19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 18

19. júní - 19.06.1953, Qupperneq 18
— Hún var ánægð með það, enda var það ekki í fyrsta sinn, sem kona í minni ætt giftist Islend- ingi. Systir langafa míns giftist Sigurði Johnsen, sem var lyfsali í Álaborg. — Og svo fóruð þið heim til Islands, hvernig kunnuð þér við yður hér? — Alveg ágætlega, það tóku mér allir svo vel, að mér hefur aldrei fundizt ég vera framandi á Islandi. Við giftum okkur 1908 og vorum hér þangað til 1920 að maðurinn minn varð sendi- herra í Kaupmannahöfn. — Fannst yður samt ekki skemmtilegt að setj- ast aftur að í Danmörku? — Að vissu leyti, en við höfðum eignast svo marga vini hér heima, að mér fannst ísland einnig vera föðurland mitt. Við áttum líka því láni að fagna að eignast marga góða vini í Danmörku, sem kunnu vel að meta starf mannsins míns, og svo höfðum við alltaf mikið samband við Island og Islendinga. — Já, það er alkunna að hús ykkar stóð Is- lendingum alltaf opið, en var ekki starf þessa fyrsta og lengi vel eina sendiherra Islands ákaf- lega erilsamt? — Jú, hann var oft á ferðalagi um alla Evrópu við samningagerðir fyrir ríkisstjórnina. Eitt árið töldum við saman, að hann var að heiman í níu mánuði. — Og svo þurfti hann líka að halda veizlur og sinna gestum fyrir utan dagleg störf á skrif- stofunni. — Hvað er yður minnisstæðast frá þessum ár- um í Kaupmannahöfn? — Það er margs að minnast, en ég held að það verði endirinn á veru okkar þar. Þegar fréttin kom um, að Island hefði verið hernumið 10. maí 1940 og maðurinn minn var kallaður heim, spurði hann mig, hvort ég vildi fara með sér, en hann ætlaði að leggja af stað mjög fljótlega, og varð að fara yfir Þýzkaland, Italíu og Ameríku, því að samgöngur voru þá engar milli Islands og Dan- merkur. „Lofaðu mér að hugsa mig um í fimm mínútur“, sagði ég, og ákvað þá strax að vera kyrr, en mæltist til að sonur okkar, Henrik, færi með honum. Þegar það svo varð úr að hann ílent- ist hér heima, tók ég það ráð að fara heim með Petsamóferðinni í sept. um haustið. Þeirri ferð gleymi ég aldrei. Það ríkti svo mikil góðvild yfir öllu ferðalaginu og allir voru svo samtaka um að hjálpa og gleðja hvern annan, að allir erfið- leikar gleymdust. Ég minnist með gleði áhafnar- innar á Esju, sem var vakin og sofin í að hlynna að okkur. — Hvernig féll yður svo, þegar maðurinn yðar varð ríkisstjóri og síðar forseti? — Eg reyndi að gera mitt bezta. Ég hafði alltaf sagt, að ég vildi óska, að hann yrði aldrei forsætis- ráðherra, því að ég treysti mér ekki til að vera for- sætisráðherrafrú. — Hvenær fóruð þér að Bessastöðum, og hvern- ig kunnuð þér við yður þar? — Við fórum að Bessastöðum seint í október 1941 og ég kunni strax vel við mig, það er svo fallegt þar. En það var dálítið erfitt í fyrstu með- an verið var að koma öllu í lag, bæði húsinu sjálfu og öllu innanstokks. Maðurinn minn lét búa til lista yfir allt sem keypt var fyrir bústaðinn af borðbúnaði, húsgögnum o. fl., svo að alltaf væri hægt að sjá, hvað til væri. Það var svo mitt starf að sjá um, að ekkert glataðist. — Fannst yður ekki húsfreyjustaðan á Bessa- stöðum erfiðasta húsmóðurstarfið, sem þér höfð- uð komizt í? — Ég veit ekki. Það var oft mikið að gera við að taka á móti gestum, en það var líka skemmtilegt og svo vorum við líka svo heppin að hafa gott starfsfólk, en undir því er mikið komið á svona stað. — Er yður nokkur gestakoma sérstaklega minn- isstæð ? — Já, þegar þeir komu frá Reykjalundi. Það var svo gaman. Svo þótti mér líka sérlega ánægju- legt að taka á móti Landsfundi kvenfélaganna. Fyrsta móttakan, sem við höfðum á Bessastöð- um, eftir að maðurinn minn tók við forsetaem- bætti, var fyrir Alþingi og ríkisstjórn, en sú næsta var fyrir konur á Landsfundi Kvenréttindafélags Islands. Maðurinn minn minntist oft á, hvað hon- um hefði þótt gaman að því, að þessar konur skyldu hafa verið með fyrstu gestunum okkar. Ég hef alltaf dáðst að íslenzkum konum, og þvi hvað mikinn þátt þær hafa átt í menningu þjóð- arinnar. I samræðu okkar kemur frú Björnsson að því aftur og aftur, hvað allir hafi verið sér góðir, svo að ég get að lokum ekki stillt mig um að minna hana á danska málsháttinn: „Som man raaber i Skoven, saa faar man Svar“. En hún bandar fra sér með báðum höndum og segir: — Nei, nei, það er ekki þess vegna. — Að lokum segir hún: — Mig langar til að nota þetta tækifæri til að 19. JÚNÍ 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.