19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 36
'LCjnöLir (^mará:
Þegar íslenzkar konur vöknuðu
Nú á þessu vori, þegar 50 ár eru liðin frá því
íslenzkar konur öðluðust kosningarrétt og kjör-
gengi til Alþingis með stjórnarskrárbreytingunni
19. júní 1915, er ekki úr vegi að minnast þess,
hvernig konurnar sjálfar fögnuðu þessum stóra
og mikilsverða áfanga i réttindabaráttu þeirra.
Aðdragandi þess, að réttindamál kvenna yrðu
borin fram til raunverulegs ávinnings var þá orð-
inn langur og ýmislegt hafði á þeim tíma stuðlað
að auknum réttindum og bættum kjörum kvenna,
þótt hægt færi. Á Alþingi 1881 voru samþykkt
lög um kosningarétt allra sjálfstæðra kvenna til
sýslunefnda, bæjarstjórna, hreppsnefnda og safn-
aðarnefnda með sömu skyldum og karlmanna og
1886 var þeim með lögum veitt leyfi til þess að
stunda takmarkað nám í latínuskólanum og taka
stúdentspróf. Þá hóf Páll Briem, amtmaður máls
á því í fyrirlestri, sem hann hélt í Reykjavík 18.
júlí 1885, að konum bæri að fá full pólitísk rétt-
indi. Árið 1891 fluttu þeir Skúli Thoroddsen og
séra Ólafur Ólafsson lagafrumvarp á Alþingi um
kjörgengi sjálfstæðra kvenna í þeim málum, er
þær höfðu kosningarrétt til, og um myndugleika
giftra kvenna og séra Ólafur flutti frumvarp um
rétt kvenna til sama námsstyrks og aðgangs að
menntastofnunum landsins eins og karlmenn. En
öll þessi viðleitni var þá felld.
En það var Skúli Thoroddsen, sem alltaf hélt því
fram að konur ættu að hafa fullt jafnrétti við
karlmenn, og skrifaði um það í Þjóðviljann eftir
að hann var stofnaður 1887. Margir fleiri mætir
menn bættust í hópinn, er töldu að konum bæri
sami réttur og karlmönnum í þjóðfélagsmálum.
Á Alþingi 1911 hélt Jón Sigurðsson á Haukagili,
þingmaður Mýrasýslu, fram fullu jafnrétti kvenna
og flutti snjalla ræðu með frumvarpinu um rétt-
indamál kvenna og komst þannig að orði í lok ræðu
sinnar:
„Aðalatriðið í frumvarpinu er að afnema mis-
réttið milli kvenna og karla og veita konum að-
gang að embættum og skólum. Þetta er svo sjálf-
sagt, að mig furðar á að nokkur hinna hæstvirtu
þingmanna skuli geta fengið af sér að andmæla
þessu. Það er mál til komið að afnema þetta mis-
rétti, þessar gömlu leyfar.“
Flutningsmaður frumvarpsins var Hannes Haf-
stein og var það samþykkt sem lög með 16 at-
kvæðum gegn 5 á alþingi 1911. Var það stærsti
áfanginn sem náðst hafði þar til 19. júní 1915,
þegar þau gleðitíðindi bárust með símanum frá
Kaupmannahöfn, að stjórnarskráin hefði verið sam-
þykkt af konungi og konur öðlast full stjórnmála-
leg réttindi.
1 Kvennablaðinu 21. árgangi, 6. tölublaði, 16.
júlí 1915, er sagt frá þessum unna sigri og við-
brögðum kvennanna, sem þá þegar hófust handa
um undirbúning til fagnaðar þessum miklu rétt-
indabótum. Þar stendur:
„Kvenréttindafélag Islands og Hið islenzka kven-
félag gengust þá fyrir að halda skyldi minningar-
hátíð í þessu tilefni, og fengu með sér formenn
flestra kvenfélaga bæjarins. Kom öllum saman um
að bezt ætti við að þessi minningarhátíð yrði hald-
in samtimis og Alþingi væri sett, 7. júlí síðdegis.
Mikill viðbúnaður var hafður til að gera þessa
hátið sem skemmtilegasta og störfuðu að því marg-
ar nefndir. Austurvöllur var allur fánum skreytt-
um þeim megin, sem vissi að þinghúsinu. Báðum
megin við aðalhlið vallarins voru nýju islenzku
flöggin, og ýmis önnur flögg þar út frá, ræðu-
stóllinn var líka skreyttur íslenzka flagginu. Um
kvöldið átti svo að vera samkoma í stóra salnum
í Iðnó, sem var allur skreyttur fánum og flögg-
um, einkum nýju íslenzku flöggunum (þ. e. þrí-
Jiti fáninn). Þóttust menn ekki hafa séð hann jafn
vel skreyttan áður.
Klukkan 5,30 siðdegis raðaði svo öll fylkingin
sér i Barnaskólagarðinum og hélt af stað. Fremst
gengu 200 litlar ljósklæddar námsmeyjar, allar
með lítil ný íslenzk flögg í höndum sér. Á eftir
kom svo aðalfylkingin, og gengu þrjár konur sam-
hliða. Á undan fór hornaflokkur og lék ýms ís-