19. júní


19. júní - 19.06.1953, Side 20

19. júní - 19.06.1953, Side 20
fyrir erlent ríki hafi gengið í sýndarhjónabönd og þar með tryggt sér rétt til landvistar, en af þeim réttindum, sem fylgja ríkisborgararétti, má fyrst og fremst telja réttinn til þess að dvelja í landinu. Nú er þetta ákvæði úr sögunni hér, og erlend kona, sem giftist ísl. ríkisborgara, verður að sækja um ísl. ríkisborgararétt eins og hver annar útlend- ingur, ef hún óskar hans. Hins vegar er trúlegt að þessum konum verði ríkisborgararétturinn auð- sóttur, a. m. k. ef þær eru hér búsettar og ekkert sérstakt mælir á móti. Um íslenzkar konur gilti eftir eldri lögum sú aðalregla, að þær misstu ísl. ríkisfang við að gift- ast útlendingum, ef þær við hjúskapinn öðluðust rikisfang eiginmannsins, og þá án tillits til þess, hvort þær óskuðu eftir hinu erlenda ríkisfangi eða ekki. Á þessari réttarskerðingu var þó ráðin veruleg bót með því, að þær héldu ísl. ríkisfangi meðan þær voru hér búsettar, en misstu það hins vegar þegar, er þær fluttu af landi burt. Eftir nýju lögunum hefur hjúskapur með erlend- um ríkisborgara engin áhrif á ríkisfang íslenzkrar konu. Hitt er svo annað mál, að hún getur misst ísl. ríkisborgararétt, ef hún hefur öðlazt erlent rík- isfang skv. umsókn sinni eða með skýlausu sam- þykki, og stoðar það hana þá ekki, þótt hún sé hér búsett áfram. Gildir þessi regla um missi ísl. ríkisfangs jafnt um konur og karla, og hefur gift kona þar enga sérstöðu. Þær konur, sem eftir eldri lögunum hafa vegna hjúskapar misst ísl. ríkisborgararétt, en hefðu hins vegar haldið honum eftir núgildandi lögum, geta endurheimt ísl. ríkisfang með því að tilkynna dómsmálaráðuneytinu skriflega þá ósk sína, en það verða þær að gera fyrir 31. des. 1957. Hvað snertir ríkisfang barna helzt enn sú meg- inregla, að skilgetið barn fylgir föður sínum að ríkisfangi, en óskilgetið móður. Þótt ekki hafi við setningu hinna nýju laga þótt fært að hverfa frá þessari reglu, hafa þó verið sett inn í þau ákvæði, sem miða að því að draga úr þeim agnúum, sem fortakslaus framkvæmd ofangreindrar reglu get- ur haft í för með sér. Skal nú gerð stuttlega grein fyrir þessum nýju ákvæðum, og ber um leið oð hafa það í huga, að þau eru aðeins frávik frá þeirri gildandi megin- reglu, að skilgetið barn fylgi föður og óskilgetið móður að ríkisfangi. Skilgetið bam, sem fætt er hér á landi og á íslenzka móður, verður við fæðingu ísl. ríkisborg- t-------------------------------------------^ JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR: 19. JÚNÍ Lag: Sólskríkjan, J. Laxdal. Vér fögnum þér dagur hvert einasta ár /neð alii'Sarþökk fyrir gjöfina þína. Ef til vill sýnist þér aröurinn smár, en ósvikinn gró'Sur mun framtióin sýna. Menn slíta ekki barnsskónum fyrstu til fjáir þó fjöldanum brjóti þeir götuna sína. Þó sagan sé konunni spör á sín spjöld þá speglast þar afrekahugurinn djarfi. Hún fóstrdði kynslóöir öld fram af öld og ótvírœtt skilar hún dýrustum arfi. Og henni ber sœti þar hœst eru völd sem helgastri lífœfi í þjóöanna starfi. ^ ari, ef faðir þess á hvergi ríkisfang eða barnið fær ekki ríkisfang föðurins við fæðingu. Miðar ákvæði þetta að því að fyrirbyggja, að barnið verði ríkis- fangslaust. Nú öðlast gift kona íslenzkt ríkisfang og fylgja henni þá skilgetin égift börn hennar yngri en 18 ára, ef hún er ekkja eða hjúskap hennar er slitið eða hún skilin að borði og sæng og hún hefur for- ráð barnanna. Byggist þetta á þeirri skoðun, að eðlilegt sé, að samræmis gæti um ríkisfang móður og skilgetins barns, ef samband barnsins við föð- urinn hefur rofnað vegna andláts hans eða hjú- skaparslita foreldranna. I samræmi við þetta, og frávik frá þeirri meginreglu að óskilgetið barn fylgi móður sinni að ríkisfangi, er það ákvæði laganna, að óskilgetið barn, sem faðirinn hefur fengið forræði yfir, fylgi honum að ríkisfangi. Með þessum greinarstúf hef ég leitazt við að gera grein fyrir nokkrum atriðum hinna nýju ríkisborgaralaga, sem snerta giftar konur. Vona ég að það megi verða til nokkurrar glöggvunar þeim lesendum blaðsins, sem hafa hug á að kynna sér þetta efni. 6 19. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.