19. júní - 19.06.1953, Síða 40
tók við formannsstarfinu 1946, hafði stríðið slitið
mörg bönd, en við höfum á þessum sex árum
smátt og smátt byggt upp samtökin og þeim
mun aukast styrkur á komandi árum. Ég óska
að láta í ljósi ánægju mína yfir auknum fram-
kvæmdum hinna einstöku félaga, sem hafa verið
sérstaklega áberandi þetta seinasta ár. Mér finnst
það bera vott um aukinn skilning á því, að al-
þjóðleg samvinna er okkur nauðsynleg samhliða
starfinu í eigin landi. Ég vildi fá sérhvern, sem
hugsar svo: „Snúum okkur fyrst að starfinu
heima fyrir, svo fáum við kannske seinna tíma
til að sinna alþjóðastarfsemi“, til að skilja að
í dag getum við ekki lifað án alþjóðasamvinnu.
Lítið i kringum yður, athugið framfarirnar og
sjáið, hvernig atburðirnir, góðir og illir, eins og
elta hvern annan land úr landi, úr einni heims-
álfu í aðra. Við megum ekki líta á Sameinuðu
þjóðirnar sem pappírsmyllu. Skýrslur þeirra eiga
að vera hvatning hverri þjóð. Þið megið ekki
halda áfram að vera einangraðar“.
Eftir ræðu formanns talaði Dr. Scleba formað-
ur ítalska kvenréttindafélagsins fyrir hönd mót-
tökunefndarinnar í Napoli.
Þá héldu ræður varaborgarstjóri og atvinnu-
málaráðherrann, sem sagðist telja það hið mikla
undur þessarar aldar, að konur væru farnar að
taka þátt í fjárhags, félags og stjórnmálalífi.
Síðan voru fluttar kveðjur frá ýmsum stofnun-
um S. Þ. Þar á meðal aðalritaranum og kvenna-
nefndinni, Unesco, Fao og Ilo, og vottaðar þakk-
ir fyrir góðar tillögur og upplýsingar, sem Al-
þjóðafél. hefði látið S. Þ. í té.
Meðan félögin í þessu Alþj.samb. voru færri,
var sá háttur á hafður að einn fulltrúi frá hverju
landi gaf stutta skýrslu um starfsemi félagsins
við setningu þingsins, en með svo mörgum þátt-
takendum mundi það gera athöfnina allt of lang-
dregna. Nú var í fyrsta sinn höfð sú aðferð að
fulltrúarnir fengu fjölritað yfirlit yfir það helzta
sem félögin hefðu gert seinustu þrjú árin, eða
frá því síðasta þing var haldið. Er það langtum
betra fyrirkomulag, því margar af þessum skýrsl-
um eru girnilegar til fróðleiks, og nafnakallið
tekur ekki nema stutta stund, því aðeins einn
fulltrúi frá hverju landi er kallaður fram, heils-
ar formanninum og gengur svo til sætis síns
aftur.
Dr. Hanna Rydh lét af formannsstörfum vegna
þess, að hún ætlaði að vera eitt ár við forn-
menjarannsóknir í Indlandi, en við tók auglýs-
ingastjóri frk. Ester Graff í Kaupmannahöfn, svo
miðstöð starfsins er enn á Norðurlöndum.
Rætt var um, að nauðsyn bæri til að auka
kaupendafjölda blaðs félagsins, International
Women’s News, því það berst alltaf í bökkum
fjárhagslega, og lifir eiginlega á örlæti fyrrv.
formanns fél. Mrs. Corbett Ashby, sem nú heffr
tekið að sér að vera ritstjóri blaðsins.
I marzmánuði 1950 var fyrir atbeina Dr. Rydh
komið upp frístundaheimili í Vestur Berlín, þar
sem hundruð flóttamanna hafa átt athvarf til
að hittast og tala saman við mannsæmandi skil-
yrði. Þeim er þar gefið te, sýndar kvikmyndir
og haldnir hljómleikar, og þar er saumastofa
með öllum nauðsynlegum tækjum til afnota
fyrir konurnar. Bókasafn er þar líka, að mestu
leyti gjöf frá minningarsjóði Carri Chapman
Catt, New York. Þá hafa verið haldin tvö 6
vikna námsskeið í Svíþjóð árin 1948 og 1950.
Námsskeið þessi sóttu konur frá 14 löndum,
þ. á m.frá Asíu.
Fundir stóðu allajafna 5—7 tíma á dag, og
voru þá margir orðnir æðiþreyttir, því hitinn
var aldrei undir 25° á Celcius, og þá dagana
sem rigndi, var andrúmsloftið í höllinni líkast
því að maður væri í gufubaði.
Nýi formaðurinn, Ester Graff, flutti erindi
um verknám kvenna, og gjaldkerinn Eva Kolsend,
annað um „Fjölskylduna í nýju ljósi“. Sama
efni var rætt um á Oslóarfundinum í fyrra vor.
Þá sögðu þær Mrs. Corbett Ashby og Mrs. Adele
Schreiber frá æskudögum félagsins, alþjóðafund-
unum og ýmsum helztu brautryðjendum kven-
réttindahreyfingarinnar; var það mjög skemmti-
legt. Á kvöldin og stundum síðari hluta dags
var eitthvað til skemmtunar. Einn daginn heim-
sóttum við nýtízku heilsuhæli, þar sem voru 2000
sjúklingar. Þar var öllu mjög vel fyrirkomið,
m. a. stórar og bjartar vinnustofur, því sjúkling-
um er gefinn kostur á að læra einhverja iðn
eða listgrein, þeim, sem til þess eru hæfir. Ríkið
ber allan kostnað af hælinu. Eitt kvöld var mót-
taka á heimili einnar móttökunefndarkonunnar,
og var þar gott tækifæri til að heilsa upp á
gamla kunningja og eignast nýja.
Annað kvöld var veizla borgarstjórnarinnar
í höllinni. Voru þar fyrst hljómleikar og síðan
veitingar. Dyraverðirnir voru þá með hvítar
hárkollur og búnir eins og á dögum Lúðvíks
14. Það var líkt og maður væri kominn mörg
hundruð ár aftur í tímann.
26
19. JÚNÍ