19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 22
þegar sýningar hætta. Samt held ég að Snæfríður
1 íslandsklukkunni verði mér alltaf kærust. Það
er, ef til vill, fyrst og fremst af því, að hún er
fyrsta verulega stóra og vandasama hlutverkið
mitt, og það fyrsta í Þjóðleikhúsinu. Hún er stór-
brotin, kvenleg og „ólógisk“. Og svo þessi dásam-
legi skáldskapur í öllu verkinu, sem gerir það að
dýrðarheimi.
Hlutverkin eru orðin 79 í allt, þar af 56 hjá
Þjóðleikhúsinu. Flest öll eru þau góðir kunningjar,
sem gaman er að hugsa til, en það kemur þó fyrir,
að ég verð að leika hlutverk, sem ég mundi ekki
óska eftir eða treysta mér í sjálf. Það er töluvert
átak, en stundum hefur það orðið til góðs, eftir
erfiða baráttu, og gefur oft mikla reynslu, þó þau
verði sjaldan góðir kunningjar.
Maggi í Táningaást er hlutverk, sem mér þótti
mjög skemmtilegt. Það var að vísu erfitt, af því að
í því er söngur og dans, en nýstárlegt og hún
táknræn fyrir nútímakonuna.
Inga Þórðardóttir.
Ég kom fyrst fram á sviðið í Iðnó árið 1941
í Revýunni „Nú er það svart, maður“, sem sýnd
var af „Fjalakettinum“. Þar var ég „ein ástands-
pía“. Hvað mörg hlutverk ég hefi leikið, veit ég
ekki, en ég hef fengið tækifæri til að glíma við
margskonar manngerðir, — og tel ég það lán, þó
mismunandi vel hafi mér tekist að íklæða þessar
konur holdi og blóði, og því lifi, sem æskilegt hefði
verið.
Einstaka konur hafa heillað mig með sérkenni-
leik sínum, og hefi ég þá leitast við að skapa „typ-
ur“, sýna kýmni í látbrögðum og gerfi, þegar það
hefur átt við. Stöku sinnum hefur mér fundizt á
áhorfendum, að ég hafi hitt í mark, og er það
ánægjulegasta tilfinning leikarans, að finna þessa
nánu, ósýnilegu snertingu við fólkið.
Aðrar þessara kvenna eru svo margbrotnar og
slyngar, að maður „gatar“ gjörsamlega við fyrstu
kynni, og getur fyllst leiða og jafnvel andúð á
þeim, en við nánari kynningu kemst maður að
raun um, að „hver hefur til síns ágætis nolckuð",
og að lokum verður ef til vill hættan sú, að manni
verður of hlýtt til þessarar konu, tekur of mikið
málstað hennar. Þarna kemur, held ég, eigin eigin-
girni greinilega í ljós: að breiða yfir eða milda
verstu gallana, — galla okkar sjálfra.
Jóhanna Einars í „Uppstigningu“ Sigurðar Nor-
dals var fyrsta stóra hlutverkið mitt. Skýr, einlæg
og umbúðalaust kemur hún til dyranna eins og
hún er klædd. Yndisleg kona, sem ég hef alltaf
dáð og borið virðingu fyrir.
Árið 1950 var ég ráðin við Þjóðleikhúsið, og
mitt fyrsta hlutverk þar var Halla í „Fjalla-Ey-
vindi“. Nú var það stóra sviðið, sem olli nokkrum
erfiðleikum í fyrstu, þó að þessum áfanga væri
náð. Samt vandist þessi breyting furðanlega, og ég
á Þjóðleikhúsinu mikið að þakka fyrir mörg og
margvísleg verkefni.
Þegar kvennablaðið „19. júní“ bað mig að segja
l'rá eftirlætishlutverki mínu, og hvers vegna ég
1æki það fram yfir önnur, átti ég í miklum vanda,
því í raun og veru hef ég ekki tekið eitt hlutverk
fram yfir annað. Ef til vill vegna þess, að ég hef
aldrei átt neitt óskahlutverk.
Sú kona sem mér er einna hugstæðust í þessu
tilefni er: „Hún — Agnes“ í leikritinu „Rekkjan“
oftir Jan De Hartog. Hjúskaparsaga, sem sífellt
20
1 9. JÚNÍ