19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 24
REGÍNA ÞÓRÐARDÓTTIR
Frh. af hls. 19.
Raunar hafði ég áður troðið „skáfjalirnar“, bæði
sem barn innan Góðtemplarareglunnar og sem
unglingur. Þá komst frami minn svo hátt að ég
lék bæði í hlöðu og íjárhúsum.
Ég dvaldist á sveitabæ, bar sem mér voru sam-
tímis unglingar með brennandi listaþrá. Utkoman
varð sú að við æfðum og lékum Happið eftir Pál
J. Árdal, og lék ég Valgerði.
Ef leikkona gerir upp á milli hlutverka, tel ég
það ámóta heiðarlegt og að móðir geri upp á milli
barna sinna. Þó fer aldrei svo að eitt hlutverk verði
ekki öðru minnistæðara, og þar vil ég telja Ragn-
heiði Brynjólfsdóttur í Skálholti eftir Guðmund
Kamban. Orsökin til þess að mér þótti innilega
vænt um jómfrú Ragnheiði er engri konu tor-
skilin. Hin stórbrotnu örlög hennar eiga umfram
allt sinn þátt i þvi.
Vinnubrögð mín eru oftast með svipuðum hætti.
Ég geri mér far um að kynnast fyrst og fremst
verkefninu, sem flytja á. Reyni því næst að finna
orsakir og ástæður fyrir manngerðinni, sem ég á
að leika.
Sé um sögulegt leikrit að ræða, les ég og tíni til
allar heimildir, sem ég get aflað mér um viðkom-
andi persónur, reyni síðan að setja mig inn í aldar-
hátt og kjör þess fólks, sem leikritið fjallar um.
Perodiu-leikrit útheimta sinn vissa stíl og það
gera sannarlega okkar gömlu Islenzku leikrit líka.
Það fer illa á því, ef íslenzkar leikkonur glata því
að standa í fótinn á sauðskinnsskóm, en tipla um
á tánum eins og tildursdrósir. Þetta er mælt af
einlægni og á ekkert skjdt við stóradóm.
Mér telst lauslega til að ég hafi leikið um 70
hlutverk, þar af 37 í Þjóðleikhúsinu, en auk þess
hef ég starfað hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Leik-
félagi Akureyrar, Leikfélagi Hafnarfjarðar, og
tvsivar sinnum hafa karlakórar stigið í vænginn
við mig. Ég hef leikið Káthie í Alt Heidelberg, bæði
með karlakórnum Gevsi á Akureyri og Karlakór
Reykjavíkur.
Þegar hugurinn hvarflar til Káthie, get ég ekki
látið hjá líða að minnast þess, hve ég saknaði henn-
ar, þegar við skildum fyrir fullt og allt. En að
skilja við gott hlutverk er á borð við að sjá á bak
góðum vini.
3
iCýU.ruei.Cf
í D I M M U N N 1
Þorpið kúrir undir snarbröttum flugskriðum við
kaldan og djúpan fjörðinn. Fáein hús hnappa sig
saman á malarkambinum eins og æðarkollur í varp-
landi. Næturskugginn vofir yfir á breiðum vængj-
um eins og hræfugl með sultarhljóð haustvindsins
í goggmum.
I vissri átt, suðaustan, heyrist þungur niður yfir
fjöllin. Brimgnýrinn frá Hörðusöndum fyRir loftið
annarlegum hljómi, dimmum og ógnandi, fjarlæg-
um og stundum sefandi.
Einkum á myrkum lognnóttum heyrist þessi ym-
ur og leggst yfir sálina með furðulegri óhugnan og
undarlegum töfrum.
Einmana kvenmaður gengur áleiðis götuna gegn-
um þorpið og inn með firðinum. Langt í fjarska
nóra ljóstýrur í gluggum á lnisaþypingu þar inn-
ar frá. Byggðin er strjál, eins og tölur á sundur-
slitinni festi, sem fleygt hefur verið af fótum fjalls-
ins. Konan herðir gönguna sem mest hún má.
Niðamyrkur er á himni, en hin strjálu ljósker varpa
draugalegri glætu á nöldrandi smábárur við sleipa
hnullunga.
Vegurinn liggur upp bratta brekku. Konan
hægir ósjálfrátt gönguna. Hún veit hvað bíður
þarna uppi á brekkunni. Þar búa hinir dánu undir
ávölum, grænum þúfum í gamla kirkjugarðinum.
Ekki kannast hún við neinn í þessum grafreit, að-
komukona úr fjarlægum stað. Brekkan er löng og
erfið. Svöl gola stendur með fjallshlíðinni beint í
fangið, þrungin sjávarseltu og haustnepju. Þegar
kirkjugarður rís, þá sitja hinir dánu á leiðum sín-
um. —
Slitur úr gamalli þjóðsögu smýgur inn í hugann,
en myrkur er í eyðunum. Konan hægir enn á sér.
Hún kvíðir göngunni, þar sem gatan liggur fast
meðfram kirkjugarðinum, en gínandi sjórinn á
aðra hönd.
Fólatak heyrist langt að baki. Ilún stendur og
hlustar. Hröð og ákveðin skref göngumanns færast
nær og nær. Hún rýnir út í myrkrið og sér móta
22
1 9. JÚNÍ