19. júní


19. júní - 19.06.1953, Side 32

19. júní - 19.06.1953, Side 32
herrahjónanna, íslenzk gestrisni alveg ósvikin. Morguninn eftir, 23. maí, lögðum við aftur á stað frá Osló með lest til Kaupmannahafnar. Á brautarstöðinni höfðu norsku konurnar safn- azt saman til að kveðja okkur og síðast, rétt þegar lestin var að leggja á stað, sáum við eina þeirra koma hlaupandi með fullt fangið af blóm- um. Þannig kvöddu norsku konurnar okkur. ÁLYKTANIR samþykktar á 8. norræna kvenréttindaþinginu í Osló 1952. 1. Þingið lítur svo á, að þjóðfélaginu beri að veita ein- stæðum, efnalitlum mæðrum, sem hafa börn á ómaga- aldri á framfæri sínu, verulega hjálp á þann hátt, að þær geti séð sér og sínum farborða. Þingið telur æskilegt, að hið opinbera sjái um, að einstæðum mæðrum séu veitt ráð og leiðbeiningar, svo og regluleg uppfræðsla eða sérmenntun, og að fyrir því verði séð, að þær geti fengið atvinnu. 2. 8. norræna kvenréttindaþingið vill endurtaka hina föstu ákvörðun síðasta þings, sem haldið var í Kaup- mannahöfn 1946, að krefjast þeirra réttinda fyrir giftar konur, að á þær sé litið sem sjálfstæða skatt- þegna þjóðfélagsins. Vegna þess hve skattalöggjöf Norðurlandanna er ósamstæð, látum vér nægja þá almennu yfirlýsingu, að vér æskjum þess, að hjón verði hvarvetna skatt- lögð þannig, að enda þótt hjónin stundi bæði laun- aða vinnu, sé fjölskyldunni þó ekki íþyngt með rang- látri skattaálagningu. 3. 8. norræna kvenréttindaþingið gerir eindregið þá kröfu, að aldurstakmark sé hið sama fyrir karla og konur. Aldurstakmarkið verður að miðast við það, hvert starfið er, en ekki fara eftir kyni þess, sem verkið vinnur. 4. 8. norræna kvenréttindaþingið lætur í ljósi þá skoðun sína, að réttlátt sé, að ekkjumenn njóti sömu rétt- inda til eftirlauna sem ekkjur. 5. Þingið lætur í ljósi þá skoðun, að mæður eigi að vera lögráðendur barna sinna ásamt eiginmönnum sínum. 6. 8. norræna kvenréttindaþingið telur fjarstæðu, að ,,verndarráðstafanir“ fyrir konur einvörðungu séu í vinnulöggjöf og alþjóðareglum, þar eð að með slíku er dregið úr samkeppnishæfni kvenna á vinnumark- aðinum. Þingið telur hins vegar, að almenn ákvæði um fjarvistir vegna meðgöngutíma og fæðingar sé sjálf- sögð vernd vegna móðernisins og telur það vera skyldu þjóðfélagsins að stuðla að því að leysa það fjárhags- vandamál, sem skapast við vanmátt þann til vinnu, er fylgir meðgöngutíma og barnsfæðingu. Vandann mætti leysa t. d. með tryggingum eða opinberum styrk. 7. 8. norræna kvenréttindaþingið beinir því til þeirra félagssamtaka, sem eiga fulltrúa á þingi þessu, að þau vinni að því, hvert í sínu landi, að allar konur noti sama ávarpstitil. 8. Samband norrænna kvenréttindafélaga, saman komið á fundi í Osló 21. maí 1952, lætur í ljósi fullt sam- — Kínversk Ijóð L I PO VIÐ TAN YAN-FLJÓT Skjaldböku sé ég skrífia á lótusblafii. Skjálfandi sefið fuglinn í hreifirinu ver. Ferjumannsdóttir syngur í bátnum sínum — söng hennar áin langt út í fjarskann ber. ÚR SHIH CHING (1200—600 f. Kr.) HÆGAN yillibrá3 í skógarskugga, skýlt mefí sinugrasi í lautu. Meynni vamu e.r vor í huga — og veiöimaöur yndifi hennar. Inni í skógi hjörtur hniginn hljóp í snóru undir trjánum. Grasifi breiöir grœna dýnu. Gle'Sibjört er meyjan unga. Elsku bezti, hœgan,hœgan! Hlíffiu nýja kjólnum mínum! — og seppinn gœti seð til okkar. (H. B. B. þýddi úr sænsku). ________________________________________J þykki sitt við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, því að þessi yfirlýsing er einmitt sá grund- völlur, sem kvenréttindin hvíla á. Jafnframt isetur fundurinn í ljósi fyllsta samhug með öllum þeim kon- um og körlum, sem berjast fyrir því, að þessi hug' sjón verði að veruleika í öllum löndum heims. 19. JÚNÍ 18

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.