19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 42

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 42
sízt stjórnmálamenn og þeir, er sinna uppeldis- málum, en til slíkra manna var einkum í fyrstu leitað. Eigi er ólíklegt, að spurningin verði endurtekin í næsta blaði — og afráðið er að bera þá upp hlið- stæða spurningu við nokkrar konur. Verður fróð- legt að heyra undirtektir þeirra, og hvernig þær bregðast við. Að lokum þakkar blaðið þeim mönnum, sem sýnt hafa það hugrekki að senda svör. Fara þau hér á eftir. — S. Ingv. Einar Magnússon Menntaskólakennari: Ég ólst upp hér í Reykjavík frá 11 ára aldri. Móðir mín var bláfátæk ekkja. En hún var bók- hneigð og bar virðingu fyrir bóklegu námi, og þess vegna hefði ég líklega fengið að ganga í menntaskólann, þó að ég hefði verið stúlka og tekið gagnfræðapróf 17 ára. Á vorin hefði ég verið í fiskvinnu og á sumrin í kaupavinnu. Eftir gagn- fræðaapróf hefði ég viljað komast í einhverja ,,fína“ atvinnu, á skrifstofu eða símann, en ég átti engan mektarmann að, svo að ég hefði orðið vinnukona einn eða tvo vetur, en í síld eða kaupa- vinnu á sumrin. Síðan hefði mamma og ég brot- izt í því, að ég gæti farið í Kennaraskólann og tekið próf þar 21 árs. Eitt til tvö ár hefði ég verið farkennari á vetrum, en í kaupavinnu á sumrin. En útþráin bjó mér í brjósti. Ég hefði farið til Kaupmannahafnar, farið þar í vist eða á sauma- stofu, eins og margar ungar stúlkur gerðu í þá daga. Með einhverjum ráðum hefði ég farið víðar, einkum til hinna sólheitu Suðurlanda, sem þá voru fjarlægur ævintýraheimur. 24—25 ára ,,göm- ul“ hefði ég komið heim og fengið kennarastöðu einhvers staðar. En — þá hefði ég líka farið að svipast um eftir einhverju mannsefni! En mig brestur alveg ímyndunarafl til þess að geta gizkað á, hvort minn ,,kvenlegi“ yndisþokki hefði nægt til þess að krækja mér í þokkalegan eiginmann eða hvort ég hefði, þegar á átti að herða, þorað að binda örlög mín við nokkurn mann, eftir að hafa spilað upp á eigin spýtur og séð að mestu fyrir mér ,,sjálf“ frá fermingu. — En gerum ráð fyrir því — flestar konur gift- ast. Helzt hefði ég líklega viljað giftast einhverj- um duglegum manni hér í Reykjavík. Ég hefði þá hætt kennslustörfum, stundað heimilisstörfin, átt 3—4 börn, lesið bækur og — líklega gengið í eitthvert kvenfélag. En þar hefði ég aldrei kom- izt til neinna virðinga vegna hvatvíslegra tilrauna til þess að koma skynsamlegum tillögum á fram- færi, en gjörsamlegs skorts á þolinmæði til þess að hlusta á langar og leiðinlegar ræður, oftast verið á öðru máli en meirihlutinn og sagt hinum frúnum hreinskilnislega, að þær væru asnar! Ég hefði viljað fara á mörg ,,böll“ og eiga fal- lega ballkjóla, ferðast upp um fjöll og firnindi á sumrin og fara á skíði á veturna. Og ef maður- inn minn hefði ekki nennt að fara með, hefði hann bara mátt vera eftir heima! En kaffiboð hefði ég forðast! Ef efnahagurinn hefði verið þröngur, hefði ég, eftir að börnin stálpuðust, reynt að fá mér atvinnu við kennslu. Til þess hefði ég haft réttindi og kunnáttu, og kennsla er ein af þeim fán atvinnugreinum, þar sem konur hafa sama kaup og karlmenn fyrir sömu vinnu. Ég tel ekki, að húsmæður eigi yfirleitt að nauðalausu að vinna utan heimilis, en allar ungar stúlkur ættu að læra eitthvert starf til þess að geta unnið fyrir sér og sínum, ef í nauðirnar rekur. Nú væri ég orðin amma. Ég mundi ekki nema í ýtrustu nauðsyn skipta mér af heimilishaldi barnanna eða uppeldi barnabarnanna, en ég sæti stundum hjá þeim á kvöldin, svo að ungu hjónin gætu farið út að skemmta sér. Einar Magnússon. Einar Olgeirsson alþingisina'Sur: Ég myndi hafa viljað haga því eins og ég hef gert, beita kröftum mínum að sömu áhugamálum og ég hef gert. En ég efast stórlega um, — eða er réttara sagt næstum viss um, að þjóðfélagið hefði ekki gefið mér þau tækifæri til þess að vinna að þeim, ef ég hefði verið kona, sem það hefur veitt mér sem karlmanni. Svo rikt er misrétti kynj- anna enn í þjóðfélaginu. Einar Olgeivsson. Helgi Hannesson bœjarstjóri: Það hefur verið skoðun min allt frá barnæsku, að hverjum manni, sem til lífsins er fæddur, berx jafn réttur til þeirra gæða, er móðir jörð býr yfir og að samskipti mannanna þurfi að vera með þeim hætti, að þeir hjálpi hver öðrum til að öðlast þá farsæld og hamingju, er lífið getur látið í tó. 1 fullu samræmi við þessa skoðun mína mundi 19. JÚNÍ 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.