19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 9
en þá virðist sem íslenzkar konur hafi verið búnar að gleyma því, að Bríet hafði lengst barizt fyrir rétti þeirra, því að listinn fékk ekki nema 489 atkv. og kom engum að. 1930 var Guðrún Lárusdóttir kosin á þing og sat á þingi til dauðadags 1938. 1916 var Katrín Thoroddsen læknir kosin á þing og átti þar sæti til 1949. 1949 voru þær Kristín L. Sigurðardóttir hús- freyja og Rannveig Þorsteinsdóttir lögfræðingur kosnar á þing og sátu til 1953. 1953—1959 átti engin kona sæti á Alþingi. 1959 eru þær lögfræðingarnir Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir kosnar og sitja til 1963. Síðan hefur Auður Auðuns verið eina konan, sem sæti hefur átt á Alþingi, en nokkrar konur hafa setið á þingi um stundar sakir sem varamenn. Þegar litið er á þessar staðreyndir um pólitíska þátttöku kvenna, ein kona á Alþingi og aldrei hef- ur nein komist í ráðherrastól, virðist manni óneit- anlega ótti þingmanna við pilsaþyt á Alþingi og í sveitarstjórnum dálítið broslegur, eða kannske öllu heldur grátbroslegur. En vangaveltur út af þessu skulu felldar niður að sinni. Ofurlítil skoðanakönnun um jafnrétti kynjanna hefur verið látin fara fram og eftirfarandi spurn- ingar lagðar fyrir fimm konur og karla: I. Teljið þér, að íslenzkar konur hafi: a) Þjóðfélagslegt jafnrétti? (T. d. möguleika til stöðuhækkunar), b) fjárhagslegt jafnrétti í hjónabandinu? c) jafnrétti á vinnumarkaðinum? II. Teljið þér, að þær fáu íslenzku konur, sem gegnt hafa opinberum störfum, hafi leyst þau þannig af hendi, að æskilegt sé, að starfsemi kvenna á þeim vettvangi fari vaxandi í framtíðinni? III. Teljið þér, að lítil þátttaka kvenna í opinberum málum stafi fremur af tregðu og áhugaleysi kvennanna sjálfra en af mótspyrnu karla við að fela þeim þessi störf? IV. Teljið þér, að gagnrýnendur leggi sama mæli- kvarða á ritverk karla og kvenna? V. Teljið þér nauðsynlegra fyrir þjóðfélagið að mennta pilta en stúlkur? VI. Teljið þér, að kosningaréttur kvenna hafi orðið þjóðfélaginu til góðs eða ills? Spurningum þeim, sem K. R. F. I. sendi mér, svara ég á eftirfarandi hátt: I. — íslenzkar konur hafa samkvæmt núgild- andi lögum þjóðfélagslegt jafnrétti við karlmenn. Þær eiga einnig að hafa fjárhagslegt jafnrétti í hjónabandinu, en á vinnumarkaðinum mun enn talsvert vanta á slíkt jafnrétti, og munu þó flestir játa, að fyrir sömu vinnu beri að greiða báðum kynjum sömu laun. Hvað viðvíkur möguleikann til stöðuhækkunar er ég í engum vafa um, að lögin eru oft sniðgeng- in karlmönnunum í hag og tel ég mikla nauðsyn bera til, að kvennasamtökin séu vel á verði, og aðstoði konur við að ná rétti sínum á því sviði, en þá þurfa konurnar sjálfar að óska eftir slíkri aðstoð. Hið sama má segja um fjárhagslegt jafnrétti hjónabandsins. Ef konan sjálf gætir ekki réttar síns, er erfitt fyrir aðra að blanda sér í einkamál hennar, ekki sízt þar sem um jafn viðkvæmt sam- band er að ræða og hjónabandið er. Gamlar venj- ur og oft almenningsálit sömuleiðis eru karlmann- inum hér alveg hliðholl og draga kjark úr kon- unni, enda leggur hún varla út í fjármálabaráttu við eiginmanninn, á meðan hún vill halda sam- 1 9. JÚNÍ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: