19. júní - 19.06.1953, Blaðsíða 50
boð. Stúlkur innan félagsins, sem sérstaklega er
annt um það, hittast á miðvikudagskvöldum —
til fræðslu og uppbyggingar um það. Kallast þær
Kristniboðsflokkur K. F. U. K. —
Einu sinni í mánuði eru saumafundir í A.D. Þá
taka konurnar handavinnu sína með á fundina.
Líka er talsvert gert að því að sauma á fundum
fyrir væntanlegan bazar félagsins, sem venjuleg-
ast er í desembermánuði.
Það mun vera óþarft nú að kynna bazar —
en eins og vel flestar vita — er þá seld vægu verði
handavinna félagskvenna, sem unnin hefur verið,
til að afla því tekna. En gaman og fróðlegt er að
minnast þess, að K. F. U. K. er fyrsta félag hér-
lendis, sem hélt bazar (Thorvaldsenbazarinn er
undantekinn, sem hefur sífellda sölu). Það var
1909 og hefur það verið gert árlega síðan.
Unglingadeildin heldur fundi sína á fimmtu-
dögum kl. 8.30. Þeir fundir eru haldnir með lík-
um hætti og í A.D. Þessi deild starfar fyrir ung-
ar stúlkur á aldrinum 13—17 ára. Er því efni fund-
anna valið með tilliti til þess. Sveitastjórar U.D.,
en svo eru þær stúlkur kallaðar, sem annast funda-
undirbúning og annað starf þessarar deildar,
leggja sig líka fram við að gera fundina sem
mest aðlaðandi og skemmtilega fyrir stúlkurnar.
Sama gegnir um Yngri deildina, sem hefur sína
fundi á sunnudögum kl. 3V2- Þangað sækja hundr-
uð telpna á hverjum vetri á aldrinum 8—12 ára,
vilja þá slæðast með bæði yngri og eldri systur
og vinur og er það vel.
Söngur hefur ávallt verið í hávegum hafður
innan félagsins, enda er nú starfræktur þar kór
með nokkrum félagskonum og kallast þær
Kvennakór K. F. U. K. — Syngja þær á fund-
um og samkomum félagsins, til yndis og ánægju
sér og félagssystrunum.
Sænsk stúlka var á ferð hér 1922, frk. Nielsen
að nafni, nú prófastsfrú að Húsavík. Hún hafði
starfað við skátahreyfinguna dönsku. Talaði hún
við stjórn K. F. U. K. um stofnun slíkrar deildar
hér. Stjórnin var þessu samþykk, ef stúlka innan
félagsins hér vildi veita deildinni forstöðu. Frk.
Jakobína Magnúsdóttir var fús til þessa. Skáta-
deildin var svo stofnuð og var hún í fyrstu háð
K. F. U. K. Segja má að þetta hafi verið fyrsti
vísir að Kvenskátafélagi Reykjaavíkur.
Sumarstarf K. F. U. K. Að sumrinu falla nið-
ur flestir þessara funda, sem áður er getið og nú
beinist starfið út úr bænum. I fyrstu átti félagið
engan stað utanbæjar, þar sem stúlkurnar gátu
dvalið, var því verið á ýmsum stöðum. Það á nú
land í Vindáshlíð í Kjós, sem er kjarri vaxin hlíð,
ásamt stórum tvílyftum skála. Skálinn er ekki
alveg fullgerður enn. Heita má að öll vinna við
hann sé sjálfboðaliðsvinna, eins og reyndar allt
félagsstarfið okkar. Með starfinu í Vindáshlíð gef-
ur K. F. U. K. telpum, stúlkum og konum, tæki-
færi til að dvelja í heilnæmu sveitaloftinu að sumr-
inu, á eins ódýran hátt og mögulegt er.
Tilhögun þessa starfs er á þá lund, að dvalið er
í vikuflokkum, þá eru skipti og nýjar koma. Sum-
ar kjósa e. t. v. að vera allan þann tíma, sem
dvöl er fyrir þeirra aldursflokk og er það leyft.
Reynt hefur verið að sjá til þess, að flokkar fyrir
ungar stúlkur, séu á þeim tíma, er sumarfrí standa
sem hæst og flestum vinnustöðum lokað — geta
þær því notað tækifærið og dvalið i Hliðinni. Síðla
sumars eða í ágúst eru svo flokkar fyrir konur.
Eins og flestir vita er í Kjósinni gott berjaland,
enda nota konurnar sér það og tína mikil ber.
— Þannig notar húsmóðirin tímann utan heim-
ilisins, þótt hún sé í fríi.
Sameiginlegt er öllum þessum Hlíðarflokkum
það, sem er höfuðatriði alls félagsstarfs K. F.
U. K. Það er lestur Guðs orðs og bæn. Hver dag-
ur er byrjaður á þann hátt: Fáni hylltur, komið
er inn á biblíulestur, þ. e. a. s. lesið saman Orðið,
sungið og beðið. Deginum síðan eytt við frjálsa
leiki og annað þ. h. Á kvöldin eru kvöldvökur
— en dagurinn endaður með bæn.
Þetta er í stuttu máli höfuðdrættir starfs K. F.
U. K.
Félagsmerki K. F. U. K. er þríhyrningur um-
luktur gullnum hring. Þessi hringur táknar þær
þúsundir stúlkna um allan heim, sem keppa að
sameiginlegu marki, að vinna aðrar stúlkur fyrir
Jesúm Krist. Hjá honum finna þær sanna gleði,
hamingju og frið — þá fyrst öðlast lífið gildi.
Minningarspjöld Menningar- og minningarsjóðs kvenna
fást í bókaverzlun ísafoldar, Austurstæti, 8 í bókabúð
Braga Brynjólfssonar, í Hljóðfærahúsinu, Bankastræti og
bókabúðinni á Laugveg 100, auk þess sem þau fást a
Skálholtsstíg 7 á þeim tímum, sem skrifstofan er opin.
Skrifstofa K.R.F.Í. er opin þrisvar í viku sem hér segir:
Á þriðjud. kl. 4—6 síðd. Formaður félagsins til viðtals.
Á fimmtud. kl. 4—6 síðd. afgr. fyrir Menningar- og
minningarsjóð kvenna.
Á föstudögum kl. 4—6. Gjaldkeri K.R.F.Í. til viðtals.
Forsíðumyndin:
Frú Gréta Björnsson listmálari í vinnustofu sinni.
19. JÚNÍ
36