19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 13

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 13
Eins og nú háttar finnst mörgum konum það ekki nóg ævistarf að ala upp og annast börn sín, ævin er orðin svo löng. Því leita nú æ fleiri konur út í atvinnulífið. En fæstar koma þangað ennþá með sama hugarfari og karlar: Því að gera sér atvinn- una að æfistarfi. Konur skortir þvi stundum bæði undirbúning og starfsþjálfun, og þær sem hafa hvort tveggja, gjalda hinna, eru ekki taldar eins traustur vinnukraftur og karlar, enda þótt þær reyni að sanna að svo sé. Á meðan ungar stúlkur alast upp við þær skoðanir, að óþarft sé að þær búi sig undir að skipa annan sess í þjóðfélaginu en að vera húsmæður, öðlast þær ekki jafnrétti á vinnumarkaði. I.b.: — Víðast mun tíðkast að konan ráðstafi meiri hluta af tekjum heimilisins, leiðir það af þeirri verkaskiptingu, sem algengust er nú. Ef það er talið til forréttinda að velja daglegar neyzlu- vörur heimilanna, þá hefur karlmaðurinn þar ekki jafnan rétt og konan: þótt hann kaupi mjólkina á sunnudögum, ræður hann trúlega ekki, hve margir lítrar eru keyptir. Af fyrnefndri verka- skiptingu leiðir einnig, að karlar hljóta að taka margar ákvarðanir um viðskiptamál, án þess að hafa um það samráð við konur sínar, og sama máli gegnir um þær konur, sem stunda sjálfstæð- an atvinnurekstur, þær bera ekki hvað eina undir menn sína. I. c.: — Svarað undir a-lið. II. : — Til þess að svara þessari spurningu þarf að gera könnun og samanburð á embættisferli ís- lenzkra kvenna og jafn margra karla í samsvar- andi stöðum; og nægði þó naumast. Konurnar eru ekki nógu margar til þess að hægt sé að fá saman- burðarhæft úrval. Ef konur almennt væru jafn fúsar, og vel til þess búnar hvað menntun og lífsviðhorf snertir og karlar að sinna þessum málum, væri úr að velja allt að helmingi stærri hóp hæfra manna, og ætti þá að vera auðveldara að sneiða hjá þeim miður hæfu. III. : — Ef konur almennt hefðu brennandi áhuga fyrir því að starfa að opinberum málum, og þær hæfustu væru til þess fúsar, held ég að ekki stæði á að því yrði tekið fegins hendi. Oft virðist ekki vera um auðugan garð að gresja, þeg- ar leitað er eftir fólki, sem vill taka á sig ábyrgð, eril og stundum vanþakklæti, sem því fylgir að sinna tímafrekum störfum í almennigs þágu. IV. : — Veit ekki. Ætla mætti að þar gætti sömu viðhorfa og þegar fullorðnir meta verk bama, til- hneigingar til að dæma þau vægar, eða taka þau naumast alvarlega. V. : — Ég vil ekki fyrst og fremst spyrja um þarfir þjóðfélagsins, en lýsa þeirri skoðun minni, að fátt muni hverjum einstaklingi nauðsynlegra, til þess að ná persónulegum og jafnframt félags- legum þroska, en það að eiga kost á að njóta þeirr- ar menntunar, sem hann er hæfur til að þiggja. Mér er sú hugsun einkar ógeðfelld, að markmið menntunar sé það eitt, að koma hæfileikum manna í verð, til þess að auka ytri velmegun í þjóðfé- laginu. VII.: — Svona má ekki spyrja. Réttindabarátta nýlenduþjóða, blökkumanna, kvenna eða hvers þess hóps, sem beittur hefur verið misrétti, er háð á þeim forsendum, að öllum mönnum beri sami réttur og að misrétti sé engum til góðs. Ef að hjá þér sorgin sest sinn á tignarstólinn — tak hana þá sem góðan gest gefur hún fræðin dýpst og mest. Það er sagt, að það sé bezti skólinn. Hlustaðu vel á hennar klið þó hjarta blæði í sárum. Loks þú finnur líkn og frið, legg þig fram við stafrófið, þó sérhver rún sé glituð gullnum tárum. Halla Loftsdóttir. Dýpstu hljóma hjartað dylur heimsins glaumi og umbylting, þessa óma þögnin skilur — það er heilög samstilling. Halla Loftsdóttir. 1 9. JÚNÍ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: