19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 40
stefnum er í stórum dráttum sá, að róttœka stefnan vill,
að allar konur taki fullan þátt í atvinnulífi þjóðfélagsins
(þar með talin launuö störf á heimili) og að hjón skipti
jafnt á milli sín heimilisstörfum og barngæzlu, að svo
miklu leyti sem ekki er unnt að kaupa þá vinnu, en hæg-
fara stefnan byggist á því, að konum sé gert kleift að gegna
tvöfiildu hlutverki — vinna úti og jafnframt annast heimili
og börn.
Þær konur, sem ákveðnast fylgja hinni róttæku stefnu,
fara mjög óviðurkvæmilegum orðum um konur, sem ekki
vinna utan heimilis, m. a., að heimakonurnar lifi sem
snýkjudýr á eiginmanninum og þjóðfélaginu og að staða
þeirra á heimilinu geri þírr að andlegum krypplingum. Sumar
þeirra eru andvígar hálfsdagsvinnu fyrir giftar konur. Slik
vinna sé hindrun á jafnréttisbrautinni.
Hægfara kvenréttindastefnan á margt sameiginlegt með
róttæku stefnunni, einkum að því er snertir þau fram-
kvæmdaatriði, sem stuðla að því, að giftar konur geti stund-
að atvinnu utan heimilis, sjálfri sér og fjölskyldunni að
skaðlausu. En áherzla er einkum á það lögð, að konur geti
valið frjálst um starf, en oft er frjálst starfsval háð aðstæð-
um og ríkjaridi skoðunum í hverju landi.
Þegar málfundum lauk, var hópvinnan tekin fyrir. Sá
hópur, sem ég tók þátt í, fjallaði um framfærandahug-
takið.
Ætlunin var, að komast að niðurstöðu um það, hversu
hugtökin framfærandi og framfærður væru víðtæk, hvaða
skilning menn legðu í þessi orð, hver væri framfærandi og
hver væri framfærður, hverriig hugtökin kæmu fram, beint
og óbeint, í löggjöfinni i hverju Norðurlandanna, svo sem
i hjúskaparlögum, félagsmálalöggjöf ýmis konar og skatta-
lögum, og ennfremur i sanibandi við launa- og atvinnu-
mál.
Málið var rætt bæði af áhuga og ákafa, og varð brátt
ljóst, að einn dagur eða svo náði skammt til að komast til
botns í þessu viðtæka og litt kannaða máli. Framfæranda-
hugtakið í dönsku skattalögunum var íyrst efst á baugi,
siðan framfærsluskylda foreldra og barna gagnvart for-
eldrum, en það er aðeins í Finnlandi og á fslandi, sem
börn hafa lögum samkvæmt framfærsluskyldu við foreldra
sína.
Um framfærandahuglakið eins og það kemur fram í mann-
tölum, virtist fáum kunnugt: Ráðskona er sjálfstæður fram-
færandi, hún lifir af eigin atvinnu, sem flokkast undir
persónulega þjónustu í þeim atvinnuvegi, sem ber heitið
þjónustustörf. Giftist hún manninum, sem hún er ráðskona
hjá, segjum að hann sé togaraskipstjóri, ekkjumaður með
bamahóp, hættir hún um leið að vera sjálfstæður fram-
færandi, hættir að lifa á eigin atvinnu, hættir að vera
sjálfstæður skattþegn ). Þrátt fyrir allt þetta
hafa störf hennar ekkert breytzt við giftinguna, en nú er
hún talin framfærð af eiginmanninum. 1 Manntalinu flytzt
hún úr atvinnuveginum Þjónustustörf yfir i FiskveiÖar.
Fyrir brúðkaupið lifði hún af vinnu sinni við heimilisstörf,
en eftir brúðkaupið af vinnu eiginmannsins við fiskveiðar.
Fyrir brúðkaupið var hún framfærandi, en eftir brúðkaupið
er hún framfærð. Fyrir brúðkaupið var hún skattþegn, en
eftir brúðkaupið hvarf nafn hennar af skattskrá.
Þessi hópvinna um framfærandahugtakið var mikilsverð
byrjun.
Frá 20. þingi
alþjóöa kvenréttindafélagsins
sem haldið var í Triest 19. ágúst til
2. september 1964.
Frá Kaupmannahöfn hafði ég samflot með dönsku fulltrú-
unum til Italiu með járnbrautarlest, og þó að það ferðalag
tæki langt um lengri tima, en gert hafði verið ráð fyrir
vegna þrumuveðurs og annarra truflana, var það að mörgu
leyti skemmtilegt.
En þegar í fundarbyrjun mætti okkur sú sorgarsaga, sem
fyrir mér og inörgum öðrum varpaði skugga á allt, sem fram
fór, en það var andlát Dr. Honnu Itydli, sem áður hafði
verið ötull formaður Alþjóðafélagsins í tvö kjörtímabil, frá
1946 til 1952, en þá varð hún að hætta formannsstörfum
vegna þess að hún hafði ráðið sig til fornleifarannsókna á
Indlandi i eitt ár. Dr. Rydh var alveg sérstaklega elskuleg
kona og sterkur persónuleiki, trygglynd með afbrigðum.
„Vánnen Hanna“, skrifaði hún undir bréf sin, og það var
sannarlega engin hræsni. Hún var sannur vinur vina sinna.
Hún dvaldi hér í Reykjavík nokkra daga vorið 1950, hélt þá
fyrirlestur í háskólanum við góða aðsókn og talaði oft um,
að hún ætlaði að koma hingað aftur, þegar hún hefði tima
til þess. En það fór nú svona.
Fundurinn var settur í háskóla borgarinnar með hátíð-
legri viðhöfn líkt og vant er. Borgarstjóri og formaður fé-
lagsins, sem boðið hafði til fundarins Allianza Femminile
Italina, Anna Volli, buðu fundarkonur velkomnar, en aðal-
ræðuna flutti Agda Russel, sænski ambassadorinn í Jugo-
slavíu. (Hún var áður meðlimur í efnahagsmálastofnun Sam-
einuðu jijóðanna). Hún minnti á að samkvæmt Mannrétt-
indaskrá S. Þ. ættu allir að hafa sömu réttindi og sömu
skyldur, hvernig sem kynferði, litarhætti eða trúarbrögðum
þeirra væri háttað. En þó að í mörgum löndum hefðu nú
í 40—50 ár konur haft jafnrélti við karla, liti út fyrir að
hvorki skyldunum eða valdinu væri rétt skipt á milli kynj-
anna.
Hún spurði, hvers vegna eru kvennasamtökin svona gamal-
dags? I staðinn fyrir það að einþlína á sinn eigin gamla
verkahring, ættu konurnar nú að snúa sér út á við -— að
þjóðfélaginu. Konurnar verða nú að vera reiðubúnar að
sýna þann manndóm, að taka að sér að leysa þau þjóð-
félagsvandamál, sem leysa þarf á hverjum tima.
Hún minntist einnig á aðstöðu giftu konunnar í atvinnu-
lifinu og þjóðfélaginu almennt. Fjölskyldan er kjarni þjóð-
félagsins, en börnin tilheyra einnig föðurnum, og ábyrgðin
á umsjón og uppeldi þeirra á að hvíla jafnt á foreldrunum,
ef krafist er takmarkaðs vinnutima (deltidsarbejde) hlýtur
]>að að gilda fyrir báða foreldrana, meðan börnin eru lítil.
Agda Russel hvatti konur til að ganga i pólitisku flokkana
og í verkalýðsfélögin. 1 lj'ðræðisþjóðfélögum væri það eina
38
1 9. JÚNÍ