, verður að búa við það, sem Jónas hallaði miðaldafyrirkomulag. Hún er innilokuð, Í9. JÚNÍ fær ekkert annað að starfa en það, ef einhver góðhjartaður meðborgari færir henni verkefni. Jafnvel svo hógværri kröfu eins og þeirri að kona sé látin sinna um þarfir hennar, virðist ekki ná eyrum valdhafanna. Ég veit ekki, hvort kon- ur almennt vita nokkuð um það, að til er hópur kvenna, að vísu ekki stór, sem svo að segja gengur á milli götunnar, kjallarans og svo fang- elsisins. Þessar stúlkur eiga fáa eða engan að. Um aðra líðan þeirra er varla hægt að tala. Svo átakanleg er hún. Við konur höfum aðeins beðið valdhafana lít- illar bónar fyrir þessar stúlkur. Aðeins það, að kona sinni um þær. Þessu hefur ekki verið sinnt. Við verðum að gera meira. Við verðum að krefj- ast þess, að komið sé upp vinnuheimili fyrir þær. Því hversu illa, sem þessar stúlkur eru farnar, verður að sýna þeim mannúð. Við þurfum skóla fyrir ungar stúlkur á glapstigum, en vinnuheim- ili fyrir hinar, sem ekki er hægt að bjarga á annan hátt. Við megum ekki líða valdhöfunum að láta reka á reiðanum og láta sem þeir sjái hvorki né heyri, þegar þessir vesalingar eiga í hlut. Ég sætti mig ekki við minna en að þær búi við ekki lakari aðbúð en karlmenn, og um leið og komið verður upp drykkjumannahæli, sé hliðstæðu heimili komið upp fyrir konur. Það veit ég, að er ekki síður nauðsynlegt. GÖMUL ÍSLENZK SKRÍTLA. Karl og kerling voru ó heimleið frá kirkju sinni, þar sem þau höfðu hlýtt messu. Nú var það venja kerlingar að leita sér í allri auðmýkt fróðleiks hjá karli sínum, þegar hana brast þekkingu eða skilning. Þegar hún nú hugleiddi ræðu prestsins tók hún til máls og sagði: — Hver var hann þessi mikli maður, þessi Belzebub, sem prestur- inn talaði um í ræðunni í dag? Karlinn: — 0, það erum við nú, hreppstjórarnir og heldri mennirnir. Kerling: — Ert þú þá einn Belzebubbinn, hjartað mitt? Karlinn: — Og það held ég nú. HÚSFREYJA — HÚSBÓNDI. Frú ein í Noregi hringdi á skattstofuna og var æði gust- mikil, er hún sagði: „Þér skrifið mig bæði húsfreyju og skrifstofustjóra. Ég kæri mig ekkert um húsfreyjutitilinn, þar sem ég hef aðra stöðu'1. „Þér verðið nú að sætta yður við það. í Noregi er það viðtekin regla, að allar giftar konur séu kallaðar húsfreyj- ur, jafnvel þó að þær hafi einnig aðra titla". „Þá krefst ég þess, að allir giftir karlmenn hafi jafn- framt stöðu sinni titilinn húsbóndi". 31

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.