19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 11
Kristinn
Ármannsson
rektor
Ég vil þakka félaginu þá sæmd og traust, sem
það sýnir mér með því að leggja fyrir mig þessar
spurningar.
1 upphafi þykir mér rétt að geta þess, að ég
hef haft nokkur kynni af námshæfni stúlkna í
fulla hálfa öld, þar sem ég fyrst í barnaskóla og
menntaskóla hef setið í bekk með stúlkum, en
siðan kennt stórum samskóla og loks veitt hon-
um forstöðu. Af þeirri reynslu, sem ég hef hlotið
í þessu efni, get ég ekki séð, að nokkur megin-
munur sé á námshæfni pilta og stúlkna.
Þá kem ég að því að svara stuttlega spurning-
unum:
Við I. (abc): — Ég tel, að konur ættu að njóta
jafnréttis á öllum þessum sviðum að svo miklu
leyti, sem þær sjálfar óska þess og hafa aðstæður
til þess. Þessu er að vísu enn ábótavant, en ég hygg,
að með auknum skilningi muni þetta breytast.
Við II.: — Ég álít ótvírætt, að þær konur, er
gegnt hafa opinberum störfum, hafi sýnt, að feng-
ur er að því að fá fleiri konur til opinberra starfa.
Við III.: — Ég hygg, að hvort tveggja hái þátt-
töku þeirra í opinberum málum, tregða og skort-
ur á sjálfstrausti þeirra sjálfra, og hins vegar rót-
gróin óvild karla gegn því, að konur fáist við
opinber mál.
Við IV.: — Ég hef ekki fylgzt nægilega með
ritdómum til þess að geta svarað þessari spurningu.
Við V.: — Ég tel jafnnauðsynlegt fyrir þjóð-
félagið að mennta stúlkur eins og pilta.
Við VI.: — Kosningaréttur kvenna er sjálfsagð-
ur og hefur ótvírætt orðið þjóðfélaginu til góðs.
Við I.a.: — Rótgrónar þjóðfélagsvenjur þurfa að
jafnaði alllangan tíma til að taka gagngerðum
breytingum. Ég geri því ekki ráð fyrir, að jafn-
rétti kvenna, t. d. til stöðuveitinga, sé enn að fullu
komið í framkvæmd, enda mun reyndin sanna þá
skoðun.
Við I.b.: — Sama er að segja um fjárhagslegt
jafnrétti í hjónabandinu, sem konur höfðu ekki
áður, enda þótt alltaf hafi verið til konur, sem
vegna sérstakra hæfileika eða skapgerðar voru það,
sem kallað var bæði bóndi og húsfreyja.
Við I.c.: — Sama býst ég við, að gildi á al-
mennum vinnumarkaði, enda þótt konur séu tekn-
ar fram yfir karla við einstök störf. sem henta
þeim mun betur, eða venja er til, að þær ræki
frekar en karlar.
Við II.: — Þar sem ég þekki til, hafa konur
leyst af hendi opinber trúnaðarstörf af meiri sam-
vizkusemi heldur en hægt er að segja um karl-
menn almennt. Ég svara því þessari spurningu hik-
laust játandi.
Við III.: — Lítil þátttaka kvenna í opinberum
málum er að miklu leyti sjálfskaparvíti, ef slík
þátttaka er skoðuð sem keppikefli Ég hygg, að
frekar sé um vanafestu karla í þessum efnum að
ræða heldur en um beina andspyrnu.
Við IV.: — Gagnrýnendur eru af ólíkum mann-
gerðum og surnir undarlega innréttaðir. Ég efast
um, að hægt sé að gefa algilt svar við þessari spurn-
ingu, en hygg þó, að kvenrithöfundur gjaldi frek-
ar en njóti kyns síns. Sumir karlar eru ekki lausir
við vanmetakennd gagnvart mikilhæfum konum.
Við V.: — Menntun er ekki sama sem tileink-
un einstakra þekkingaratriða, er hlýtur að mið-
I 9. JÚNÍ
9