19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 34

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 34
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR: BLÓMIN SOFA Þung útidyrahurðin lokast á eftir Elínu. Það er sólskin og dýrmætur hálftími, þangað til hún á að mæta í skrifstofunni. Þá getur hún gengið í gegnum skemmtigarðinn og losnað við að troð- ast inn í yfirfullan sporvagninn. Hún nýtur þess að ganga á móti sólinni og anda að sér morgunangan vorsins. Garðurinn hefur verið henni athvarf í sorg og gleði svo langt sem hún man til sín, og myndir minninganna koma ósjálfrátt fram í hugann. Lítil telpa með ljósar fléttur við hlið fölleitrar konu. — Af hverju vill guð ekki alltaf hafa sumar, mamma? — Af því að hann verður stundum að hafa sumar hjá fólkinu, sem býr hinum megin á hnett- inum. — Getum við ekki beðið sumarið að taka okk- ur með sér, mamma? — Það er hollast að sumar og vetur skiptist á. — Hvar eru blómin á veturna, mamma? — Þau sofa. — Ég ætla að kalla á sumarið til þess að vekja þau. ein uppi með 9 börn. Þrjú höfðu látist á undan föður sínum. Þrátt fyrir erfiðan heimilishag vegna hins stóra barnahóps, gaf Katrín sig að ýmsum félagsstörfum. Var hún í Kvenréttinda- félaginu í mörg ár, starfaði mikið í Mæðrastyrks- nefnd, og árið 1942, er Laufey Valdemarsdóttir lét af formannsstörfum í Mæðrafélaginu, var Katrín kjörin formaður þess. Gegndi hún því starfi með frábærum dugnaði meðan heilsa og kraftar leyfðu. Árið 1938 var hún kjörin bæjar- fulltrúi og sat í bæjarstjórn tvö kjörtímabil sem aðalmaður og eitt sem varamaður. Framfærslu- fulltrúi var hún öll þau ár, er hún sat í bæjar- stjórn. Hún lézt eftir langa vanheilsu 26. des. síðastl. Ragnheiður Jónsdóttir. Litla stúlkan vex frá mömmu sinni, og það vakna hjá henni spurningar, sem enginn svarar. Garðurinn verður leikvangur æsku hennar. Gréta, Anna Stína og allar hinar vinstúlkur hennar —■ hvar eru þær núna, og hvar eru öll leyndarmálin, sem þær hvísluðu, þegar sorgin var eins og apríl- mjöll? Hvítar stúdentshúfur og rauðar nellikur við vorgrænt laufið. Gleðin rís hátt. Garðurinn óm- ar af lofsöng til lífsins, og tvö og tvö leita úr hópn- um, þegar húmar. — Nú göngum við inn í sólskinið, Elín, og aldrei út úr því aftur. Hún lítur upp til hans og gengur hlæjandi inn í sólskinið með honum. Ung hjón með barnavagn, sem beygja hjá, ef þau mæta gömlum kunningjum. En blómin sofa og kaldir vindar næða um garðinn. Sumar hjá þeim, sem búa hinum megin á hnett- inum. Unga konan ekur ein barnavagninum, og hann er þyngri af því að enginn gengur við hlið henn- ar. Hvar er hann, sem leiddi hana einu sinni inn í sólskinið? Skyldi honum hafa tekizt að fylgía sumrinu eftir? Elín gengur út úr garðinum og flýtir sér inn í skrifstofuna. Vonjulegur vinnudagur. Ritvéla- skrölt, hlátur og mas í matarhléinu, málaðar varir og augu, sem mæna út í vorið. Elín er aðeins áhorf- 30 19. JÚNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.