19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 17
m er lengi að gleyma, og þeir einu illu reimleik-
ar sem fylgja staðnum, voru þær fornu staðar-
fylgjur, sem Magnús amtmaður, skólinn, Grímur
°g Skúli ættu þegar að vera búnir að kveða niður.
■— Það er hverju orði sannara, mér hefur alltaf
fundist það heimskulegt að ala með sér gamlar
væringar, sem enginn núlifandi maður á nokkra
sök á. —
Við göngum út í sólskinið, það er blæjalogn
°g kyrrð og ró yfir öllu. Krían er að vísu komin
1 Nesið, en það heyrist lítið til hennar ennþá.
Æðarfuglinn er ekki enn setztur upp, og lóa og
sPói hafa hægt um sig þessa stundina. Túnið, sem
nu er orðið æðistórt og teygir sig langt út í Nes,
er orðið fallega grænt.
Ég hef orð á því að það muni vera kvöldfagurt
a Bessastöðum.
•— Það er satt — anzar frúin — ekki er síður
fagurt á morgnana. —
Og nú kemst ég á snoðir um að þau hjónin
hafa þann sið, þegar Forsetinn ekki fer í Sund-
^augarnar, að róa út um sjó þegar kyrrt er og
solin gyllir sund og voga.
Nú kemur Forsetinn til okkar, hann er að
korna úr bænum, og af því að við höfum verið
að tala um sjóferðir, slæ ég upp á því, að hann
fari líklega bráðum að draga björg úr sjó.
'— Ætli það ekki — segir hann brosandi —
það verður víst ekki langt þangað til hætt verð-
Ur að kaupa fiskinn í matinn.
Ég kveð svo okkar vinsælu forsetahjón, og tek
^ð mér hlýja endurminningu um fagran vor-
iuorgun á þessum sögufræga stað.
^yrrv. forsetafrú Georgia Björnsson.
^egar ég hringdi til fyrrverandi forsetafrúar
Oeorgiu Björnsson og spurði hvort ég mætti eiga
viðtal við hana fyrir „19. júní“, sagði hún það vel-
kornið og bætti við: „Islenzkar konur hafa alltaf
verið svo góðar við mig“.
"— Þegar ég svo hitti frú Björnsson að máli
sPUrði ég hana fyrst af öllu, hvernig það hefði
atvikast að hún, sem er fædd og uppalin í Dan-
^aörku, hefði lagt leið sína til Islands.
Fyrstu kynni mín af íslandi voru þau, að
þ^óðir minn fór hingað í skemmtiferðalag og var
sv° hrifinn af landinu, að faðir okkar vildi endi-
eSa að systir mín, sem var gift Lund lyfsala, flytti
JÚNI
til Reykjavíkur. Það varð svo úr, að Lund gerð-
ist lyfsali í Reykjavík, þau voru hér í 12 ár og
kunnu ágætlega við sig.
— Þér hafið þá komið í heimsókn til systur
yðar?
— Já, ég var þá 17 ára og hefur alltaf þótt
vænt um Reykjavík síðan.
— Kynntust þér manninum yðar í þessari ferð?
— Nei, ekki var það, en ég kynntist Sigriði
systur hans. Hitti hana á Þingvöllum og gekk
hún þar með mér um allt og útskýrði sögu Þing-
valla svo vel, að mér fannst ég sjá það allt ljós-
lifandi fyrir mér. Hún var mjög mikilhæf kona
og eftir þessi kynni tókst með okkur vinátta,
sem hélzt til æviloka.
— En ekki var samskiptum yðar og íslend-
inga lokið með þessari ferð?
Frúin hlær við og segir:
— Nei, eitthvað um tveimur árum seinna mætti
ég af tilviljun Sigríði á götu í Kaupmannahöfn og
urðu það fagnaðarfundir. Hún var komin til Hafn-
ar til að læra að mála en vantaði húsnæði. Ég
bjó þá hjá gamalli ekkjufrú, sem var ákaflega
siðavönd, en samþykkti þó að taka Sigríði líka
ef ég vildi ábyrgjast hana og það var ég ekkert
hrædd við. Sveinn, bróðir hennar, var þá á há-
skólanum í Kaupmannahöfn og dáðist gamla kon-
an að því, hvað hann væri góður bróðir og kæmi
oft að heimsækja systur sína.
— En hvað sagði fjölskyldan við því, að þér
giftust Islendingi?
3