19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 5
Forsetafrú
Dóra Þórhallsdóttir
Fædd 23. febrúar 1893
Dáin 10. sept. 1964
Þann 11. september 1964 drúptu fánar í hálfa
stöng um allt Island.
Forsetafrúin, Dóra Þórhallsdóttir, hafði látizt
kvöldið áður á sjötugasta og öðru aldursári. Aldrei
áður hefur slík hjóðarsorg rikt á landi hér. For-
setafrúin hafði um rúmlega tólf ára bil skipað önd-
vegi meðal íslenzkra kvenna, og á ferðum sínum
um landið með forsetanum, hafði hún unnið hug
og hjarta fólksins frá vztu annesjum fram til innstu
dala. Og begar fagna skyldi þjóðhöfðingjum eða
sækja bá heim, kom hún jafnan fram með þeirri
tígulegu reisn, sem henni var eðlileg. Forsetinn
og hún voru svo nátengd í meðvitund þjóðarinnar,
að erfitt var í fyrstu að hugsa sér annað þeirra án
hins. — Fyrir fáum vikum höfðu Reykvíkingar séð
hana glaða og hrausta á svölum Alþingishússins
við hlið manns síns, ef til vill meðal annars vegna
þess áttum við svo bágt með að trúa því, að við
ættum ekki eftir að siá hana framar. Aldrei hygg
ég að nokkrum manni á íslandi hafi hlotnazt svo
miklar samúðarkveðjur og forsetanum, þó að flest-
ar beirra hafi verið bornar fram í hljóði, og hann
19. JÚNÍ
3