19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 12
ast við nauðsynlegan undirbúning að sérhæfðu
starfi. Menntun tekur ekki hvað sízt til heilbrigðs
mats á andlegum verðmætum og vegna sérstöðu
konunnar sem uppalanda kynslóðanna er jafnvel
enn meiri þörf á gagngerðri menntun kvenna en
karla.
Við VI.: — Konur hafa að jafnaði meiri áhuga
á ýmsum mannúðar- og menningarmálum en
karlar og því tel ég það ótvíræðan gróða fyrir
þjóðfélagið, að konur hafi fullan atkvæðisrétt um
þjóðmál og noti hann.
Jóhanna
Egilsdóttir
I. a.: — Þær hafa þjóðfélagslegt jafnrétti í orði,
en í framkvæmd vantar mikið á að svo sé. — b)
Það mun vera mjög misjafnt og getur verið á báða
bóga. Algengara mun þó vera að húsbóndinn sé
aðal fjárráðamaðurinn, a. m. k. þegar um meiri
háttar ráðstafanir er að ræða. — c) Það vantar
mikið á að jafnrétti sé á vinnumarkaðinum og
gildir það bæði um stöðuveitingar og kaupút-
greiðslur.
II. : — Ég tel að þær fáu konur, sem gengt hafa
hærri opinberum stöðum, hafi yfirleitt gert það
með mestu prýði og að það yrði þjóðfélaginu til
góðs að þátttaka þeirra í opinberum störfum væri
aukin.
III. — Það er hvort tveggju um að kenna og
mættu fleiri konur sína áhuga og framtak í því
efni.
IV. : — Hefi ekki orðið vör við hlutdægni í því
efni.
V. : — Tel rétt og nauðsynlegt að þjóðfélagið
stuðli að menntun allra pilta og stúlkna eftir getu
þeirra og áhuga.
VI. : — Ég tel að kosningaréttur kvenna hafi
orðið til þess að ýmsum félagslegum umbótamál-
um hefur meira verið sinnt en ella væri og náð
fram að ganga vegna beinna og óbeinna áhrifa
þeirra, og hafi kosningaréttur þeirra því orðið þjóð-
félaginu til góðs.
I.a.: — Flestar ef ekki allar íslenzkar konur
hafa alizt upp við þær venjur og skoðanir að
þeirra staður sé á heimilinu. Piltar eru hins vegar
ekki í vafa um að þeirra staður sé úti í atvinnu-
lífinu. Svo rótgrónum þjóðfélagsháttum verður
ekki breytt á skömmum tíma, enda eru margir
hikandi og í vafa um, hve langt skuli ganga í
því að raska þeim. Þessi verkaskipting var hentug
á meðan karlmannsverk kröfðust meiri líkams-
burða en heimilisstörf. Sú staðreynd að líffræði-
legt hlutverk konunnar kostar hana mikinn tima
og orku á bezta starfsaldri hlýtur að leiða til trufl-
unar á æfistarfi hennar út á við, því að þann
hluta æfinnar, sem konan gegnir móðurhlutverki,
held ég að öllum finnist hún verði að slaka á við
þátttöku í atvinnulífinu. Af þessu leiðir að konur
almennt eiga ójafnan leik, ef um það er að ræða
að keppa við karla um háar stöður, völd og hvað
eina, sem krefst þess að menn leggi fram alla
krafta sína og slaki hvergi á í harðri samkeppni.
10
1 9. JÚNÍ