19. júní - 19.06.1953, Síða 36
GUÐRÚN GEIRSDÓTTIR:
Kvenfélagið
Hringurinn í Reykjavík
Að undanförnu hefur það verið aðalviðfangs-
efni kvenfélagsins Hringsins að koma á fót barna-
spítala hér á landi. Hefur verið ákveðið, að félagið
leggi sjóð þann, er það hefur safnað í því skyni,
Barnaspltalasjóð Hringsins, sem nú er orðinn nál.
2!/£ millj. kr., til viðbótarbyggingar við Landsspít-
alann gegn þvi, að þar verði m. a. fullkomin barna-
spitali. Þar sem nú fjárfestingarleyfi er nýfengið
fyrir þessari viðbótarbyggingu, svo að fyrirsjáan-
legt er, að áhugamál Hringsins, barnaspítalinn,
kemst bráðlega til framkvæmda, þá hefur blaðið
„19. júní“ af því tilefni óskað þess, að ég skýrði
nokkuð frá félaginu og starfsemi þess að undan-
förnu.
Kvenfélagið Hringurinn var stofnað árið 1904
og er það því orðið 49 ára gamalt. Fyrsta árið
voru félagskonur 45 og munu aðeins 5 þeirra
vera á lífi nú (Ásta Einarsson, Helga Thorsteins-
son, Laufey Vilhjálmsdóttir, María Thoroddsen og
Sigrún Bjarnason). 1 fyrstu mun félagið einkum
hafa átt að vera skemmtifélag fyrir félagskonur,
en brátt fór það að snúa sér að ýmis konar líkn-
arstarfsemi, svo sem að hjálpa bágstöddum sæng-
urkonum með mjólkurgjöfum og barnafatnaði.
Einkum var það þó berklaveikin, sem þá var hér
í algleymingi, er vakti áhuga félagskvenna. Áður
en ríkið tók að sér framfærslu berklasjúklinga,
áttu margir þeirra við mikla fjárhagslega örðug-
leika að etja, og setti Hringurinn sér því það
markmið, að reyna að bæta úr þessu eftir megni
með beinum styrk til berklasjúklinga eða greiðslu
legukostnaðar þeirra í sjúkrahúsi, og varð hið
síðara brátt aðalreglan. Þegar á öðru félagsári
(1906) var stofnaður sérstakur sjóður, Líknar-
sjóður Hringsins, sem gegna átti þessu hlutverki,
og varð hann þegar í stað miklu öflugri heldur en
félagssjóðurinn, sem ekki hafði aðrar tekjur en
árstillög félagskvenna, þar sem allar aðrar tekjur,
sem félagið gat aflað sér, runnu í Líknarsjóðinn,
en þær voru, auk töluverðra gjafa frá einstök-
um mönnum, fengnar með ýmis konar skemmt-
unum fyrir almenning, sem félagið gekkst fyrir,
og hafði oft allmikinn ágóða af, enda lögðu fé-
lagskonur fram mikla vinnu við þetta endurgjalds-
laust. Oft voru haldnar hlutaveltur og stundum
happdrætti og bazarar voru alltíðir. Nokkrum
sinnum voru leiknir sjónleikir, þar sem Hring-
konur léku öll hlutverkin, jafnt karla sem kvenna,
og þótti það hin bezta skemmtun. Stundum voru
líka aðrar kvöldskemmtnir. I nokkur ár voru
skemmtanir, sem kallaðar voru Hringferð Hrings-
ins. Voru þá skemmtanir á vegum Hringsins á
ýmsum stöðum í bænum, en á öðrum kaffisala,
er Hringkonur önnuðust, og gátu menn svo geng-
ið um frá einum stað á annan. Síðar voru haldnar
útiskemmtanir á sumrum í Hljómskálagarðinum,
með ýmis konar skemmtiatriðum og veitingum,
sem Hringkonur önnuðust. Þá var og sala á
gerfiblómum, líkt og merkjasala nú. Árið 1914
var hafin sala á minningarspjöldum í stað kransa
við útför manna. Hefur sá liður haldizt æ síðan
og gefið Hringnum drjúgar tekjur.
Þótt öllum tekjum Líknarsjóðs Hringsins væri
árlega varið til hjálpar berklasjúklingum, þá náði
sú hjálp skammt, og ekkert fé safnaðist til stærri
framkvæmda. Fyrir því var frá 1916 tekið upp
á þeirri nýbreytni að leggja árlega helminginn af
tekjum Líknarsjóðs í svo kallaðan fastasjóð. Safn-
aðist þannig nokkurt fé, sem síðar ltom í góðar
þarfir, því að eftir að berklavarnalögin frá 1921
komu til framkvæmda, tók ríkið að sér að greiða
allan legukostnað berklasjúklinga. Var þar með
fallinn í burtu grundvöllurinn undir starfsemi
Líknarsjóðs, eins og hún hafði verið undanfarin
ár, enda var hann brátt lagður niður, en í þess
stað var öll áherzla lögð á, að félagið kæmi upp
hressingarhæli fyrir berklasjúklinga, sem náð
hefðu þeim bata, að þeir þyrftu ekki að vera á
venjulegu berklahæli, en svo vanheilir, að
þeir gætu ekki gengið að venjulegum störfum-
En fyrir slíkt hæli var þá mjög brýn þörf. Tókst
félaginu að koma upp hressingarhæli í Kópavogi,
19. JÚNÍ
22