19. júní


19. júní - 19.06.1965, Síða 7

19. júní - 19.06.1965, Síða 7
ANNA BORG FÆDD 30. JÚLl 1903. — DÁIN 14. APRlL 1963. Gott er að eiga góðar minningar um þá, sem eru horfnir héðan. Þær, sem við hér eigum um leikkonuna önnu Borg eru margar og góðar, þrátt fyrir það að hún fluttist snemma til Danmerkur og helgaði sig leikstörfum við dönsk leikhús. Hing- að kom hún oftsinnis og lék hér, t. d. 1930 hlut- verk Höilu í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, „Fjalla-Eyvindur“. Enn eru margir sem muna leik hennar árið 1923, er hún lék í „Einu sinni var. . . .“ eftir Holger Drachmann á móti danska leikaranum Adam Poulsen. Það var einmitt fyrir atbeina hans að Anna Borg fór til Danmerkur og hóf leiknám i skóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn 1925. Sitt fyrsta hlutverk sem starfandi leikkona við það leikhús, lék hún 1929, í tveggja manna leikriti, „Galgemanden“. Mót- leikari hennar var Poul Reumert og ári siðar léku þau sama leikrit hér í Iðnó og 1938 komu þau hjónin hingað og léku „Það er kominn dagur“ og „Tovaritsch“. Anna Borg starfaði við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn frá 1928 til æviloka, þó að und- anskildum árunum 1933—38, er hún réðist til Dagmar-leikhússins. Henni féll einkar vel að túlka hlutverk í harmleikum og lék því mikið í leik- ritum eftir Strindherg, Ihsen og Kaj Munk. Hlut- verk Steinunnar í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, „Galdra-Loftur“, lék hún á sviði Konunglega leik- hússins og stjórnaði leikritinu „Fjalla-Eyvindur“, er það var flutt í danska útvarpið. Auk þessa tók Anna Borg virkan þátt í félags- málum danskra leikara og átti sinn þátt í því, að danskir leikarar komu sér upp sérstökum lífeyris- sjóði. Leikstjóri og kennari við danska Óperuleik- húsið var hún ráðin 1955 og gegndi því starfi með mikilli prýði, og er þess að minnast hve vel tókst, er islenzki söngvarinn Magnús Jónsson kom þar fyrst fram á sjónarsviðið i apríl 1958 í óper- unni „II Trovatore“. Heimsókn þeirra hjóna, Önnu Borg og Poul Reumerts, haustið 1963 á vegum Norræna félags- ins er flestum í fersku minni. Anna Borg flutti þar ljóðið „Svanirnir fimm“ eftir Hans Hartvig Se- dorf Petersen og einnig sögu Gunnars Gunnars- sonar „Lille Snjólfur og store Snjólfur“. Og kvöld- inu lauk með því að þau hjónin léku atriði úr síð- asta þætti „Fjalla-Eyvindar“ og áheyrendur fögn- uðu þeim með slíkri alúð og hlýju, að seint gleym- ist þeim er þar voru. Hildur Kalman. 1 9. Júní 5

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.