19. júní - 19.06.1953, Síða 31
fyrir næsta mál á dagskrá, sem var: Lög, er
skerða rétt konunnar og fjölskyldunnar (Kvinne
og Familie fjendtlige Love). Framsögu í því
hafði advokat Elin Lauritzen, sænsk.
Um kvöldið, kl. 19, fór fram hátíðleg setning
þingsins í Ráðhúshöllinni. Þar bauð Brynjolf
Bull borgarstjóri alla velkomna fyrir hönd Osló-
borgar. Þá talaði frú Dalby Kiær, form. samb.
Svo voru fluttar kveðjur frá öllum löndum.
Af hálfu íslendinga talaði frú Sigríður Magnús-
son og mæltist skörulega. Þessu móti var útvarp-
að. Þarna var Ragnhild prinsessa, sem heiðraði
þingið með nærveru sinni. Kór norskra kven-
stúdenta söng þarna og nokkur lög forkunnar
vel. Allar voru þær í hvítum síðum kjólum með
svörtu húfurnar sínar á handleggnum. Síðan var
gengið að veizluborði. Margar ræður voru flutt-
ar undir borðum. Að loknu borðhaldi og kaffi-
drykkju var Ráðhúsið skoðað og útskýrðar
myndir og málverk.
Morguninn eftir þ. 20 maí, var þingið sett
aftur kl. 10. Fyrsta mál á dagskrá var: Einstæð-
ar mæður. Framsögu í því hafði: Jur. lic. Anna
Mákmien-Alliinen (20 mín.). Af Islands hálfu
talaði þar Steinunn Bjartmars og skýrði frá gerð-
Um Mæðrastyrksnefndar hér á Islandi.
Eftir Lunsj var þinginu haldið áfram eða kl.
13.30. Þá var tekið fyrir næsta og síðasta málið:
Bjölskylduuppeldi. Framsögu í því hafði ég (Sig-
nður Björnsdóttir) og talaði í því röskar 20
mm. Að því loknu urðu fjörugar umræður um
málið allt til kl. 16, að fundi var slitið. Kl. 19
sama dag var opinn fundur í stóra salnum í
Böyres Hus. Umræðuefni var: Fjölskylda í nýju
Ijósi. Þar hélt hvert land stutta ræðu. Fyrir
íslands hönd talaði frú Sigríður Magnússon.
^firleitt voru þetta mjög stuttar ræður. Þegar
þessum opna fundi var slitið, fórum við allar til
nen Enkel sammenkomst“, eins og þær orðuðu
það frúrnar: Ingirid Gjösten Rasi, Marit Aarum
°g Birgit Jensen. Þar áttum við yndislega kvöld-
stund, sem við munum lengi muna eftir.
Miðvikudaginn 21. maí var síðasti þingdagur-
lan. Fyrir hádegi voru lagðar fram tillögur,
r£eddar og bornar undir atkvæði.
Eftir hádegisverð máttu konurnar kjósa sér
smaferð út úr bænum. Við íslenzku konurnar
tókum ekki þátt í því. Til þess lágu þær orsakir,
aÓ við höfðum dvalið í Osló 5 daga og aldrei
þ-aft tíma eða tækifæri að líta inn í búð, og
óaginn eftir var uppstigningardagur, en á föstu-
19- JÚNÍ
dagsmorgun ætluðum við að fara aftur til Hafn-
ar. Þetta var því eina tækifærið fyrir okkur,
að ná í einhvern minjagrip til að fara með heim.
Um kvöldið var sameiginleg skilnaðarveizla í
,,Kongen“. ,,Kongen“ er skemmtistaður einhvers
róðrarfélags og stendur eiginlega að nokkru leyti
úti í firðinum. Andspænis því, hinum megin
fjarðarins, er ,,Dronningen“, annar skemmtistað-
ur. Inn á þessa veizlu borgaði hver fyrir sig
og kostaði 20 kr. norskar á mann. Það var ákaf-
lega fallegt þarna þetta kvöld, sjórinn spegilsléttur,
reglulega ævintýralegt og held ég að allir hafi
skemmt sér prýðilega. Þarna voru líka fínir
skemmtikraftar. Þar með var þinginu lokið og
því sem því tilheyrði — síðustu kveðju- og
húrrahróp hljómuðu í næturkyrrðinni. En ferða-
sögunni er ekki þar með lokið. Nú tóku norsku
konurnar okkar aftur við stjórninni. Daginn
eftir, síðasta daginn í Osló, átti nú ekki að sitja
kyrrum höndum, nei, daginn átti að nota til
hins ýtrasta. Klukkan 10 mættumst við utan við
,,Vár Frelsers Kirke“, það er ein stærsta og
merkilegasta kirkja Oslóborgar, dómkirkja borg-
arinnar. Kirkjan var fyrst vígð árið 1697, 7.
nóv. Gagngerðar umbætur og breytingar hafa
oft orðið á henni síðan, en þó allra mest nú
á síðasta aldarfjórðungi. Kirkjan er svo fögur,
að mér og okkur fleirum fannst ekkert hafa
hrifið okkur meir en að fá að skoða hana og
fá ágæta útskýringu á málverkum hennar. Öll
hvelfingin er eitt stórfenglegt listaverk. Eftir að
hafa skoðað kirkjuna, var okkur boðið öllum
til norskrar konu, sem gift var íslenzkum manni,
og hafði því dvalið hér á landi í 17 ár, að mig
minnir, maðurinn hennar hét Steinholt. Þegar
við fórum að skyggnast um eftir íbúð hennar,
rákum við augað í íslenzka fánann við hliðina
á þeim norska, sem hallaði sér út af svölunum
í stóru fjölbýlishúsi, þá var auðratað fyrir okk-
ur. Eins og alls staðar þar sem við komum, nutum
við ástúðlegrar gestrisni, og þarna á þessu ynd-
islega heimili minnti margt á ísland. Við dvöld-
um þarna í nokkra klukkutíma í bezta yfirlæti,
en við áttum eftir margt að gera þennan síð-
asta dag í Osló. Næst áttum við að fara í lest
upp til Frognesæter, til Holmenkollen, skoða
betur Vigelandsgarðinn og söfnin, borða kvöld-
verð hjá frk. Thomsen, sem var okkar góði leið-
ari í Osló, og að síðustu en ekki sízt, þiggja
heimboð hjá sendiherra íslands um kvöldið. En
allt tókst þetta. Það var gott að koma til sendi-
17