19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 29

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 29
Hlutverk barnaverndarnefndar er margþætt, í fyrsta lagi er það fólgið í eftirliti með aðbúð barna og unglinga, bæði á heimilum og út á við. 1 öðru lagi eiga nefndirnar að framkvæma breyt- ingar á högum barna, þar sem vandræðaástand er og ábendingar eða aðstoð nær ekki tilgangi. Róttækar framkvæmdir eins og að taka börn af foreldrum eða heimilum og útvega þeim nýja forráðamenn og nýtt heilbrigðara umhverfi. Lögin gáfu heimild til þess háttar aðgerða. Þó var oftast viðhaft það orðalag: „Að leitast skuli við“, — ,,að svo miklu leyti sem hægt er“, — „ef þess er kost- ur“, — „kosta kapps um“ o. s. frv. Lengra náðu lögin ekki. Nú hafa þessar lauslegu skylduyfirlýs- ingar verið fjarlægðar og skýlaust ákvæði um hvað gera beri, komið í staðinn. Það er mjög til bóta. Maður getur þó ekki varizt því að sjá að nefnd- irnar geta oftast sáralítið gert, af því að ennþá eru ekki til í landinu þau heimili, sem geta veitt afbrigðilega barninu eða því munaðarlausa það eina, sem það þarfnast, sem sagt öruggt heimili. Nú vitum við að aldrei verður hægt að koma upp barnaheimili eða stofnun, sem tekið gæti við öllum afbrigðum, sem nauðsynlega þyrftu hjálpar. Enda fleiri og fleiri að verða þeirrar skoðunar að ekkert getur bætt börnum íoreldramissir og heim- ilisleysi, nema fóstur við eins líkar aðstæður og hægt er að fá, eðlilegt fjölskylduuppeldi. Þess vegna er það ein aðalkrafa kvennasamtakanna, að gert sé miklu meira í því að finna börnum fósturforeldra og skapa með lögum rétt fóstur- foreldra og öryggi um varanleg tengsl og dvöl barna hjá þeim, án þess þó að ættleiða þurfi börn- in eða breyta um nöfn þeirra. Mæður eru oft ófáanlegar til þess að gefa börn sín til ættleiðingar og nafnabreytinga, þótt þær sjái sér ekki fært að hafa börnin hjá sér, en óski þess að koma þeim í fóstur til frambúðar. Ein aðalkrafa KRFI var því um aukinn rétt fósturforeldra án ættleiðingar. Á siðustu árum hef- ur farið mjög i vöxst að ættleiða börn og þá oft- ast fylgt að börnin hafa breytt um nafn. Ættleið- ingalögin gera þó ekki neinar kröfur til þess, því að í þeim stendur: 10. gr. „I ættleiðingarleyfi má ákveða að kjörbarn kenni sig til kjörforeldris“. 1 okkar fámennu þjóðar fjölskyldu, getur komið til óæskilegra tengsla á milli fólks vegna þess að hinn rétti uppruni og ætt er falin og ekki á vitund við- komandi. Nýju barnaverndarlögin gera ráð fyrir enn 1 9. JÚNÍ ýtarlegri rannsókn á högum og forsendum þeirra er kjörbarn vilja taka. Þar er nú fastar tiltekið að ráðuneytið, barnavei ndarnefnd og sóknarpresti er falið að kjmna sér ýtarlega hið nýja heimili og jafnframt að fylgjast með barninu, eftir að það er komið á heimilið, ef þessum aðiljum þykir þörf á því. Á striðsárunum var það sett í lög, að ógift kona hefði ein algjörlega foreldrarétt yfir óskilgetnu barni sínu. Gæti meira að segja gefið það úr landi, án þess að leita álits eða samþykkis föður. Að- stæður stríðsáranna orsök.uðu að þessi lagaákvæði voru sett. Nú eru þessi ákvæði i augum kvenn- anna sjálfra svo ósanngjörn, að konur vilja breyta þeim, um það hljóðar ein ábending KFRl. I ætt- leiðingarlögum frá 1953 er líka gert ráð fyrir að leita megi álits þess foreldris, sem ekki hefur ráð- stöfunarrétt, sem sé föðurins. Þessi atriði þurfa endurskoðunar hið bráðasta.— I 38. gr. barnavernd- arlaganna er algert nýmæli um greiðslur fyrir börn, sem barnavernd ráðstafar. Þar er gert ráð fyrir að Tryggingastofnunin greiði þrefaldan líf- eyri með börnum innan 7 ára og tvöfaldan með eldri börnum. Ennfremur að frami'ærslusveit barnsins endurgreiði Tryggingarstofnuninni. Engir samningar milli sveitastjórnar um meðgjöf barns- ins komi til greina. Þetta eru stórkostlegar bæt.ur. Með þessu móti er útilokað, að barni sé ráðstafað á það heimili, sem vill taka það fyrir lægra gjald,. þótt nefndin hafi annan stað betri barninu, en fái ekki að nota hann. 39. gr. barnaverndarlaganna er um takmörkun á vinnutíma barna og unglinga, svo og hvaða vinna er óholl og óleyfilegt að fela börnum. Þetta ákvæði er nú fyllra og nákvæmara heldur en í fyrri lögum, og eins er um útivist barna. Lögin gera ráð fyrir að með reglugerð sé ákveðið að takmarka hve mikið fé börn og unglingar hafa í vörzlu sinni. Þetta er líka eitt af ábendingum KRFÍ. 1 Reykja- vik er það mjög áberandi að börn og unglingar hafa oft mikið fé undir höndum, sem gerir þeim kleift að fara óleyfilega á skemmtistaði og kaupa sér daglega „sjoppumat“ i stað þess að fara lieim og borða, þegar kennslu lýkur. Þá er i lögum þessum gerð ný og ýtarleg ráð- stöfun til kvikmyndaeftirlits, er gildi um allt land. Það má segja að það hafi verið nauðsynlegt, þótt hér í Reykjavík komi slíkt litt að notum á meðan sjónvarp í heimahúsum getur sýnt 3. flokks glæpa- myndir livenær sem er og foreldrar sjá ekkert 2 T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: