19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 39

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 39
Norræni fundurinn 1964 Fundur kvenréttindafélaga é Norðurlöndum var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 6.-9. sept. 1964. Fundinn sátu 35—40 fulltrúar: Frá Danmörku 12—14, frá Finnlandi 7 (1 áheyrnarfulltrúi frá Færeyjum), 3 frá íslandi, 10 frá Noregi og 4 frá Sviþjóð. Fulltrúar Jslands voru: Anna Sigurðardóttir, Guðrún Ileiðberg og Léra Sigurbjörnsdóttir, allar frá Reykjavík. Fundarefnið var: Hvar stöndum við? (Vi gör status). — Konur á vinnustöðum (Kvinder pS arbejdspladserene). — Hægfara eða róttæk kvenréttinda-hugsjónastefna (Moderat eller radikal kvindeideologi). — Kvenréttindi í reynd (Kvindesag i praksis). — Um hvert efni var flutt alllangt erindi og svo átti einn fulltrúi frá hverju landi að koma með stutt erindi. Anna Sigurðardóttir flutti stutt erindi um þrjú fyrstu málin, en Lára Sigurbjörnsdóttir um það siðasta. Kvöldið þann 7. sept. var almennur fundur haldinn í „Húsi kvenna“ (Kvinderner bygning), þar sem einn full- trúi frá hverju landi flutti 8—10 min. erindi um efnið: Hvað viljum við? (Hvad vil vi?). Af tslands hálfu talaði Lára Sigurbjörnsdóttir. Kaupmannahafnardeildin stóð fyrir þessum fundi og sóttu hann margir, bæði karlar og konur og urðu allmiklar um- ræður á eftir. Daginn eftir voru umræðuefnin þrjú og völdu fulltrúarnir sér efni og skiptust þeir i umræðuhópa. Efnin voru: Al- ])jóðleg samvinna við félögin i heiminum. — Framfæranda- hugtakið. — Fjölskvldubætur. Hver hópur ræddi svo þessi efni, en engar tillögur voru lagðar fram. Gáfust þessar hópræður ágætlega. Síðan var gefið yfirlit yfir alla 3 málflokkana og töluðu þá mnrgir. Kaus Guðrún Heiðberg sér fyrsta málefnið, Anna Sigurðardóttir annað efnið og Lára Siguibjörnsdóttir það þriðja. Yfirleitt komu frain i umræðunum sömu vandamálin og við höfum við að striða. — Ungu fólki er litið kunnugt um kvenréltindi eða jafnréttismálin og sízt körlum. I Noregi sögðu hjúkrunarmenn sig úr félagi hjúkrunar- fólks. Þeir vildu fá hærra kaup. — Ekki væri hægðarleikur fyrir konu að fá háa stöðu, ef karl sækti á móti, þótt konan hefði meiri hæfileika. — Hver fulltrúi rakti í stórum drátt- um, hvernig málin stóðu hjá þeim. Yfirleitt gekk eins og rauður þráður i gegnum allt, hve mikilsvirði væri, að unga íólkið lyki einhverju námi, að það öðlaðist réttindi i einhverju starfi. Mikil áherzla var einnig lögð é endurþjálfun, sérstak- lega mikið unnið að þvi i Noregi. Reynt með þvi, að koma konunum út i atvinnulifið aftur. Fleiri þjóðir en við kjósa að fá önnur orð í stað orðsins kvenréttindi. Það fælir unga fólkið frá, en heiti eins og þjóðfélagsmál eða fjölskylduvandamál yrðu vinsælli. J hófi, er haldið var eitt kvöldið, komu margir gestir, konur frá Dansk Kvindesamfund. Þar voru margar ræður haldnar, og flutti einn fulltrúi frá hverju landi smáræðu. Af Islands liálfu talaði Lára Sigurbjörnsdóttir. Framkvæmdastjóra mótsins, Ritu Knudsen, var fært að gjöf fallegur litill borðlampi. Var það frá fulltrúum mótsins fyrir vel unnin störf. Siðasta daginn um liádegi voru svo fundarslit. Þökkuðu