19. júní


19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 26
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR: KONUR í ÁBYRGÐARSTÖÐUM Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur nýlega gefið út skýrslu um konur í ábyrgðarstöðum, og sýnir skýrsla þessi það m. a., að þeim konum fer fjölgandi, sem gegna opinberum störfum og að það er algengt, að konur sitji í hinum æðstu em- bættum hjá þjóðum sínum. í skýrslunni er getið um það, að konur í mörg- um löndum sitji sem fulltrúar á löggjafarþingum þjóða sinna, að þær séu víða í ráðherrastöðum, í sendiherrastöðum, í dómaraembættum og borg- arstjórastöðum. Það er mjög eðlilegt að láta sér detta í hug, að í þeim ríkjum, þar sem konur skipa hin æðstu embætti, muni einnig mikill fjöldi kvenna vera í öðrum ábyrgðarstöðum, og að í þessum ríkjum muni kvenna yfirleitt gæta mikið í opinberu lífi. Um mörg þessi ríki vitum við líka með vissu að þessu er svona varið, og af því má draga þá álykt- un, að það, að konur gegna allra veglegustu störf- um meðal þjóða sinna, sé ekki nein tilviljun, held- ur sé um eðlilega þróun að ræða á starfsbraut kvenna, þróun, sem grundvallast á því, að konur hafa æ fleiri og fleiri tekið að sér ýms störf. Þær hafa stundað hin margbreytilegustu og vandasöm- ustu störf með ágætum og þá er fullkomlega eðli- legt, að þeim konum fari fjölgandi, sem trúað er fyrir hinum æðstu embættum, sem þjóð hefur að veita. Lestur framangreindrar skýrslu eða fréttir af henni hlýtur að vekja um það hugleiðingar hjá íslenzkum konum, hvað þær skipi mikið af æðstu ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins. Það er vitað, að nú eiga tvær konur sæti á Alþingi og að tvær aðrar konur skipa ábyrgðar- mikil embætti, en það eru þær Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir og Teresía Guðmundsson veðurstofu- stjóri Eru þá upptaldar þær konur, sem eru í eiginlegum ábyrgðarstöðum, ef frá eru taldir læknar, sem ætíð hafa vandasöm ábyrgðarstörf með höndum, en þau störf eru annars eðlis en störf þau, sem greinir í skýrslu S. Þ. Margar fleiri konur vinna að sjálfsögðu vandasöm störf utan heimilis síns, stunda m. a. kennslu og þýðingar, Rannveig Þorsteinsd. en þó verður ekki annað sagt, en að hópur þeirra kvenna, íslenzkra, sem vinna ábyrgðarstörf, sé ærið fámennur og til hinna æðstu embætta hefur engin íslenzk kona verið kölluð ennþá. Þetta er fullkomið athugunar og rannsóknar- efni fyrir íslenzkar konur. Hvernig getur staðið á því, að konur hafa svo lítið verið kallaðar til ábyrgðarstarfa hér á ís- landi, þrátt fyrir það, að þær hafa um rúmlega 40 ára skeið haft sama rétt og karlar til mennt- unar og embætta? Ég varpa hér fram nokkrum spurningum til umhugsunar. Eru það þjóðfélagsástæður, sem valda þessu? Er þetta sök löggjafans? Er það sök þeirra, sem veita stöður? Er það sök kvennanna sjálfra? Löggjöf okkar, að því er konur varðar, er eins frjálsleg og bezt þekkist. En aðstæður eru þannig, að giftar konur hljóta að vera bundnar á heim- ilum sínum, vegna þess að enga hjálp er að fá við heimilisstörfin. Einnig hafa skattalögin, sem gera ráð fyrir því, að beinar vinnutekjur kon- unnar leggist við tekjur mannsins, án nokkurs frádráttar fyrir útlagðan kostnað, áhrif í þá átt að draga úr því, að konur vinni utan heimilis- Það er því gert ráð fyrir þvi, bæði af konum sjálf' 12 19. J Ú N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.