19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 33
Við höfðum alltaf unnið á skrifstofum, og þótti
þetta því óþolandi þrældómur. Vinstúlka mín var
berbergisþerna, en ég vann við matarlyftuna, sem
flutti matinn upp úr eldhúsinu í veitingasalinn.
Þar átti allt að ske á sama augnabliki, svo mat-
urinn kólnaði ekki á leið á borðin. Auðvitað var
ég öll skaðbrennd á höndum. Eftir sex mánuði
hefði ég sjálfsagt farið heim, brennd upp að oln-
bogum.
Húsbændur okkar á þessum stað komu ekki vel
fram við starfsfólk sitt. Eitt og annað fór öðruvísi
en ætlað var. Réttmætum kvörtunum var ekkert
sinnt. Við höfðum gert ráð fyrir að vera þarna í
sex mánuði, en þegar þrir mánuðir voru liðnir,
vildum við fara, úr því að ekki var staðið við neina
samninga við okkur, hvorki um aðbúð, mat né fri.
Við fengum samtal við hótelstýruna og sögðum
henni frá óánægju okkar, og að við vildum fá okk-
ur lausar og fara. Hún var ekkert nema ókurteisin
og vonzkan og sagði að ekki kæmi til mála að
sleppa okkur fyrr en um haustið, og ekki yrði hægt
að bæta eða breyta neitt vinnutíma okkar, frekar
en annarra.
í bræði okkar ákváðum við að strjúka hreinlega.
Það var ekkert auðvelt, því það höfðu margir reynt
á undan okkur og margir verið kyrrsettir. — Með
okkur unnu þarna tveir þýzkir bræður. Annar var
þjónn, en hinn bakari. Þeir reyndust okkur hinir
mestu vinir og án þeirra hefði okkur aldrei tekizt
að strjúka.
Ég átti fri um stund þennan dag og tók ég mig
til og setti niður í hvelli allt okkar hafurtask.
Þegar líða fór á daginn, komu þýzku bræðurnir
heim, og tóku þeir töskurnar okkar inn í herbergi
til sín, út um okkar glugga og inn um sinn, því
að ekkert mátti vitnast. Þetta var algert leyndar-
mál með okkur fjórum. Þeir höfðu bíl og ætluðu
að koma töskunum á lestarstöðina um miðnætti,
eða þegar dimmt var orðið. Sjálfar fórum við með
lest kiukkan 6. Piltarnir urðu því miður þeir einu,
sem við kvöddum. Var það leitt, því að margt af
starfsfólkinu var bezta fólk.
Jæja, ferðinni var heitið til Basel í annað sinn,
í þeirri von að við fengjum aftur vinnu á sjúkra-
húsinu. Ferðin tók þrjá tíma, og allan þann tíma
sátum við eins og á nálum, sveittar og hræddar.
Peningarnir voru orðnir litlir og vegabréfin urðu
eftir, því að hótelstýran hafði neitað að afhenda
okkur þau fyrr en sex mánuðir væru liðnir. —
Áhyggjur af því, hvort töskurnar okkar kæmust á
leiðarenda, iþyngdu líka. Við gátum búizt við öllu
illu, því að ófögur voru orð hótelstýrunnar, þegar
við sögðumst ætla að fara.
Allir bílar á þjóðveginum, hver maður sem gekk
um lestina, allt var grunsamlegt i okkar augum.
Taugarnar voru farnar gjörsamlega. Við vorum
ekkert nema heiðarleikinn og vissum að við höfð-
um brotið samninga og þess vegna leið okkur mjög
illa.
Við komum seint um kvöldið til Basel og feng-
um okkur herbergi á hóteli. Snemma næsta morg-
un þrömmuðum við svo af stað á sjúkrahúsið, og
sögðum alla okkar sögu.
Ekki urðu viðtökurnar síður góðar en í fyrra
skiptið. Við fengum inni á sama augnabliki og
sama góða herbergið og áður, og eftir nokkra daga
fengum við vinnu aftur á sömu stöðum. Vega-
bréfin fengum við nokkru seinna fyrir milligöngu
„konsúlsins“ í Bern.
1 þetta sinn þótti okkur vinnudagur sjúkrahúss-
ins ekki langur, né heldur vinnan erfið. Næstu
þrjá mánuði notuðum við vel, bæði kynntumst
við Basel betunr, þar var gott að vera. Við lærð-
um málið vel og auk þess margt fleira. Við lærð-
um að meta vinnuna og líka frístundirnar. Mér
fannst sjóndeildarhringurinn víkka mikið.
Þótt stundum væri erfiðið mikið, þá verða end-
urminningarnar aðeins betri og bjartari.
Við vorum farnar að hlakka til heimferðar, enda
atvinnuleyfið að renna út. Við kvöddum því Basel
og okkar góðu vini þar með söknuði, og stefndum
heim til Islands á ný.
Mér fannst meira en eitt ár liðið frá því ég
fór að heiman, svo margt hafði á dagana drifið.
Ég ráðlegg stúlkum að leita sér vinnu á fjar-
lægum stöðum. Það eru svo ólíkar kröfur gerðar
til manns. Vinnan er oftast meiri og erfiðari. En
það höfum við áreiðanlega mjög gott af að skilja
og kynnast.
Það er ekki vandalaust að ráða sig til vinnu, sem
maður ekki þekkir og ekki kann. Ef heilsa okkar
hefði ekki verið góð og starfsfólk sjúkrahússins
ekki reynzt okkur sem hollir og góðir vinir, gat
farið illa fyrir okkur, af eintómri fávizku okkar.
1 9. JÚNÍ
31