þá fulltrúar af hálfu sinna landa. Fyrir okkar hönd þakkaði Guðrún Heiðberg. Og fór siðan hver til sins heima. L. S. Nú segir Anna Sigurðardóttir litillega frá nokkrum mál- efnum fundarins: Það var mér fagnaðarefni að eiga þess kost, a. m. k. einu sinni á ævinni, að sitja fund með kvenréttindakonum utan landsteinnanna, og þvi er mér það einnig ánægja að fó tækifæri til að segja örlitið um málefni fundarins í blaði islenzkra kvenréttindakvenna. Þótt málefni fundarins væri skipt í fernt með mismun- andi heiti, var það í raun og veru aðeins eilt: Aðslaða kverma í þiöSlífinu. Engar samþykktir voru gerðar, en niðurstaðan var harla bágborir, og verður henni tæplega betur lýst en með orðum Lis Groes, fyrrverandi viðskipta- málaiáðherra Danmerkur, í viðtali við Sigriði Thorlacius i Tímanum 21. febrúar 1965: „ . . . Annars heldur áfram sú óheillaþróun, sem við sjóum í Danmörku, að samtimis því, sem útivinna húsmæðra eykst óðfluga, verða þær i æ ríkari mæli hið ódýra vinnuafl lægstu launaflokka, hið ófaglærða vinnuafl." — Þetta kom greinilegast frarn i erindi Harriet Holter frá Noregi. Hún er í hópi sex visindamanna frá Sviþjóð og Noregi, sem unnu í sameiningu að rannsóknum ó stöðu kvenna i þjóðlífinu. Bókin, sem birtir niðurstöður íannsóknanna, heitir Kvinnors liv och arbete — Kvinners liv og arbeid, og er hún 550 blaðsíður að stærð. Þessi bók, ásamt bók Evu Moberg frá Sviþjóð: Kvinnor och Manniskor, var aðalumræðugrundvöllur fundarins. Erindi Harriet Holter byggðist á rannsóknum hennar, en þær snerta m. a. ríkjandi skoðanir á mismunandi hlut- verki karla og kvenna, hvernig kynferði, uppeldi og um- hverfi móta afstöðu fólks til vinnu utan heimilis og ó heimili og hvaða ástæður liggja til þess, að konur komast siður en katlar í hærri stöður. Þegar bók Evu Moberg kom út árið 1962, vakti hún miklar umræður og deilur, og hafa þær haldið áfram meira og minna, bæði í blöðum og útvarpi á Norðurlöndum. Eva Moberg er öfgafengin í skoðunum og fær öfgar ó móti. Sá hópur kvenna, sem Eva Moberg þekkir bezt, er harla takmaikaður, en það eru einmitt þær, sem bezt skilyrði hafa til þess að nota þau réttindi, sem þær hafa að lögum, þ. e. a. s. háskólamenntaðar konur. En þessar konur halda þvi fram, segir Eva Moberg, að jafnréttið, sem þær ungar höfðu þekkt, hverfi um leið og gengið er í hjónaband. Þessi ummæli sanna bezt, hve jafnvaigið er skammt á veg komið, þar sem það í flestiun tilfeilum nær aðeins að dyr- um eigin heimilis. Það mun hafa verið ætlunin, að Eva Moberg héldi fyrir- lestur á fundinum, en í stað hennar flutti önnur sænsk kona, Monika Boethius erindi um hægfara og róttækar kvenréttindahugsjónastefnur. Munurinn á þessurn tveim 1 9. JÚNÍ 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Undirtitill:
rit Kvenréttindafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-710X
Tungumál:
Árgangar:
66
Fjöldi tölublaða/hefta:
72
Skráðar greinar:
Gefið út:
1951-í dag
Myndað til:
2018
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Kvenréttindafélag Íslands (1951-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Jafnréttismál.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: