19. júní


19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 28
Við erum í Leith á þriðjudagsmorgun 13. maí. Það er strax ákveðið að fara í land og nota daginn vel, sjá allt, sem hægt er að sjá á ein- um degi. Skipið á að fara kl. 6 síðdegis, og því er betra að vera stundvis. Við stígum allar af skipinu í einum hóp og tökum sporvagn upp í Edinborg. Ferðinni er sem sé heitið upp í Edinborgarkast- ala, til að skoða hann. Brennandi sólarhiti var, og þvi erfitt að ganga upp í kastalann, sem stendur hátt, eins og kunn- ugt er, en þaðan er líka ágætt útsýni, er upp er komið. Við innganginn standa tveir varðmenn, — tveir háskotar í þjóðbúningi, myndarlegir menn þó pilsklæddir væru. Ég býst við að margir lesenda hafi skoðað Edinborgarkastala, og legg ég ekki upp í að lýsa honum, en margt er þar að sjá, en sjálfri mér fannst loftið innibyrgt og þungt og komu orð séra Matthíasar, er hann var staddur í Hróars- keldudómkirkju, í huga mér: „Gefið loft, gefið loft, — gefið lífsanda loft“, að minnsta kosti varð ég fegin að koma aftur út í sólina og vorið. Eftir að hafa skoðað borgina, farið í búðir og lent í nokkrum smáævintýrum, snerum við aftur til skips, en þá hafði hópurinn dreifst, svo að ekki voru nema 2-—-3 í hóp. Við sáum það seinna, að betra var að fara ekki í stór- um hópum, þegar í búðir átti að fara eða skoða sig um. Til Kaupmannahafnar komum við á fimmtu- dagsmorgun, 15. maí. Nú kvöddum við Gullfoss í bili, og stigum á land hver með sitt dót, sem átti eftir að toll- skoðast. En það gekk nú allt ágætlega. Jóhanna, dóttir frú Sigríðar J. Magnússon, tók á móti okkur niður við tollinn. Hún dvaldi þá í Höfn. Hafði hún útvegað okkur hótelpláss, svo nú var um að gera að nota vel þennan dag í Höfn, því daginn eftir átti að halda ferðinni áfram með járnbrautarlest til Osló. Þessi dagur í Höfn var sólríkur og yndislegur. Við skiptum okkur í smáhópa og var í hverjum hóp ein sem rataði um borgina, og lögðum við síðan í leiðangur til að skoða borgina. Um kvöldið fórum við svo í Tívolí. Eins og kunnugt er, mun Tívolí Kaupmannahafnar vera eitt hið merkilegasta á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Ágætir skemmtikraftar voru þetta kvöld og var margt að sjá og margt að heyra, og enduð- um við þetta ágæta kvöld með því að fá okkur stórt borð og drukkum þar kaffi eða te, ásamt smurðu brauði. Sumar okkar höfðu ekki haft margar máltíðir yfir daginn, en frekar notað tímann til að sjá sem mest. Var því maturinn vel þeginn, og gott að hátta ofan í góð rúm um kvöldið, en þrátt fyrir þreytuna var ,,humörið“ í bezta lagi og bar margt til þess, sem ekki verð- ur hér greint frá. Daginn eftir, föstudagsmorgun 16. maí er ferð- inni haldið áfram til Osló. Nú hefur Jóhanna, dóttir frú Sigríðar, bæzt í hópinn. Fargjaldið er 143 kr. danskar fram og til baka. En þegar við ætluðum að fara að taka við far- seðlum, var sá galli á gjöf Njarðar, að helm- ingur þeirra eru tölusett sæti, en hitt stæði, enda þótt allir væru jafn dýrir, en jafnframt var okkur sagt, að við myndum allar fá sæti, þótt sumir miðarnir væru ótölusettir. Nú örkuðum við allar af stað, hver með sína tösku, áleiðis til brautarstöðvarinnar, og hugð- um á inngöngu í þann vagn, er tölusettu mið- arnir hljóðuðu á. En það var nú ekki aldeilis svo létt. Við, sem hlotið höfðum ótölusettu mið- ana, áttum að fara í einn af öftustu vögnunum, og vorum því komnar allt of langt, en er loks kom að öftustu vögnunum fengum við ágætis sæti, og héldum nú að öllu amstri væri lokið, en svo var nú ekki. Er að Eyrarsundi kom og lestin átti að leggja á stað út á ferjuna, var okkur sagt, að þessi vagn færi ekki lengra, yrð- um við því að fara yfir í ferjuna með töskurnar, fyrst í toll reyndar. Er yfir sundið kom, fórum við að leita uppi hinar samferðakonurnar, en þær sátu þá allar hinar rólegustu og höfðu ekk- ert þurft að hreyfa sig eða hafa fyrir lífinu. Feng- um við nú ágæt sæti og urðum ekki fyrir neinu ónæði það, sem eftir var ferðarinnar. Sumar okkar, og þar á meðal ég, höfðum aldrei fyrr með lest ferðast. Mér fannst þetta mundi vera mjög létt, að sitja svona kyrr í þægilegu sæti, en er á ferðina dróg, fann ég til reglulegrar þreytu, einkum í höfðinu og augunum. Veður var bjart og sólríkt, leiðin ákaflega falleg og hlýleg. Ég sat við glugga og fannst sífellt ég verða að horfa út, til að missa aldrei af neinu, en þetta er þreytandi, þegar til lengdar lætur, (þetta breyti- lega). Landslagið, sem þýtur framhjá augum manns, er svo blómlegt, að manni flýgur jafnvel í hug, að gaman væri að eiga eitt býlið og búa þar. Það er sannarlega búsældarlegt að sjá, 14 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.