19. júní


19. júní - 19.06.1953, Side 29

19. júní - 19.06.1953, Side 29
rennislétt tún, umgirt háum og laufríkum skógi, byggingar fallegar og hlýlegar. Það er auðséð, að þarna er gott að vera, enda mun það yfir- leitt vera viðurkennt, að Suður-Svíþjóð sé með blómlegustu og búsældarlegustu héruðum á Norð- Urlöndum. Áfram þýtur lestin, framhjá þessum blómlegu býlum, gegnum sveitaþorp — áfram, °g nú erum við á landamærum Svíþjóðar og Noregs. I klefanum hjá okkur situr kona með litla telpu. Andspænis henni sitja hjón eða kær- ustupar. Þau eru öll á leið til Noregs, hafa kom- ið frá Svíþjóð. Þau ræða ákaft saman og við komumst að raun um, að konurnar eru norskar, maðurinn sænskur. Þær hafa ekki komið beim til Noregs í nokkur ár, eiga heima í Sví- bjóð. Við heyrum, að þær halda Noregi fram, hann Svíþjóð. Og fögnuður þeirra við landamær- ln er mikill. Nú breytist landslagið nokkuð, bú- garðarnir verða strjálli, en skógurinn mikill og þéttur, leiðin liggur upp á við. Ef til vill eitt- bvað að koma í ljós, sem minnir meir á ísland. Nú er haldið inn í Osló. Lestin stanzar. Við skyggnumst út eftir einhverjum að taka á móti okkur. Jú, ekki ber á öðru, þarna standa nokkr- ar konur í hóp og frú Sigríður heilsar þeim kunnuglega. Þetta eru konurnar, sem heimsóttu ^sland, nokkrar þeirraa. Enn erum við komnar a Missionshotel, ekki eins fullkomið og í Höfn, en ágætt, enda eigum við að fá þarna ókeypis gistingu meðan við sitjum þingið, ásamt morgun- kaffi. Okkur er tekið með miklum hlýleik, ágætu kaffiborði og ræðuhöldum. Laugardaginn 17. maí! Það er þjóðhátíðar- bagur Norðmanna. Norsku konurnar 'egja okk- Ur kvöldið fyrir, að við skulum ekki láta okkur bilt við verða, þótt við vöknum við söng um nottina. Stúdentarnir sofa ekki þessa nótt“. Morguninn lofar fögru. Við höfum fengið að- gangskort að hátíðahöldum og förum út strax obtir morgunkaffið. Fólkið er skrautklætt, ákaf- ^oga margir klæddir þjóðbúningum. Við íslenzku konurnar erum margar klæddar okkar þjóðbún- lngi. Aðalhátíðasvæðið er fyrir framan konungs- böllina. Á stóru svæði hafa verið reistir bekkir, en út frá þeim stendur svo fólkið. Okkur hafa Verið fengin aðgangskort, og getum því sezt nið- Ur og látið fara vel um okkur. Klukkan er rösk- ^ega 10 — fjarlægur hornablástur heyrist, sem kemur nær og nær. Konungurinn kemur út á svalirnar, ásamt krónprinsinum og prinsunum, °g tekur sér þar stöðu. Skólaskrúðgangan fer lð- JTJNl brátt að hefjast, og gengur hver skóli framhjá konunginum, með söng og hornablæstri, hver með sinn sérstaka fána og flestir í sérstökum búningi. Mig minnir, að mér væri sagt, að skól- arnir væru á þriðja hundrað, sem þátt tækju í skrúðgöngunni, en síðastir fara hinir nýbökuðu stúdentar, — að minnsta kosti stendur skrúð- gangan yfir í tvo klukkutíma, og alltaf stend- ur konungurinn, sem er um áttrætt, teinréttur og hreyfingarlaus, nema hvað hann tekur ofan um leið og hver nýr skóli gengur framhjá. Eftir skrúðgöngurnar er safnast saman fyrir framan Stúdentahöllina og þar syngur stúdentakórinn nokkur lög og síðasta lagið er þjóðsöngurinn: ,,Ja, vi elsker dette landet“. Þá er aftur safnast saman og horft á skrúðgöngur einstakra héraða Noregs, og þar kennir marglitra búninga. Sögur Björnsons líða um huga minn, er ég horfi á skrúðgönguna, þarna hugsa ég mér Áslák, Synn- eve Solbakken, Árna og jafnvel Margréti gömlu með klútinn undir hendinni á leið til kirkjunn- ar. Gömul norsk lög heyrast, lög, sem maður kannast við frá barnæsku. Einhver úr skrúð- göngunni hrópar: „Heja íslendingar!“ Hefur þekkt okkur og þjóðbúninginn. Dagurinn hefur liðið fljótt, og við erum farnar að finna til svengdar, en hér er fyrir öllu séð. Norsku konurnar segja, að okkar bíði matur á stúdentagarðinum. Þangað er því haldið, og þar er fyrir fjölmennur kvenna- hópur úr íslandsförinni frá því árinu áður, og þar beið okkar ósvikið veizluborð. Síðar, þetta sama kvöld, var okkur boðið til frú Luice Mohr, hún var ein af Islandskonunum. Og það kvöld var eitt af þeim glöðustu og frjálslegustu er við áttum í allri ferðinni. Þar var spilað og mikið sungið, bæði norsk og íslenzk ættjarðarljóð. Þegar ég svo, nú á eftir, hugsa um þennan dag, 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna, og athuga, hvað einkenndi hann helzt, þá verður svarið skýlaust: það var hátíð. Það var ekki einungis sólskinið, skrautklætt fólk, söngur, hljóðfærasláttur, flögg og skrúðgöngur, nei, há- tíðin lá í loftinu, hún geislaði út frá hverju and- liti. Hún var borin uppi af hæverskri og hávaða- lausri hrifningu fjöldans, sem náði hámarki sínu, er þjóðsöngurinn var sunginn og spilaður. Þessir tveir dagar, er við höfðum yfir að ráða í Osló, áður en þingið hófst, voru strax alveg skipulagðir af norsku móttökunefndinni fyrir okkar hönd. Osló er fögur borg og margt hægt að sjá og skoða, og veðrið hið ákjósanlegasta, 15

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.