19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 38

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 38
Landsfundur K. R. F. í. 1952 var bæjarspítalanefndin því meðmælt. Hringkon- um var líka sú lausn málsins kærkomin, þar sem megnið af fé barnaspítalasjóðsins var runnið frá Reykvíkingum. En það hlýtur að taka langan tíma, að svo mikil stofnun, sem bæjarspítalinn á að verða, komist á fór, og fyrir Hringinn var það mikið atriði, að barnaspítalinn kæmist upp sem fyrst. Kom því til álita í félaginu, hvort mögu- leikar væru á að fá keypta hentuga húseign, er nota mætti sem bráðabirgðaspítala fyrir börn, þar til fullkomnum barnaspítala yrði komið upp. Það kom þó brátt í ljós, að á því voru svo miklir annmarkar, að ófært þótti að fara þá leið. 1951 sneri félagið sér svo enn á ný til ríkis- stjórnarinnar og hreyfði því, hvort það gæti ekki flýtt fyrir stækkun Landsspítalans, sem svo brýn þörf var fyrir, ef Hringurinn legði fram barna- spitalasjóð sinn til stækkunarinnar, gegn því að þar yrði komið upp barnaspítala. Eftir nokkrar viðræður við ráðherra og aðra aðila var komist að samkomulagi á þessum grundvelli. Síðastliðið sumar var því byrjað á að undirbúa stækkun Landsspitalans og hefur verið unnið að þvi síðan. Teikningar eru þegar fyrir hendi, og nýlega er fengið leyfi Fjárhagsráðs til þess að byrja á bygg- ingunni. Um hina fyrirhuguðu stækkun spitalans í heild mun ég ekki ræða, það munu aðrir gera, en ég vil aðeins geta þess, að ákveðið er, að barna- spítalinn fái þarna 56 rúm, og er það að áliti þeirra lækna, sem um mál þetta hafa fjallað, mjög hæfileg stærð. Alla tíð síðan Hringurinn fór að vinna að barnaspítalamálinu hefur stjórn félags- ins notið ráða og aðstoðar Kristbjarnar Tryggva- sonar barnalæknis. Frú Kristín V. Jacobson var formaður Hrings- ins til dauðadags, en hún andaðist 6. maí 1943 á áttugasta aldursári. í stað hennar var valin Ingi- björg Cl. Þorláksson, og hefur hún verið formað- ur félagsins síðan. Hringkonur gleðjast yfir því, að nú er mark- verðum áfanga náð í starfi félagsins, en þær munu ekki halda að sér höndum vegna fengins árangurs, heldur halda áfram með hjálp góðra manna að vinna að áhugamáli sínu, þar til fullu marki er náð og barnaspítalinn tekinn til starfa í stækk- uðum og endurbættum landsspítala. 24 19. JÚNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.