19. júní


19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 53

19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 53
5. UPPELDISMÁL. FER ÞVÍ FRAM Á að tekið sé mark á starfi sérfræðings- ms, og að komið verði á fót stofnun, sem beri ábyrgð á því að fram komi álit þeirra, sem eru á móti þrælahaldi. 4. FJÁRHAGSLEGT JAFNRÉTTI. ALÞJÓÐAFÉL. LÝSIR ÁNÆGJU sinni yfir samþykkt og ályktan um sömu laun konum ok körlum til handa fyrir unnin störf af sama verðmæti, sem samþ. var á fundi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í Geneve 1951, og að Mannréttindanefndin hefur tekið ákvæðið um sömu laun upp í samninginn um fjárhagsleg, félagsleg og menningar- leg réttindi. TEKUR EINNIG til athugunar upplýsingar kvennanefnd- ar S. Þ. og Unesco um menntunarmöguleika kvenna, og nefndarálit sérfræðinganefndar Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar um atvinnumál kvenna. 1. OG ÁLYKTAR: að sambandsfélögin leitist við að kom- ið sé á stofn í hverju landi nefnd, þar sem ættu sæti fulltrúar vinnuveitenda og launþega og aðrir, sem hefðu áhuga og sérþekkingu á atvinnu- og launamál- um. Þessi nefnd ætti að vera ríkisstjórnum til að- stoðar við að koma í framkvæmd ákvæðinu um sömu laun, og gefa tilhlýðilegan gaum að félagslegum ráð- stöfunum af almannafé til að aðstoða verkamenn við að uppfylla skyldur sínar við heimili sín. 2. Að allar stúlkur skuli njóta fyllsta jafnréttis við drengi til menntunar, fá sömu tækifæri og leiðbeiningar til verknáms. Verkakonur eiga að hafa sömu tækifæri og verkamenn til að vinna sig upp í betur launaðar stöður. 3. Að gerðar verði ráðstafanir í löndum, þar sem það þætti nauðsynlegt, að settar verði á stofn kvenna- skrifstofur (ef til vill í líkingu vði Women’s Burcans í Bandaríkjunum), til þess að rannsaka allt sem við- kemur atvinnumálum kvenna. 4. Ef vinna nokkurn hluta dags er álitin mikilvæg í löndum þeirra, eru sambandsfélög okkar hvött til að rannsaka möguleika, hættur og tryggingu eða ör- yggi, sem slíkri vinnu fylgir, bæði fyrir konur og karla. Þegar litið er á þá hættu, sem því er samfara að þessi vinna sé eingöngu ætluð konum, verður að taka það skýrt fram, að engar ráðstafanir séu gerðar, hvorki með lagasetningu, samningum við stéttarfélög eða á annan hátt, sem þvinga konur til að taka þess konar vinnu í stað þess að vinna fullan vinnudag. 5. Þegar litið er á þá miklu byltingu, sem orðið hefur í sumum löndum vegna ófriðar og breyttra stjórnar- hátta, og hefur orsakað fátækt og flótta fjölda fólks, sem nú lifir við eymd, skorum vér á S. Þ. að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bæta úr þessu ástandi, sem er hættulegt félagslegu öryggi og heims- friðnum. _ ALÞJÓÐAFÉL. lýsir ánægju sinni yfir því starfi, sem Astralska kvenkjósendafél. hefur unnið til að framkvæmd verði samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um sömu 'aun fyrir störf af sama verðmæti. Ýill styðja sama félag í baráttu þess fyrir því að koma 1 VeS fyrir að laun kvenna séu lækkuð úr 75%, sem þau Gru nú niður í 60% samanborið við laun karla. Í9- JtJNl ALÞJÓÐAFÉL. TEKUR FRAM: Þegar athugað er að 26. gr. Kvenréttindayfirlýsingarinnar segir: „Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðu- menntun. Börn skulu vera skólaskyld. Iðnað- ur og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar". Ennfremur að Menningar- og Fræðslustofnun S. Þ. og Alþjóðavinnumálastofnunin hafa síðustu þrjú árin látið rannsaka möguleika á því, að ríkisstjórnir framkvæmi þessa grein; EN ÞAR sem þessar mismunandi rannsóknir taka ekki ævinlega skýrt fram að ekki skuli gerður greinarmunur á piltum og stúlkum í uppeldismálum; ÆSKIR FÉLAGIÐ EINDREGIÐ, að þessar stofn- anir beini tilmælum sínum til hinna ýmsu ríkisstjórna eftir þeim reglum er hér segir: 1. Fullkomið jafnrétti kynja við alla skóla. 2. Að útilokaður sé allur greinarmunur, byggður á kyn- ferði, við allt uppeldi. 3. Fellt sé niður allt, sem varnar konum aðgangs til menntunar til jafns við karla, hvort heldur eru fjár- hagsástæður, félagslegar — eða landfræðilegar. 4. TRYGGÐ SÉ leiðbeining við verknám og aðgangur að sérfræðinámi án tillits til kynferðis. Að stofnað sé til námsskeiða og sérfræðilegrar þjálfunar í öllum starfsgreinum og stöðum jafnt fyrir konur og karla, til þess að konur hafi tækifæri til, og aðgang að því að vinna sig upp í vel launaðar stöður. BIÐUR einnig S. Þ. að taka til rækilegrar athugunar hinar sérstöku þarfir kvenna varðandi menntun og upp- eldi, þarfir sem eru langtum víðtækari en karla í þeim löndum, sem notið hafa tæknilegrar aðstoðar S. Þ., þvi þar hefur menntun kvenna og stúlkubarna verið langtum meira vanrækt en menntun drengja og pilta. BIÐUR ÞVÍ S. Þ. að þessi tæknilega aðstoð taki sérstak- lega til eftirfarandi atriða: 1. Komið sé á fót barnaheimilum, sem gætu bæði verið námsskeið í umhirðu barna, bætt lífskjörin og vernd- að barnslíf. 2. Notfæra tómstundir kvenna til að kenna þeim ein- hverja iðn. 3. Senda sérfræðinga til að rannsaka fjölskylduvanda- mál, og láta sýna talmyndir á móðurmálinu um menntun kvenna. MEÐ TILLITI til þeirra staðreynda að mjög fáar konur í Suðaustur-Asíu kunna að lesa, gerum vér þá ályktun að biðja Menningar- og Fræðslustofnunina að gera nú þegar ráðstafanir til að leysa þetta vandamál með því að: 1. Koma á fót undirstöðukennslustofnunum þar sem viðkomandi ríki æskja þess. 2. Þjálfa kennara á námsskeiðum sínum. 3. Veita tæknilega aðstoð, og leggja fram nauðsynleg tæki til að nemendurnir geti notið kennslunnar, þótt þeir hafi ekki lestrarkunnáttu. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.