19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 41
leiðin fyrir borgarana að koma fram áhugamálum sínum,
en nauðsynlegt vegna þjóðfélagsins að karl og kona ynnu
þar saman.
Næsta clag flutti formaðurinn, Eztynn Deraniyagala skýrslu
sína. Fyrir utan stjórnarfundi i London og Stockhólmi hafði
hún heimsótt 15 sambandsfélög í 9 löndum, aðallega i Asiu
og Afríku. Þar eru vandamálin, sem konurnar eru að stríða
við langtum etfiðari en hjá okkur í Evrópu, fjöldinn allur
af fólkinu er livorki læs né skritandi, en eins og ein Afriku-
konan sagði: „Ef þú kennir pilti að lesa. Ja, þá lærir hann
það. En ef stúlka lærir að lesa, |iá kennir hún allri fjöl-
skyldunni".
Eins og kunnugt er, fer starf Alþjóðafélagsins á milli
funda fram í 5 nefndum, sem síðan gera grein fyrir störf-
um sinum. Þar sem ég var eini fulltrúinn frá Islandi, gat
ég ekki setið alla nefndarfundi, því að alltaf voru að minnsta
kosti tvær nefndir að störfum í einu. Þegar rætt var um rétt
óskilgetinna barna og mæðra þeirra, vakti það talsverða at-
hygli (að ég ekki segi undrun hjá sumum), er ég skýrði
frá, hvernig þessum málum væri háttað hjá okkur. Einn
daginn var tekin upp sá gamli siður, að lofa fulltrúunum að
segja frá starfi félaga sinna. En okkur voru skammtaðar 3
mínútur, og miskunnarlaust hringdar niður, þegar þær voru
liðnar. Þetta var því hvorki fugl eða fiskur. Enda sagði
ganila Mrs. Corbett Ashby við mig á eftir, að hún sæi að
þetta væri hringlandi vitlaust fyrirkomulag. Það hefði átt
að gefa okkur 5 minútur og sleppa heldur þýðingunni, því
að allt fór fram á tveimur málum, ensku og frönsku, sem
er ákaflega þreytandi. Sérstaklega kvörtuðu þær, sem skildu
bæði málin.
Formaðurinn, Eztynn Deraniyagala frá Ceylon, lét af störf-
um, en við tók Begum Anwar G. Alimed frá Pakistan. Hún
er gift ambassador Pakistan í Washington D. C. og flytzt
því skrifstofa félagsins þangað.
Triest er mjög fögur, gömul borg, sem hefur um alda-
raðir verið bitbein nágrannarikja. Nú tilheyrir hún ftalíu.
Þar er útileikhús ftá Rómverjatímabilinu og mörg gömul
virki, sem breytt hefur verið í veitinga- og skemmtistaði.
Gestrisni nutum við í ríkum mæli. Svo til á hverju kvöldi
voru veizlur, og ferðalög um hið dásamlega umhverfi borg-
arinnar. Einn dag var farið til Jugoslaviu í boði skipseig-
anda, sem heldur uppi skemmtiferðum þangað. I.andslag og
fólk, er við sáum í þeirri ferð, var mjög líkt eins og í ná-
grenni Triest, nema hvað alls staðar voru á veggjum myndir
af Tito. Ég sagði einu sinni við formanninn, önnu Volli,
að það væri engu líkara en að hún hefði ferðaskrifstofurnar,
borgar- og fylkisstjórana í vasa sinum.
„Blessuð vertu"1, anzaði hún. „Ég vinn fyrir flokkinn, og
því ætlast ég til að flokkurinn vinni fyrir mig, þegar ég
þarf á að halda“.
S. J. M.
Frá félagsstarfi K.R.F.Í.
Starf K.R.F.I. hefur verið svipað og undanfarin ár. Sér-
fróðir menn hafa flutt erindi á félagsfundum um mál, er
snerta hag kvenna, og umræður hafa verið um málin.
Má nefna: Um fóstruskólann, um barnaheimili, samvinna
karla og kvenna, um heimili fyrir einstæðar mæður, mál-
efni K.R.F.f. kynnt ungum konum, frásögn af erlendum
fundum, um krabbamein i legi, konan í atvinnulifinu og
endurþjálfun.
Tillögur og ályktanir voru gerðar um mörg málin og
send viðkomandi yfirvöldum. Ýmsar þingsályktunartillögur
og frumvörp frá Alþingi hafa verið ræddar, og sendar um-
sagnir til Aljiingis jiar að iútandi, svo sem um hámarks-
vinnutima barna, að fóstruskólinn sé tekinn inn í fræðslu-
kerfið, mælt með fæðingarorlofi, um vernd barna og ung-
linga. Send var áskorun til borgarstjórnar Reykjavikur, að
staðið verði við áætlun um byggingu barna- og dagheimila
á árunum 1964—68.
Farið var á fund borgarstjóra Reykjavíkur með tillögu um
heimili fyrir einstæðar mæður.
Aðalfundur K.R.F.f. var haldinn 23. febr. síðastliðinn. Fór
fram kosning varaformanns og stjórnar. Þessar konur hlutu
kosningu: Varaformaður Guðný Helgadóttir og í stjóm
Lóa Kristjánsdóttir, Þóra Einarsdóttir og Sigurveig Guð-
mundsdttir.
Merkjasala Menningar- og minningarsjóðs kvenna var
lialdin og gerði Svafa Þorleifsdóttir grein fyrir reikning-
um sjóðsins. Othlutað hafði verið samanlagt 53 jiús. kr.,
en 14 konur hlutu styrk.
Félagið sá um útvarpsdagskrá tvisvar á árinu; önnur var
fyrir 19. júni og hin vegna Menningar- og minningarsjóðs
kvenna.
Fundir voru haldnir með kvenréttindanefndum í Reykja-
vik og Hafnarfirði.
Anna Sigurðardóttir flutti erindi á vegum K.R.F.Í. hjá
Félagi sjálfstæðiskvenna í Árnessýslu. Var fundurinn hald-
inn i Hveragerði (A. S. hafði flutt jietta erindi á félags-
fundi K.F.R.l. i janúar 1964). Erindið heitir: Jafnrétti—
misrétti.
19. júni hófið fór vel fram og var fjölsótt. Voru þar vel-
flestir fulltrúar 11. landsfundar K.R.F.Í. auk annarra kvenna.
Vms öskemmtiatriði voru, söngur, upplestur og fleira. 1
hófinu var fyrrverandi formaður félagsins, Sigriður J. Magn-
ússon, kjörin heiðursfélagi K.R.F.Í., og var henni afhent
skjal þar að lútandi, þar sem þökkuð voru frábær störf
hennar í 17 ár sem formaður K.F.R.l.
Núverandi stjórn K.R.F.L:
Lára Sigurbjörnsdóttir,
Guðný Helgadóttir,
Lóa Kristjánsdóttir,
Þóra Einarsdóttir,
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Guðbjörg Brynjlfsdóttir,
Guðrún Heiðberg,
Kristín Sigurðardóttir,
Valgerður Gisladóttir.
1 9. JÚNÍ
39