19. júní


19. júní - 19.06.1965, Síða 27

19. júní - 19.06.1965, Síða 27
Þrenn Nóbelsverðlaun Þrjár konur Á umliðnum árum hafa þrjár konur hlotið Nóbelsverðlaun í efnafræði, þær Marie Sklo- dowska Curie, sem auk þess hlaut verðlaunin í eðlisfræði ásamt manni sínum og einum öðrum eðlisfræðingi, dóttir hennar Irene Joliot-Curie, og nú siðast Dorothy Crowfoot-Hodgkin frá Oxford. Þær hafa allar þrjár starfað á mörkunum milli efnafræði og eðlisfræði, en það starfssvið er mjög lorvelt viðfangs. Og allar hafa þær fengizt við til- raunir með geislavirk efni. Marie Curie uppgötvaði radium og heppnaðist að einangra þetta sjaldgæfa frumefni. Af sex tonn- um af málmgrýti fékkst einn tíundi úr grammi af radíum. Hin feiknarmikla hagnýta, fræðilega og fjárhagslega þýðing radiums varð strax aug- ljós, en Curiehjónin hliðruðu sér hjá því að fá einkaleyfi á framleiðsluaðferðinni. Þau voru bæði róttæk í lífsskoðunum sínum. Hún var auk þess pólsk og eldheitur ættjarðar- og frelsisvinur. Iréne, dóttir Marie Curie var gift Fréderic Joliot, fyrsta formanni heimsfriðarráðsins. Hún var einn- ig róttæk í öllum skoðunum og einlægur friðar- vinur. Bæði hún og maður hennar voru nemendur Marie Curie og þeim tókst að framleiða geislavirk frumefni, sem hafa, eins og radium, mikla læknis- fræðilega og vísindalega þýðingu. Dorothy Crowfoot Hodgkin er nemandi J. D. Bernal, núverandi formanns heimsfriðarráðsins, og hún gegnir mikilvægum störfum í þágu friðar- málanna. Maður hennar er kennari í Ghana og börn hennar eru virkir þátttakendur í viðreisn vanþróuðu landanna í Afríku og á Indlandi. Svo það virðist í fljótu bragði ekki líklegt að hún eyði tíma sínum í neinum fílabeinsturni vísindanna. Framlag hennar til visinda er öllu öðru fremur bundið við rannsóknir á sameiningu penisillíns og vitamins B-12. Og það hefur gerzt með aðstoð röntgengeisla. Röntgengeislarnir eru eins og venju- legt ljós, rafsegulöldur, en sá mikilvægi munur er á, að röntgengeislarnir hafa miklu styttri bylgju- lengd, álika langa og stærð atómanna. Röntgen- geislarnir geta þess vegna brotnað í krystöllum, og síðan farið var að rannsaka byggingu krystallanna, t. d. venjulegra saltkrystalla, eru nú liðin um það bil 50 ár, en með aðstoð þeirra er lika hægt að ákveða legu atómanna í krystallinum. Því flóknari, sem sameindirnar — mólikúlin — eru að samsetningu, þeim mun erfiðara er að reikna út bygginguna, en nú er það hægt með rafreiknun. Dorothy Hodgkin heppnaðist að ákveða byggingu fjölda þýðingarmikilla lifrænna sam- banda penisillíns og vitamins B-12. Árið 1942 hóf hún rannsóknir sínar með peni- sillin og eftir fjögra ára starf hafði hún heppnina með sér. Skortur á vitamin B-12 orsakar illkynj- að blóðleysi — perniciös anemi —. Nauðsynlegur dagskammtur er 0,5-5 milljónasti úr grammi. Það er þess vegna afar þýðingarmikið að þekkja sam- setningu á vitamín B-12. Og það heppnaðist árið 1956 eftir 8 ára starf. Það segir sig sjálft, að þekkingin á byggingu efna- 1 9. JÚNÍ 25.

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.