19. júní


19. júní - 19.06.1965, Síða 10

19. júní - 19.06.1965, Síða 10
búðinni áfram. Á þessu sviði er því mjög nauð- synlegt að konur eigi greiðan aðgang að lögfræði- legri leiðbeiningarstöð, enda hefur mæðrastyrktar- nefnd í Reykjavík nú rekið slíka stöð í meir en 30 ár. Við rekstur félagsbús eins og hjónabandið oft- ast er, verður auðvitað annar aðilinn að vera for- svarsmaður út á við, þó að hann sé skyldugur til að leita samþykkis hins aðilans í öllum stærri málum. Gömul venja er, að það sé bóndinn, sem stjórnar að mestu sameiginlegum fjármálum, en frá laganna hálfu væri ekkert því til fyrirstöðu, að konan tæki þetta að sér. Ætti auðvitað að gera sérsamning um meðferð sameiginlegra fjármála við stofnun hjónabandsins. Hér tel ég, að kven- réttindabaráttan standi fyrst og fremst við gamla hefð og venjur og því sérstaklega mikil þörf á fræðslu og leiðbeiningum konunum til handa. II. — Ég tel að þær, „fáu íslenzku konur, sem gegnt hafa opinberum störfum“ hér á landi, hafi yfirleitt gert það með hinni mestu prýði, og að miklu sjaldgæfari séu misfellur á slíku starfi kvenna, heldur en nú á sér stað hjá karlmönnun- um, og á ég þar auðvitað við hlutfallstölu. Að hinu leytinu leyfi ég mér ekki að draga af þessu þá ályktun, að konur ættu sem mest að taka við þessum störfum af karlmönnunum. Einmitt af því hvað konurnar eru fáar er líklegt að um úr- val sé að ræða, bæði að því er snertir hæfileika og áhuga fyrir þeim störfum, sem konurnar hafa valið sér. Ekkert tel ég þó benda til þess, að kon- ur standi hér ekki fyllilega karlmönnunum á sporði. III. — Ég tel á því engan vafa, að hin litla þátt- taka kvenna í opinberum málum stafar að minnsta kosti eins mikið af áhugaleysi kvennanna sjálfra, eins og af mótspyrnu karlmannanna. Mörg dæmi eru um það að konur hafa neitað að láta kjósa sig í opinberar nefndir, svo sem skólanefndir og hrepps- nefndir. Tel ég að þessu mikið tjón, bæði fyrir starfið sjálft og kvennamálefnin í heild. VI. — Ef átt er við með „gagnrýnendur“ þá dóma eða mat, sem lagt er á rithöfunda með út- hlutun listamannalauna árlega, þá fer því víðs fjarri. IConur hafa þar alla jafna verið mjög fyrir borð bornar. Ég er þó alls ekki viss um að það sé aðallega af því að þær eru konur, heldur af hinu, að þær hafa fæstar gerzt handbendi stjórnmála- flokkanna. Eins og allir vita, er úthlutunarnefnd þessara launa kosin pólitískt, og sýnist fyrst og fremst hafa það hlutverk að hver nefndarmaður gæti hagsmuna flokks síns, eða þeirra skálda, sem flokkinn að hyllast. Gengur þetta svo langt, að orð er á því gert, að þegar líklegt má heita og kannske eðlilegt, að maður frá einum stjórnmála- flokknum sé hækkaður, þá verði að semja við ein- hverja hina flokkana um hækkun á manni frá þeim, ef samkomulag á að nást í nefndinni. Til allrar lukku hafa konurnar ekki lent í þessari spillingu og orðið að standa á eigin fótum. Er þó ekki loku fyrir það skotið um eina af skáldkon- um okkar, að hún hafi ýmist verið hækkuð við út- hlutun eitt árið og svo jafnvel alveg strikuð út næsta ár, þegar á daginn kom að hún tók óæski- lega afstöðu í pólitíkinni. Þá er það greinilegt, að kunningsskapur og skyldleiki við þá, sem úthlutun fjárins ráða, hefur mikla þýðingu. Á þessum grundvelli óska ég ekki viðurkenn- ingar handa skáldkonum okkar, tel meira að segja miklu betra fyrir þær að vera í „kerlingaflokkn- um“, sem nú er farið að nefna svo, þar sem les- endurnir dæma sjálfir, án þess að taka nokkurt til- lit til listamannalauna eða ritdóma. Hitt er aftur á móti vitanlega grátlegt, að í ríki listarinnar skuli vera til karl og kona. Fráleitara mat á snillinni er vart hægt að hugsa sér. V. — Ég tel jafnnauðsynlegt að mennta bæði kynin. Ef um langa sérhæfingu er að ræða, verða það sjálfsagt allt af fleiri karlmenn, sem þá leið ganga, en því má ekki gleyma, að á konunni hvílir vandamesta og þýðingarmesta hlutverk mannkyns- ins á hverjum tíma, það er að leggja grundvöll- inn að því, hvernig næsta kynslóð verður úr garði gerð, með uppeldi fyrstu ára barnsins. Til þess að leysa þetta starf vel af hendi, þarf konan menntun og frelsi, i beztu merkingu þessara orða, því aðeins verða börn hennar fær um að taka við hinum ýmsu erfiðu hlutverkum framtíðarinnar. VI. — Ég geng að því vísu að hann hafi orðið þjóðfélaginu til góðs. Vegna kosningaréttarins hafa konurnar farið að hugsa meira um almenn mál, og framlög þeirra til ýmsra menningarmála eru þegar orðin mikil. Annars er kosningarrétturinn frá mínu sjónarmiði réttlætismál, hvaða afleið- ingar, sem hann kann að hafa. Allir menn ættu að vera fæddir með sömu grundvallarréttindum, hver svo sem litarháttur þeirra er eða kynferði. 8 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.