19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 38
kosningaréltarhreyfing islenzkra kvenna. Fyrsta
lagagrein Hins íslenzka kvenfélags var sii, að fé-
lagið ynni að fullu jafnrétti í öllum málum milli
karla og kvenna, stjórnmálalegum kosningarétti
og kjörgengi, svo og öðrum þeim málum, sem efst
væru á dagskrá þjóðarinnar. 1 annarri grein lag-
anna stóð, að félagið skyldi gefa út ársrit og skyldi
þar jafnan standa ein ritgerð um kvenréttindamál,
sömuleiðis halda tvo fyrirlestra árlega og skyldi
annar þeirra verða um kvenréttindmál.
Árið 1895, sama árið sem Kvennablaðið og
Framsókn voru stofnuð, sendi Hið íslenzka kven-
félag undir forustu Þorbjargar Sveinsdóttur, út
áskorun til Alþingis um jafnrétti í öllum málum,
konum til handa á við karla og skyldu nú konur
undirrita þessa áskorun eða bænarskrá til þings-
ins. Undirskriftir kvennanna urðu 2200, og má
það kallast mikið á þeim tímum.
Á eftir ræðu frú Brietar (sem er mikilsverð
heimild) var sungið kvæði eftir Maríu Jóhanns-
dóttur skáldkonu. Að síðustu hélt svo Ingibjörg
H. Bjarnason ræðu og minntist þar á fyrsta málið,
sem konur beittu sér fyrir í minningu þessara
merku tímamóta, en það var stofnun Landsspítala,
og var þar ekki ráðist í neitt smáfyrirtæki. Sýnir
þetta ljóst, hve stórhuga konur eru í eðli sínu,
fái þær notið sín. Þetta mál hefur verið leitt til
sigurs, eins og öllum landslýð er kunnugt, og þótt
fleiri hafi átt þar hlutdeild að, þá voru það þessar
konur, sem stigu fyrstu sporin. Eftir ræðu Ingi-
bjargar var hrópað ferfallt húrra. Þá segir enn-
fremur í Kvennablaðinu:
„öll þessi athöfn fór sérlega vel fram. Hefur
sjaldan eða aldrei sést svo mikill mannfjöldi í
einu samankominn og aldrei nokkru sinni svo
margar og jafn prúðbúnar konur. Einstöku þeirra
skautuðu. Hjálpaðist að skínandi sólskin, stafa-
logn og gleðibragur á öllum andlitum til að gera
þessa minningarhátíð sem ánægjulegasta.
Um kvöldið kl. 9 komu konur aftur saman í
Iðnó. Voru þar dúkuð borð og skreytt með blóm-
um, ljósum og flöggum. Voru íslenzku litirnir og
íslenzku flöggin yfirgnæfandi, bæði á borðum og
uppi í salnum. öllum var heimilt að koma þar
sein vildu. Var veitt aðeins kaffi, te, mjólk og gos-
drykkir. Mátti þar sjá konur af öllum stéttum,
bæði ungar og gamlar. Vmsar ræður voru haldnar
og sungið á milli. — Hélzt gleðskapurinn til kl.
12 á miðnætti. — Morguninn eftir kom eftirfylgj-
andi skeyti frá konungi til nefndarinnar:
„Dronningen og jeg bringer islandske Kvinder
vor hjærtelige Tak og Genhilsen.
Christian R.“
Til þess að standast kostnaðinn af hátíðahöld-
unum höfðu konurnar selt merki fyrir 10 aura
og prentaða dagskrá fundaiins fyrir 10 aura, sem
har mest allan kostnaðinn.
Að siðustu samþykkti forstöðunefndin að allar
fundargerðir, ávörp og símskeyti viðvíkjandi þess-
ari hátið skyldu innfærast í sérstaka fundarbók,
sem svo væri afhent Landsskjalasafninu til minn-
ingar um þennan dag. Mundi ýmsum konum á
komandi öldum þykja fróðlegt að sjá, hvernig
vér hefðum tekið þessum pólitisku réttindum í
fyrsta sinni, er vér fengum þau.“
F.ítir þetta fóru heillaóskir að berast að úr ýms-
um áttum, bæði frá erlendum kvennasamtökum
og innlendum, og skvldu þær óskir allar geymdar
í sérstakri bók í Landsskjalasafninu.
Kveðjur bárust frá Kvenfélagi Iiúsavíkur, kon-
um á Stokkseyri, Kvenfélagi Eyrarbakka. Þar höfðu
konur líka fagnað þessum unna sigri. Heillaóskir
bárust einnig frá Sænska kosningarréttar lands-
félaginu og frá Kvenréttindafélagi Finnlands —
„Unionen“ — og víðar að.
Siðan hafa réttindamál kvenna þróast sí og æ
fyrir atorku margra mætra kvenna, og má þar
telja fremsta í flokki Brietu Bjarnhéðinsdóttur,
eins og flestum er kunnugt. Svo er það dóttir henn-
ar, Laufey Valdimarsdóttir, sem við starfinu tek-
ur, og það er einmitt hún, sem er fyrsti kvcn-
stúdentinn, sem situr i skólabekkjum Menntaskól-
ans og útskrifaðist þaðan árið 1910. Síðan komu
hver af annarri og margar þeirra innrituðust í
Háskóla Islands eftir að hann var stofnaður 1911
og luku þaðan prófi. Svo var það hinn 5. april
1928 að 6 íslenzkar háskólakonur komu saman og
stofnuðu Félag íslenzkra háskólakvenna og var
dr. phil. Björg Þorláksson formaður þess, en aðrar
í stjórn þess voru Katrín Thoroddsen og Anna
Bjarnadóttir. Svo var, tveimur árum síðar í tengsl-
um við fyrrnefnt félag, stofnað Kvenstúdentafélag
íslands.
Þetta sundurlausa yfirlit, sem ég að mestu hef
tekið saman úr Kvennablaðinu 16. júlí 1915, vona
ég samt að megi leiða það i ljós, að íslenzkar konu
gátu þó loksins vaknað af sinum þyrnirósusvefni,
þegar hinir frjálslvndu kóngssynir vorir sýndu þá
djörfung að vekja þær, og það svo að þær glað-
vöknuðu.
36
1 9. JÚNÍ