19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 32
árs. Þetta gekk allt mjög fljótt og vel, og eftir tvo mánuði lentum við stöllur á flugvellinum í Basel, á fögru haustkvöldi. Þaðan steðjuðum við beinustu leið, auðvitað í leigubíl, að „Basler Kinderspital“. Forstöðukonan tók á móti okkur, góðleg og glöð, vísaði okkur til lierbergis, sem við áttum að hafa saman. Næsta dag fórum við í læknisskoðun og fleira, sem með þurfti, en áttum svo frí í þrjá daga, því að vinna átti að hefjast á mánudegi. Vinna hófst kl. 6.30 að morgni og lauk kl. 6.30 að kvöldi. Ég var ráðin til ræstinga á skurðstofu og átti jafnframt að sjá um málamat læknanna og uppþvott á öllum ílátum á einni barnadeild. Þetta var langur vinnudagur og við óvanar „vinnu“, eftir dvöl okkar á opinberri skrifstofu. En það bætti okkur allt, að viðurgjörningur var hinn bezti og samstarfsfólkið í alla staði gott. Þarna unnum við í fimm mánuði og margt, bæði skoplegt og skemmtilegt dreif á daga okkar. Við vorum orðnar mjög sæmilega talandi á þýzku. En nú fór að vora. Einn góðviðrisdag, þegar við áttum frí, datt okkur í hug, að gaman væri að komast ögn nær ölpunum, sem eru svo heillandi og Svisslendingar láta svo mikið af. Með hálfum huga færðum við þetta í tal við forstöðukonuna okkar ágætu. Hún skildi okkur þegar í stað. Við vorum komn- ar alla leið til Sviss, en að komast þó ekki nær hjarta landsins en að vera innilokaðar í sjúkrahúsi í tólf tíma á sólarhring var ekki gott. Hún gekkst fyrir því að fá breytt atvinnuleyfi okkar, svo að við gátum ráðið okkur á stórt fjalla- hótel í Interlaken, sem er mikill ferðamannabær. Við kvöddum því Basel og okkar ágætu hús- bændur og litum björtum augum fram á næstu mánuði í fjalladýrðinni. Við komum til Interlaken siðla dags, seinni part aprilmánaðar. Veðrið var hráslagalegt, „inn milli fjalla", svo snemma. Ekki voru móttökurnar eins hlýjar og í Basel, en við bárum okkur mannalega. Okkur var sýnt herbergið, pínulítil kompa, með dökkbrúnum hús- gögnum, dökkrósóttu veggfóðri og aðeins köldu vatni í krana. Rúmbálkarnir voru svo háir að helzt hefðum við þurft tröppu til að komast upp í þá. Við litum hvor á aðra og hugsuðum til stóra, bjarta herbergisins, sem við höfðum haft í Basel. Jæja, okkur var sagt að við gætum fengið að borða klukkan sjö, úti í eldhúsi. Ekki var maturinn upp á marga fiska — eða þá eldhúsið — „drottinn minn“, ég hef engin orð til að lýsa því, svo var það gamaldags í alla staði. Eftir matinn fórum við aftur upp og ætluðum að taka lífinu með ró. Að tveim vikum liðnum átti að opna hótelið, en það var eingöngu opið yfir sumarið. Brátt urðum við varar við hræðilegan kulda í herberginu. Við fórum að leita að ofni eða einhverju hitunartæki, en það fyrirfannst ekkert eldfæri í herberginu og engin kynding í „Cha- lettinu", en svo var kumbaldinn nefndur. Hann var byggður 1859 og staðsettur á baklóð, aftan við sjálft hótelið. Eftir því sem á kvöldið leið, varð kuldinn meiri, við skulfum og tókum loks það ráð að fara út og setjast á næsta kaffihúsi. Þar sátum við svo öll næstu kvöld til þess að halda á okkur hita. Þar gátum við fengið stórt glas af sjóðandi súkkulaði, fyrir ótrúlega lágt verð. Fyrsti vinnudagurinn leið fljótt. Næstu daga bættist svo fleira starfsfólk í hópinn. Það voru mest Spánverjar. Það þurfti að þvo alla glugga, taka upp öll húsgögn, gluggatjöld og allt yfirleitt, því að allt var þetta sett niður yfir veturinn. Þetta gekk nú allt slysalaust og heldur fór að hlýna í veðri. Vinnudagurinn var tiu klukkustund- ir og höfðum við því stundum tíma i björtu til þess að skoða okkur um. Interlaken er mjög viðkunnanlegur bær, með 10 þúsund ibúum. Þegar líða fór fram á sumar, varð náttúrufegurðin ofar öllu, sem ég hef séð. Litirnir og gróðurinn verða mér ógleymanlegir. Frá aðalgötu bæjarins blasir við manni „Jung- frau“ hin l'ræga, sem er snævi þakinn fjallstind- ur allan ársins hring. Efst er „Jungfraujoch“. Þar er hæsta skíðastöð heims og þar uppi er verzl- un og býsn selzt þar af minjagripum, eins og geta má nærri. Við fórum langar gönguferðir um nágrennið fyrstu vikurnar, og þar var margt fallegt að sjá og heyra. „Thunarsjór“ og „Brinzarsjór" liggja sitt hvoru megin við bæinn og sigla skemmtiferðaskip þar fram og aftur. Þegar líða tók á sumarið varð allt fullt af ferða- fólki, öll hótel og verzlanir yfirfullar. Nú varð mikið hjá okkur að gera. Við unnum myrkranna á milli, aldrei minna en 15—16 klst. í einu, og ekkert var gert til þess að við fengjum þennan fyrirfram umsamda frídag. Allt slíkt var útilokað. Maturinn var heldur lítilfjörlegur, en ekkert þýddi að kvarta. 1 ► ] 30 1 9. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Undirtitill:
rit Kvenréttindafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-710X
Tungumál:
Árgangar:
66
Fjöldi tölublaða/hefta:
72
Skráðar greinar:
Gefið út:
1951-í dag
Myndað til:
2018
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Kvenréttindafélag Íslands (1951-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Jafnréttismál.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu: 30
https://timarit.is/page/5115015

Tengja á þessa grein: Atvinnuleit í Sviss.
https://timarit.is/gegnir/991004109789706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: