19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 28

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 28
sambandanna — í þessu tilfelli er það spurningin um sambönd með hundruðum atóma — er stór- kostlega þýðingarmikil, þegar þarf að skýra áhrif þeirra, og ef til vill að reyna að framleiða þau synetiskt (þ. e. sem gerviefni). 1 lofsamlegum blaðagreinum um Dorothy Crow- foot-Hodgkin hefur því verið haldið fram, að hún sé gædd undraverðu hugsæi, miklum viljakrafti, skýrri hugsun, óvenjulegum persónutöfrum og hlýju hjartaþeli. Viðkynning við hana sjálfa stað- festir allt þetta í fyllsta máta. Hún er ein þeirra, sem á undan ganga til þess að leiða mannkvnið fram á við. Og við konurnar í SVK (Svenska kvinnors Vansterförbund) fögnum því að mega færa lesendum vorum kveðju hennar: Það var mjög ána;gjulegt að mæta Andrea Andreen og komast að raun um að við hljótum að hafa staðið saman, aðeins fáein skref hvor frá annarri fyrir fimm árum síðan í Kína. Ég sendi ykkur öllum beztu óskir með það verk, sem við allar verðum að inna af höndum fyrir samstarfinu í heiminum. Dorothr Crowfoot-Hodgkin. (Þýtt úr „Vi kvinnor". — S. E.). Konan, sem Dorothy Crowfoot-Hodgkin getur um í ofangreindu skeyti er Andrea Andreen, fyrr- verandi ritstjóri „Vi kvinnor“. — Hún hefur til skamms tíma verið formaður sænsku kvennasam- takanna. Hún er doktor í læknavísindum og hefur iengi verið í varaforsæti Alþjóðasamtaka lýðræðis- sinnaðra kvenna og látið mikið til sín taka í mann- réttinda- og friðarmálum. Vorið 1960 kom hún hingað til íslands í boði Menningar- og friðar- samtaka islenzkra kvenna og flutti þá fyrirlestur hér um hættuna af vetnissprengjutilraunum, og sér í lagi um eitrun í andrúmsloftinu af stron- tíum 90. Það er ekki úr vegi að geta þess að í marz- mánuði síðastl. sæmdi Elizabeth Bretadrottning Dorothy Crowfoot-Hodgkin heiðursmerkinu Order of Merit. Aðeins ein kona önnur hefur hlotið þessa sæmd, en það var Florence Nigthinggale, fyrir 100 árum. Handhafar þessa brezka heiðursmerkis geta aldrei orðið fleiri en 21 að sinni, nýjar veit- ingar þess fara því aðeins fram, að einhverjir orðu- hafar deyi. Er þeir Churhill og T. S. Elliot féllu írá, voru það þau Dorothy Crowfoot-Hodgkin og tónskáldið Benjamín Britten, sem heiðurinn hlutu. ÞýSandi. Ný lög til verndar börnum og unglingum Kvenréttindafélag Islands hefur á undanförnum árum látið sig mjög skipta lög og rétt barna og unglinga með það fyrir augum að hafa áhrif á þau lög, sem í gildi eru í landinu, til aukins örvggis og til verndar þeim börnum, sem undir þessi lög heyra. Nefnd kvenna hefur nú um nokkur ár setið, og gert breytingartillögur og ábendingar, sem konur hafa álitið nauðsynlegar til þess að tryggja aukið öryggi barna og foreldra. Landsfundur kvenna á síðastliðnu vori sam- þykkti tillögur nefndarinnar til ábendingar um einstök lagaatriði og sendi þau dómsmálaráðuneyt- inu. Þessi atriði Landsnefndar vörðuðu lagabreyt- ingar ýmissa laga, svo sem sifja- og hjónabands- laga, ættleiðingalaga, tryggingalaga og síðast en ekki síst barnaverndarlaga. Nú á 85. löggjafarþingi Alþingis 1964 hefur komið fram nýtt frumvarp til laga um vernd barna og unglinga, sem samþykkt hefur verið til efri deildar samhljóða. Undirbiiningur að þessu nýja frumvarpi hefur verið í hendi nefndar sem menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason skrif- aði á árinu 1961, þeirra sérfróðu manna, um barna- verndarmál sem við eigum meðal okkar. I greinargerð með frumvarpinu gerir nefndin grein fyrir, hvernig hún hagaði störfum, öflun gagna t. d. frá Norðurlöndum og með ýtarlegri rannsókn á framkvæmdum barnaverndarlaga og barnaverndarnefnda hér á landi, og þá helzt í Beykjavík, en það eru nú rúmlega 30 ár síðan lög um vernd barna og unglinga voru fyrst sett á íslandi. Það má því segja að mikil reynsla sé kornin á það, hvernig lögin voru í notkun, hverjir ann- markar komu í Ijós á þeim, og í hverju þau voru orðin úrelt, eftir breyttum lifnaðarháttum og að- stæðum í landinu. Það sýnir okkur þó hvað fyrstu lög okkar voru í mörgu réttlát og góð, að þetta nýja frumvarp er mjög í aðalatriðum það sama. Margar greinar þess teknar upp óbreyttar, aðrar lítt breyttar. Aðal endurbæturnar tel ég vera ein- mitt á þeim liðum, sem KRFI hafa látið sig mestu varða og þótt nauðsynlegar. 26 1 9. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: