19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 25
fyrir manninum. — Eða var þetta maður? Hver vissi hvað hér gat verið á sveimi í dimmunni? — ,,Gott kvöld“, heyrist sagt með dálítið skrækri karlmannsrödd. Konan tók undir dauðfegin. Þetta var þá hann Jóakim, roskinn maður, grannur, beinaber og þunnur á vangann með mikið úfið hár undir mórauðum hattkúf, sem dreginn var niður á eyru. Jóakim linnti ekki á göngunni og nú gengu þau bæði saman hratt það sem eftir var brekkunnar. Jóakim var málhreifur og lét dæluna ganga: „Þú ert nattúrlega öllu ókunnug hér. Þú hefur víst ekki heyrt um slæðinginn, sem sumir þykjast hafa orðið varir við hérna innar í fjörunni?“ Önei, konan vissi ekki um neinn slæðing. Jóa- kim virtist mjög áfram um að fræða aðkomufólk um ósýnilega íbúa fjörunnar. „Það var hérna um árið, — já, það var rétt eftir að ég hætti að róa hjá honum Sigurði í Bótinni. í’að lá skip hérna úti á firðinum. Sko, það var Englendingur. Þeir lágu þarna heilan dag og voru víst að skemmta sér eða ég veit ekki livað. Allir blindfullir, skilurðu. Maður heyrði öskrin og lætin i land. I3á settu þeir loksins út bát. Hafa ætlað áð komast í þorpið. Hvað annað! Allt í tómri vitleysu. Það var svo sem ekki neitt slæmt veður, en þó rauk hann upp á firðinum annað slagið. Gekk á með hryðjum en gott á milli. t’eir lentu í einni rokunni, hvolfdi undir eins miðja vegu milli skips og lands. Komust snöggvast á kjöl. Það stóð nú ekki lengi. — Blessuð vertu. — Þeir fórust þarna allir, átta menn. Mikil skelfing! — Og svo rak þá nær undir eins. Hann stóð á land, veðrið skilurðu. Og aðfall“. Jóakim gerði hlé á frásögunni. Þau voru komin langt fram hjá kirkjugarðinum, alveg að vegamótunum, þar sem gatan lá upp í holtið, heim að húsi konunnar. Jóakim nam staðar. Ljósin í stofugluggum hans sáust nokkuð langt undan. Hér innarfrá var veð- urnæmara en niðri á eyrinni. Vindurinn kom æð- andi ofan af fjallinu, renndi sér eftir grýttum döl- um ýlfraði í giljum Dökka fjöruna bar við löð- urhvítar bárur, sem glytti á í skímunni fra ljósi i kofa rétt við flæðarmálið. Jóakim sneri sér að konunni. Hvin hélt að hann ætlaði að bjóða henni fylgd inn eftir holtinu. „Já, það fór nú svona. En hvað heldurðu. öll likin, átta saman rak upp á sama stað, og þaðan \oru þau borin upp á veginn. Allir lagðir í röð á götuna“. Jóakim hallaði undir flatt og gægðist framan í konuna, eins og til þess að sjá hvernig henni lík- aði sagan. „Það eru margir, sem hafa fundið til ónota á þeim stað — já, sumir hafa beinlínis séð þá standa þar — en það hafa bara verið skyggnir menn, sem sáu þvílikt“. Jóakim þagnaði snöggvast. Síðan sté hann fram á fótinn, eins og til þess að búa sig undir að taka sprett. „En staðurinn þar sem þeir voru lagðir — átta lik — það er einmitt sá blettur, sem við mi stönd- um á — og vertu nú sæl“. Jóakim var þotinn af stað inn eftir veginum og hvarf út í myrkrið, áður en konan hafði almenni- lega áttað sig. Veðurdynurinn innan úr dölunum virtist hafa aukizt og kom í kviðum, eins og þung mæðisog. Stundum stóð veðrið eins og á öndinni. Þá var allt kyrrt og þögullt andartak. Brimgnýrinn frá Hörðu- söndum heyrðist í fjarska. Þungur og jafn dunaði hann um myrkt loftið. Konunni varð ósjálfrátt litið ofan af bakkanum niður í fjöruna. Siðustu orð Jóakims læstu sig um huga hennar. — Átta lík! Guð minn góður! Hvað var að kvika þarna niðri i fjörunni! Einhverjar þústur voru þarna á hreyf- ingu. Hún heyrði glamra lágt í fjörugrjótinu eins og gengið væri óeðlilega léttum skrefum. Óhugn- aður myrkfælninnar lagðist yfir hana eins og farg. Hálfkvikur nár. Svona hlaut skóhljóð hinna dauðu að heyrast. Óttinn lamaði hverja skýra hugsun. Ivonan þorði ekki að hreyfa sig úr stað af hræðslu við að missa stjórn á sjálfri sér, fara að hlaupa, æða beint af augum burtu frá þessum ömurlega stað, eitthvað út í myrkrið. Stormhrina kom æðandi ofan holtið, rykkti í kápuna hennar, svo að hún varð að halla sér í veðrið til þess að hrekjast ekki undan. Þessi glíma við storminn hressti hana. Hún reif sig út af álaga- blettinum, út af götunni, alveg fram á sjávar- kambinn. Hvað voru þessir friðlausu andar að vilja henni? Hún beit saman tönnunum og hleypti í sig hörku. Hún skildi sigrast á þessum lamandi ótta. Kannski voru þeir að leita eftir fvrirbænum hennar? — Löngu stefi eftir séra Hallgrím skaut upp í hug- anum: ,,Þá mun ásókn illra anda ei hið minnsta kunna að granda — 1 9. JÚNÍ 23.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: