19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 8
Kosningaréttur kvenna 50 ára
Árið 1881 kemur fyrst fram á Alþingi frumvarp
um að veita konum kosningarétt til sveitastjórna.
Alþingismenn voru margir hlynntir þessu og töldu
fásinnu að binda stjórnréttindi við kynferði. Marð-
ist frv. því í gegn og varð að lögum árið eftir.
Annað hljóð kom í strokkinn, þegar farið var fram
á að konur fengju einnig kjörgengi. Um það er
karpað þing eftir þing, og er sumt af þeim um-
ræðum næsta broslegt. Suma þingmenn hryllir
við þeirri tilhugsun að t. d. í hreppsnefndum sætu
eintómar konur, svo væri það líka alltaf erfitt fyrir
vesalings konurnar að verða að ferðast um sveit-
irnar á vetrardegi í vondum veðrum.
Einn þm. segir: „Það er ekki tilhlökkunarefni
t. d. fyrir gifta menn, að hafa konu sina á Al-
þingi, dóttur í bæjarstjórn og vinnukonuna kannski
lika á öðrum hvorum staðnum“.
Landshöfðinginn bendir á að það kæmi konum
að meira gagni, að þm. útveguðu þeim launa-
jafnrétti, heldur en að vera að „bisa við að útvega
þeim kjörgengi í sveitarstjórnir“.
Kjörgengisrétturinn er þó samþykktur á hverju
þinginu eftir annað, en nær ekki staðfestingu fyrr
en 1902, en ekki fór mikið fyrir því að konur not-
uðu sér þennan rétt, enda var hann ekki almennur,
heldur bundinn vissum skilyrðum, svo sem greiðslu
til sveitarsjóðs o. fl. Það var ekki fyrr en með til-
skipun um nýja tilhögun á bæjarstjórn Reykja-
vikur 1904, að skriður komst á þátttöku kvenna í
sveitarstjórnarmálum. En frá þeim glæsilega sigri
Reykvízkra kvenna hefur áður verið sagt í 19.
júní.
Til þess að konur gætu fengið kosningarrétt og
kjörgengi til Alþingis þurfti stjómarskrárbreyt-
ingu Málið var mikið rætt utan þings og innan,
margir þingmenn voru hræddir við þetta „gönu-
hlaup“, bjuggust við að Alþingishúsið mundi fyll-
ast af kvenfólki. Kvenréttindafélag fslands og Hið
íslenzka kvenfélag héldu fundi um málið og söfn-
uðu 12000 undirskriftum undir áskorun til Al-
þingis um kosningarrétt kvenna. Árið 1911 var svo
frv. um almennan kosningarrétt samþykkt á Al-
þingi, en synjað staðfestingu konungs. 1913 fór
á sömuleið. En 1914 er frv. samþykkt og er þá
greinin um kosningaréttinn svohljóðandi:
„Kosningarétt við óhlutbundnar kosningar til Alþingis hafa
karlar og konur, sem fædd eru hér á landi eða hafa átt
lögheimili s. 1. 5 ár, er kosning fer fram, þó getur enginn
átt kosningarétt, nema hann hafi óflekkað mannorð, hafi
verið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár og sé fjár síns ráð-
andi, eða í skuld fyrir þeginn sveitastyrk. Enn fremur eru
þau skilyrði sett, að hinir nýju kjósendur, konur þær og
karlmenn, er ekki höfðu kosningarétt skv. stjórnskipunar-
lögunum frá 1903 fái ekki rétt þann, er hér um ræðir, öll
í einu, heldur þannig, að þegar seinja á alþingiskjörskrá
í næsta sinn eftir að lög þessu eru komin í gildi, skal setja
á kjörskrá þá nýja kjósendur, sem eru 40 ára eða eldri og
að öðru leyti fullnægja hinum almennu skilyrðum kosn-
ingaréttar. Næsta ór skal á sama liátt bæta við þeim nýju
kjósendum, sem eru 39 ára, og svo lækkar aldurstakmarkið
um eitt ár í hvert sinn til þess er allir kjósendur, konur
sem karlar, hafa nóð kosningarétti svo sem segir í upphafi
þessarar greinar.
Nú hafa hjón með sér óskilinn fjárhag og missir konan
ekki kosningarétt sinn fyrir því. Með sömu skilyrðum hafa
karlar og konur sem eru 35 óra eða eldri kosningarétt til
hlutbundinna kosninga.
Konungur staðfestir svo þessi lög hinn 19. júní
1915. Hvernig konur í Reykjavík fögnuðu þessari
langþráðu réttarbót, er sagt frá á öðrum stað í
þessu blaði.
Fyrstu kosningarnar eftir nýju stjórnarskránni
fóru fram 1916. Heimastjórnarmenn settu þá
Rríetu Bjarnhéðinsdóttur í fjórða sæti á lista sín-
um til landskjörs, en listinn kom ekki nema tveim-
ur mönnum að og hlaut Bríet því annað varasæti
og sat aldrei á Alþingi. Árið 1922 var fyrsta ís-
lenzka konan kosin á þing. Það var Ingibjörg H.
Bjarnason skólastjóri Kvennaskólans. Hún var
landskjörin af kvennalista og sat á þingi til 1930.
1926 stiltu konur enn upp kvennalista með þeim
Bríetu Bjarnhéðinsdóttur og Jónínu Jónatansdóttur,
6
19. JÚNÍ