19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 23
endurtekur sig. Við kynnumst henni tvitugri á brúðkaupskvöldinu hennar. Þá er hún feimin, ást- fangin og óumræðilega hamingiusöm, eins og vera ber. Næst hittum við þau ári síðar, þá er hún barnshafandi að fvrsta barninu, sem hún biður guð að vernda. . . . Síðan sjáum við hana 31 árs, svo 43, og síðast — í lifanda lífi — 55 ára. Á ýmsu hefur að vísu gengið þessi ár, en ástin sameinar þau. — Húsmóðirin og móðirin hefur hún verið og sannur félagi og vinur mannsins síns í blíðu og stríðu, kærleiksrík og sönn, umburðarlynd og sterk í stríði. 55 ára gömul er hún farin að heilsu og finnur dauðann nálgast. Þrengingarnar hafa fært þau nær hvort öðru en nokkru sinni. Hún biður guð að taka á móti þeim báðum: „Því ég get ekki farið það ein“. Hann: „Amen“. — Þrettán árum síðar, —- þá er hann 71 árs, hrumur, ein- mana, einstæðingur, — birtist hún honum og er þá útlits eins og á brúðkaupskvöldinu. Hún er glettin, létt og lokkandi. Hún er komin til þess að sækja hann. — Hann: „Guð. . . .guð er ástin“. Leiklega séð slær þetta hlutverk á svo marga strengi, svo hugljúft og fagurt í mannlegri nekt sinni. Hún er kona hversdagsleikans, konan, sem allar konur kannast við á einhvern hátt og eiga eitthvað sameiginlegt með. Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Fyrstu kynni mín af leiklistinni voru á Siglu- firði meðan ég var búsett þar. Lék þar nokkur hlutverk. Eftir að ég fluttist til Reykjavíkur, kom ég fyrst á „fjalirnar“ í Iðnó 1946 í hlutverki Elín- ar dóttur Helgu í Bræðratungu, í leikritinu „Skál- holt“ eftir Guðmund Kamban. Eftir það ferðaðist ég í þrjú sumur með leikflokknum „Sex í bíl“, sem fór víðsvegar um landið og sýndi á u. þ. b. 30 stöð- um, við mjög misjöfn skibyrði. Flestir félaga minna liöfðu stundað leiknám erlendis og lærði ég mikið af þeim. En ég hafði ekki og hef aldrei stundað nám í neinum leikskóla. Við sýndum miklu víðar en upphaflega var ráðgert. Fólkið bað okkur að koma, okkur var alls staðar mjög vel tekið og mér þótti þetta ákaflega skemmtilegt. Fyrstu árin eftir þetta lék ég aðallega hjá Leik- félagi Reykjavíkur, en þó jafnframt öðru hvoru hjá Þjóðleikhúsinu. Fastráðin varð ég hjá Þjóð- lcikhúsinu árið 1959. Hafði áður verið þar nokk- ur leikár á B-samningi. Fyrsta stóra hlutverkið GuSbjörg Þorbjarnardóttir sem móÖirin í „FaSirinn“ eftir Strindberg. mitt hjá Þjóðleikhúsinu var Snæfriður í Islands- klukkunni, sem ég lék 17 sinnum i forföllum Her- dísar Þorvaldsdóttur. Það er ekki gott að segja, hvaða hlutverk manni er kærast, né heldur get ég lýst þvi, hvernig ég vinn að sköpun persónunnar. Hlutverkið vex og þróast smám saman meðan á æfingum stendur. Það grær í manni, ef svo má segja. Og flest verða þau manni kær, þegar þau eru fullunnin. Þetta er umfram allt vinna og verður fyrst gaman, þegar sýningar hefjast. Af mjög minnisstæðum hlut- verkum get ég þó nefnt t. d. hlutverk móðurinnar í leikritinu „Faðirinn“ eftir Strindberg, „Stromp- leikurinn" eftir Halldór Kiljan Laxness og „Engill, horfðu heim“ eftir Thomas Wolfe. Einnig hef ég leikið nokkur gamanhlutverk og þykir það ekki síður skemmtilegt. Við það að hlut- verkin séu sem fjölbreytilegust fæst mikilsverð þjálfun og leikaranum hættir síður við áð staðna í ákveðnu formi eða stíl. Því fjölbrevttari sem hlutverkin eru, þeim mun lífrænna og um leið skemmtilegra verður starf leikaraná, frá minum bæjardyrum séð. 1 9. JÚNÍ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Undirtitill:
rit Kvenréttindafélags Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-710X
Tungumál:
Árgangar:
66
Fjöldi tölublaða/hefta:
72
Skráðar greinar:
Gefið út:
1951-í dag
Myndað til:
2018
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Kvenréttindafélag Íslands (1951-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Jafnréttismál.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: