19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 51
Sampykktir
16. þings Alþjóðakvenréttindafélagsins
(International Alliance of Women).
ALMENN ÁLYKTUN
16. |)ings Alþjóðakvenréttindafélagsins (International
Alliance of Women), sem haldið var í Napoli
14,—18. sept. 1953.
ALÞJÓÐAFÉLAGIÐ staðfestir, sem þá meginreglu, sem
félagsskapurinn alltaf hefur barizt fyrir, að fullkomið
jafnrétti skuli ríkja milli karla og kvenna. Bæði sem
emstaklingar, félagslega, stjórnmálalega, innan hvers ein-
staks rikis og í alþjóðamálum skuli þau hafa sömu rétt-
mdi og sömu skyldur.
HELDUR FRAM að þessi barátta fyrir frelsi og rétt-
'ndum kvenna sé ekki barátta gegn karlmönnunum, held-
Ur viðleitni til að öðlast sams konar réttlæti fyrir allt
mannkyn.
SKORAR Á Sameinuðu þjóðirnar að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að framkvæmdar verði þær
framfara hugsjónir, sem þær sjálfar hafa sett sér i Mann-
réttindaskránni, og sem fyrsta skref í þessa átt að veita
konum sama tækifæri og körlum til frama innan sinna
eigin vébanda, og sömuleiðis að notfæra sér sinn mikla
myndugleika til að fá meðlimi sína til að gera hið sama.
LÝSIR ÞVÍ YFIR að frelsi og réttlæti geti einungis átt
Ser stað í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem lög og siðvenjur
Vernda friðhelgi einstaklingsins án tillits til kynferðis,
^yns, litarháttar eða trúarbragða, í ríkjum þar sem
ríkisstjórn, löggjöf og réttarfar eru í höndum þjóðar-
'nnar sjálfrar, þar sem óhlutdrægir dómstólar vernda
emstaklinginn gegn gjörræðislegri málsókn, hvort held-
Ur er af hendi opinberra stofnana eða einstaklinga, þar
sem sömu réttindi eru veitt öllum þsgnum, þar sem
Prentfrelsi er, málfrelsi, félagafrelsi, almenn og ókeypis
uPpfræðsla, frjálst stöðuval, frelsi til að nota fristundir
sinar að eigin vilja, nógir atvinnumöguleikar og félags-
legt öryggi.
VEKUR ATHYGLI Á, að reynsla siðustu ára hefur sýnt,
Lversu hættulegt er að endurtaka fögur loforð og fyrir-
^it, þegar þeim er ekki fylgt eftir með ákveðnum at-
Löfnum til þess að koma í framkvæmd þeim megin-
reglum, sem boðaðar hafa verið og þess vegna
HEITIR ALÞJÓÐAFÉLAGIÐ því, bæði með alþjóðleg-
Um aðgerðum og stöðugu sambandi við sambandsfélög
Sln í hinum ýmsu löndum, að fylgja því fast fram að
Mannréttindayfirlýsing S. Þ., sem þessi ályktun byggist
a, verði efnd í verki, en sé ekki að mestu leyti pappírs-
gagn.
2. FRIÐUR OG SAMSKIPTI MANNA.
iNýtt nafn á friðarnefndinni, sem samþ. var á þinginu).
Álþjóðakvenréttindafélagið á þingi í Napoli 14.—18.
sePt. 1952
JÚNl
TRÚIR Á ÞAÐ, að mannkynið sé nú að komast á það
stig menningar, að það geti jafnað deilumál sín með
friðsamlegum viðræðum og án þess að þurfa að grípa
til ofbsldis.
VIÐURKENNIR að núverandi ástand í heimsmálunum
seinkar þvi, að þetta verði að veruleika.
MÓTMÆLIR sérstaklega hvers konar tækjum til fjölda-
manndrápa, sem vofir yfir óbreyttum borgurum svo sem
kjarnorku- og sýklahernaði. Það biður um, að þess
konar hernaður verði bannaður og komið verði á ströngu
alþjóðaeftirliti með því, að þessu banni sé framfylgt, svo að
mannkynið megi losna við þann ótta og öryggisleysi,
sem það á nú við að búa.
Alþj.fél. skorar á sambandsfélög sín að tilnefna hæfar
konur úr sínum hópi, til að standa i stöðugu sambandi
við þingmenn af öllum stjórnmálaflokkum til þess að
kynna þeim skoðanir og ályktanir Alþj.fél. og þannig
hafa áhrif á umræður um vandamál friðar og velfarn-
aðar manna.
ALÞJ.FÉL. nýtur þeirra hlunninda að hafa ráðgefandi
aðstöðu hjá Efnahags- og félagsmálastofnun S. Þ. Þess
vegna vill fél. brýna fyrir meðlimum sínum að kynna
sér betur Stofnskrá S. Þ. og framkvæmdir hinna ýmsu
deilda þeirra eins og t. d. Alþjóðavinnumálastofnunar-
innar og Alþjóðadómstólsins í Haag, því það hefur trú
á því, að báðar þessar stofnanir séu mikilvægar til efl-
ingar og varðveizlu fyrir sannan og varanlegan frið. Það
viðurkennir einnig mikilvægi starfa þeirra annara félaga-
Samtaka, sem hafa ráðgefandi aðstöðu hjá S. Þ., og lýsir
ánægju sinni yfir þeirri viðleitni, sem þegar hefur verið
gerð, bæði af ríkisstjórnum og félagasamtökum til að bæta
lífskjör fólks, og til verndar fjölskyldum og verkalýð.
ÞAÐ VONAR að slikar ráðstafanir megi ná um viða ver-
öld, því að árangur þeirra er ekki aðeins til almennra
hagsbóta á sviði mannréttinda, heldur einnig trygging gegn
tilhneigingu til ófriðar.
ALÞJ.FÉL. skorar á alla sem vinna að friði að tryggja
að ríkisstjórnir þeirra og þjóðir virði þriðju grein Mannrétt-
indayfirlýsingarinnar: allir menn eiga rétt til lífs,
frelsis og mannhelgi, og aðra málsgr. þrettándu greinar:
Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt,
hvort sem er af sínu eigin landi eða öðru, og eiga
afturkvæmt til heimalands sins.
ALÞJ.FÉL. sem gerir sér ljóst, að valdbeiting notuð við
barnauppeldi og meðferð fanga kveikir hjá þeim uppreisn-
ar- og hefndaranda, sem veldur hatri og ófriði seinna í
lífinu,
SKORAR þess vegna á öll sambandsfélög sin að halda
uppi stöðugri baráttu gegn líkamlegum refsingum í skól-
um og fangelsum, og hafa samvinnu við þær stofnanir í
hverju landi, sem beita sér fyrir umbótum á þessu sviði.
ALÞJ.FÉL., sem byggir stefnu sína á Stofnskrá og Mann-
réttindayfirlýsing S. Þ., hefur veitt því athygli að mismun-
ur, byggður á þjóðerni, kynþáttum eða trúarbrögðum eyði-
leggur gott samkomulag ríkja, skiptir íbúum eins lands
í fjandsamlega flokka, og veldur stöðugri ófriðarhættu,
ÞESS VEGNA HEITIR ÞAÐ Á meðlimi sína, að vinna
að því að skapa meiri samúð og skilning meðal allra manna
án tillits til kynþátta og trúarbragða, og skora á ríkis-
stjórnir sínar að láta setja lög, sem banna allan greinar-
mun, byggðan á kynþáttamun, litarhætti eða trúarbrögð-
um, og sjá um að lögum þessum sé framfylgt.
37