19. júní - 19.06.1953, Side 52
3. BORGARALEG OG STJÓRNMÁLALEG RÉTTINDI.
A. Upptaka 16. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar í sátt-
málana, sem fjalla um hagnýting hennar.
Alþjóðakvenréttindafélagið á þingi í Napoli 14.—18.
sept. 1952,
ENDURNÝJAR ályktun þá, sem samþykkt var á þingi
þsss í Amsterdam 1949, þar sem farið er fram á að ríkin
eins fljótt og mögulegt er, samræmi lög sín Mannréttinda-
yfirlýsingunni, og að þessi nýju lög tryggi fullkomið jafn-
rétti hjóna að því er viðkemur nafni, þjóðerni, básetu,
starfsgrein, eignum og börnunum.
LÆTUR í LJÓS þá eindregnu skoðun, að einungis upp-
taka 16. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar, þar sem stend-
ur: „Karlar og konur skulu njóta jafnréttis um
stofnun og slit hjúskapar, svo og í hjónaband-
inu"., uppkast sáttmálans eins og það var undirbúið af
Mannréttindanefndinni, tryggi framkvæmd þessarar álykt-
unar.
ALÞJ.FÉL. HARMAR, að Mannréttindanefnd S. Þ. á átt-
unda fundi sínum tók 16 gr. ekki upp í uppkast það að
Sáttmálum, sem undirbúið var á fundinum.
HARMAR ENN MEIR að kvennanefnd S. Þ. á sjötta fundi
sínum í Geneve 1952 samþ. ekki tillögu borna fram af
fulltrúum frá Brasilíu, Iran, Libanon og Pakistan, sem fór
fram á að 16. gr. Mannréttindayfirlýsingarinnar væri tekin
upp í Sáttmálana.
SKORAR Á Mannréttindanefndina, þegar hún lýkur
starfi sínu við frumvarpið að Sáttmálunum á næsta fundi
sínum að bæta í frumvarpið grein, er tryggi að ákvæði
16. gr. komi til framkvæmda, til þess að giftar konur séu
ekki rændar miklum hluta þess réttar og frelsis, sem hver
maður á heimtingu á samkvæmt Mannréttindayfirlýsing-
unni.
B. Samningar um ríkisfang hjóna.
ALÞJ.FÉL. LÝSIR ÁNÆGJU sinni yfir því að Alþjóða-
laganefnd S. Þ. hefur sett ríkisborgararétt og ríkisfangs-
leysi á dagskrá á fjórða fundi sínum, og að nefndin ætlar
að rannsaka jafnrétti giftra kvenna á þeim fundi.
AÐ þessi nefnd ætlar í samræmi við ályktun sem samþ.
var á þinginu í Amsterdam að rannsaka frumvarpið að
Samningi um ríkisfang hjóna, er tryggi konum og körlum
sama rétt til ríkisfangs.
C. Samningur um stjórnmálalcg réttindi kvenna.
Alþjóðafél. á þingi í Napoli 14.—16 sept. 1952
LÝSIR ánægju sinni yfir því að síðan á þinginu í Amst-
erdam hafa nokkur ný ríki veitt konum stjórnmálarétt-
indi, eða hafa veitt þeim sama rétt og körlum.
SAMT SEM ÁÐUR, með tilliti til þess, að sum ríki hafa
alls ekki veitt konum nein stjórnmálaleg réttindi og önn-
ur aðeins takmarkaðan kosningarétt,
MINNIST fél. með ánægju þeirrar ákvörðunar, er tekin
var á seinasta fundi Efnahags- og Félagsmálanefndar S. Þ.
um að mæla með því, að á næsta Allsherjarþingi verði
Samningur, sá um stjórnmálalegt jafnrétti kvenna, er
kvennanefnd S. Þ. hefur undirbúið, tekinn fyrir til undir-
skriftar og samþykktar.
Samningurinn er á þessa leið:
1. Konur skulu hafa sama rétt til allra. kosninga og
karlmenn.
2. Konur skulu hafa kjörgengi til jafns við karla.
3. Konur skulu hafa rétt til allra opinberra embætta,
og til að gegna embættisskyldum eftir lögum þjóðar-
innar á sama grundvelli og karlar.
LÆTUR í LJÓSI ÞÁ VON að næsta Allsherjarþing S. Þ.
verði við þessum tilmælum Efnahags- og Félagsmálastofn-
unarinnar. (Allsherjarþingið hefur nú samþ. þessar til-
lögur, og 17 ríki undirritað þær, sum þó með nokkrum
fyrirvara. — Þýð.).
D. Stjórnmálaleg réttindi í framkvæmd.
ALÞJÓÐAFÉL. SKORAR Á sambandsfélög sín í ríkjum
þar sem konur þegar hafa hlotið stjórnmálalegt jafnrétti,
að beita sér eindregið fyrir því, að meðlimir þeirra og kon-
ur yfirleitt taki virkan þátt í stjórnmálalífinu, því að það
sé eina ráðið til þess að fá konur kosnar á þing og skip-
aðar til opinberra starfa. Þar sem augsýnilegt er, að þessi
stjórnmálalegu réttindi kvenna eru í mörgum löndum
meira í orði en á borði, skorar félagið á meðlimi sambands-
félaga sinna að taka upp skelegga baráttu fyrir því að
koma konum í skilning um, hversu mikilsvsrt það er, að
þær notfæri sér þessi lagalegu og lýðræðislegu réttindi sín
E. Skipulag ríkja, er nýlega hafa öðlast sjálfsstjórn.
ALÞJÓÐAFÉL. HARMAR mjög, að í ríkjum, sem alveg
nýlega hafa fengið sjálfstjórn, hefur verið sett ákvæði í
stjórnarskrárnar, er meina konum kosningarréttar, og í
einu þeirra er konum synjað um kjörgengi.
VEKUR ATHYGLI á þeirri staðreynd, að samkvæmt
Stofnskránni og Mannréttindayfirlýsingunni eiga allir rétt
til að taka þátt í stjórn föðurlands síns, annaðhvort bein-
línis eða með fulltrúum, kosnum í frjálsum kosningum;
SKORAR Á S. Þ. að gera ráðstafanir til að nema burtu
þessa annmarka, sem eru í andstöðu við stefnu S. Þ. eins
og hún er sett fram í Stofnskránni og Mannréttindayfir-
lýsingunni, til þess að konur í þessum löndum þurfi ekki
að hefja sömu baráttu og kynsystur þeirra í sumum öðrum
löndum hafa orðið að heyja fyrir einföldustu borgaraleg-
um réttindum.
F. Framkvæmd Sáttmála og ályktana S. Þ.
ALÞJÓÐAFÉL. MÆLIST til þess við sambandsfélög sín,
að þau knýi á ríkisstjórnir sínar og fái almenningsálitið
í lið með sér, að efndir verði þeir alþjóðasáttmálar, sem
undirritaðir hafa verið undir umsjón S. Þ., og rannsaki
möguleika á því að koma ályktunum félagsins i fram-
kvæmd.
G. Nefnd um þrælahald.
Með tilliti til þess áhuga sem S. Þ. hafa sýnt vandamálinu
um þrælahald, með því að samþykkja skipun nefndar sér-
fræðinga til þess að rannsaka þetta vandamál; og meður
því að Efnahags- og Félagsmálastofnun S. Þ. hefur sýnt
Alþjóðakvenréttindafélaginu þann heiður að biðja það að
tilnefna einn af meðlimum sínum í nefndina, hvað það
og hefur gert;
HARMAR félagið að skýrsla sérfræðings þess hefur ekki
verið tekin til greina.
19. JÚNÍ
38