19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 30

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 30
en tíminn afskammtaður og því um að gera að velja það bezta og markverðasta. Við lögðum strax á stað, snemma morguns þ. 18. maí, sem var sunnudagur, er við höfðum drukkið morgundrykkinn, ásamt fylgdarkonum okkar. Við stigum upp í lest, því leiðin liggur út úr borginni, til Bygdö, þar geyma Norðmenn fornar menjar, það er byggðahverfi frá gamalli tíð. Þar var fyrir maður til leiðbeiningar og út- skýringar. Fyrst skoðuðum við Stafakirkju. Kirkjan er ævaforn, frá 13. öld, viðir allir óhemjusverir og sterklegir en nokkuð farnir að dökkna af elli. Við skoðuðum þar gamla bæi, settumst inn í stofu eina. Þar var eldstæði á miðju gólfi, rekkjur meðfram veggjum og bekkir til að sitja á framan við þau og borð og skápar. Auðséð var, að þarna hafði bæði verið eldhús og svefnskáli og setustofa, allt í einu lagi. Bitar og viðir allir voru svo sverir, að tæplega þurfti að óttast skyndilega hrörnun, enda var bærinn ævaforn. Það yrði langt mál að segja eða lýsa öllu því sem við sáum þarna, við lásum þarna sögu Noregs í fornum verkum og minjum, og alltaf þegar skoðað var eitthvað sérkennilegt og fallegt hljómaði sama röddin fyrir eyrum mér: „Hvernig höfum við Islendingar varðveitt okkar sögulegu menjar? Hvar eru okkar byggðasöfn?" En þar er raunalegt um að litast. Þessi rödd var áleitin og vildi fá útrás. Kannske einhver hugsi eftir því, þó síðar verði. ,,Þú heyrir aldrei fossa- hljóð í landafræði þinni“, segir Þorsteinn. Eins er um söguna, hún verður eftirminnilegri, ef hún er gerð áþreifanleg. Eftir að við höfðum skoðað þarna í Bygdö hið helzta, var okkur boðið heim að kaffistofu í gömlum stíl, senni- lega þó nýlegri, og þar borðuðum við allar ágætis miðdag, sem auðsjáanlega hafði verið pantaður áður, því allt stóð á borðinu, er inn kom. I nágrenni borgarinnar er mikið af slíkum hress- ingarskálum, þar sem fólkið getur fengið sér hressingu úti eða inni eftir því, sem hver vill. Eftir máltíðina horfðum við á þjóðdansa, dans- aða úti á svæði, sem annaðhvort hefur verið frá eldri tímum eða byggt upp í fornum stíl. Nú var farið að líða á daginn, og í bakaleiðinni ætl- uðum við að ganga um Vigelandsgarðinn, sem er með því fallegasta er borgin hefur upp á að bjóða. Þá var okkur öllum fulltrúum boðið til Dalby Kiær, formanns sambandsins, en áður en til þess kæmi, þurftum við svolítið að laga okk- ur til, því svo var meiningin að allur hópurinn færi á þjóðleikhúsið um kvöldið. Þar höfðu verið keyptir aðgöngumiðar handa okkur af norsku konunum okkar. Þegar til Dalby Kiær kom, urð- um við þess strax áskynja, að nú voru fleiri til staðar en við íslenzku konurnar, ásamt norsku móttökunefndinni. Mikill hávaði barst að eyrum okkar, þar runnu saman öll Norðurlandamálin, nema íslenzka. Við henni þýddi ekki að hreyfa nema „paa tomands haand“, eða þegar við töl- uðum saman, Islendingarnir. Þarna var saman- komið allt þingið (kongressinn), allt að 100 kon- um. Við drukkum þarna kaffi og spjölluðum saman góða stund, en eins og ég áður gat um, urðum við að passa tímann, því kl. 8 áttum við, íslenzku konurnar, að vera í þjóðleikhús- inu, enda tvístraðist hópurinn óðum og hver fór heim til sín. — Þjóðleikhúsið norska er stórt og fallegt, en eftir að hafa setið í íslenzka þjóðleikhúsinu, blöskrar manni hvorki stærð né annar útbúnaður. Við sáum „Romeo og Júlie“, eftir Shakespeare. Romeo var leikinn af Knut Wigert, en Júlía af Liv Strömsted. Leikurinn tók röska þrjá klukkutíma með litlum hléum, en mér fannst kvöldið fljótt að líða. Morguninn eftir, sem var mánudagur 19. maí, átti þingið að hefjast kl. 10. Það var haldið í Höyres Hus, sem er gríðarmikið hús, með mörgum fundarsölum, fundarsölum uppi,, fund- arsölum niðri, stórum fundarsölum og litlum fundarsölum. Við vorum á VI. hæð. Um leið og við greiddum þátttökugjald, 25 kr. norskar, voru okkur afhent í stóru umslagi ýmis gögn sem þinginu tilheyrði. Fyrst og fremst merki, með ísl. og norska fánanum, nokkur boð, t. d. frá borgarstjóra til veizlu um kvöldið í Ráðhúsinu, kvöldboð á þriðjudag 20. maí til þriggja þing- kvenna o. fl. Við gengum nú inn í þingsalinn, þar voru stór langborð. Undir glugganum var langt borð, innst á því stóð Finnland, þá Island og Noregur, við næsta borð var Svíþjóð og Dan- mörk. Innan við ræðustólinn, sem var undir miðri hliðinni, voru blaðamenn, og framan við ræðustólinn ritarar þingsins. Fyrsti fundarstjóri var frú Sigríður Magnússon, og fyrsta málið, sem tekið var fyrir eftir að frú Dalby Kiær hafði sett mótið og boðið þingkonur velkomnar, var: Skattamálin. Framsögu hafði rithöfundurinn Margarete Bonnevie. Umræður urðu að fram- söguerindinu loknu til kl. 12, þá var borðaður hádegisverður, „Lunsj“, niðri í húsinu. Kl. 13.30 hófst þingið á ný. Var þá tekið 16 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.