19. júní


19. júní - 19.06.1965, Side 14

19. júní - 19.06.1965, Side 14
Gudrún Jónsdóttir frá Skál: Kafli úrferÖasögu Ég vaknaði snemma laugardaginn 3. júlí 1926. Þennan dag ætlaði ég að leggja upp í langferð ásamt Ingibjörgu dóttur Guðmundar Kristjánsson- ar, kennara við Stýrimannaskólann. Þetta var dálítið óvenjulegt ferðalag. Ferða- áætlun okkar var sú að fá hesta austur í Horna- fjörð, en fara svo þaðan gangandi austur og norð- ur um land og alla leið til Reykjavíkur. Árið 1926 voru gönguferðir ekki eins algengar og þær eru nú, eða ferðalög yfirleitt og fannst því flestum þetta fjarstæða hin mesta, en við lét- um það ekki aftra okkur. Ég var smalastúlka aust- an úr Skaftafellssýslu og kveið engu. Ingibjörg var nemandi úr fimmta bekk Menntaskóla Reykja- víkur, 19 ára að aldri. Hún var þess vegna ekki þjálfuð í göngur, en hún átti hugrekki æskunnar og ævintýraþrá og var hvergi smeyk. Seinna giftist þessi hugprúða unga stúlka Þor- valdi Guðmundssyni hótelstjóra, sem flestir kann- ast við. Þegar þetta frásögubrot hefst, erum við staddar austur í Vestri-Garðsauka í Hvolhreppi. Einar hreppstjóri ætlar að láta Sigurð son sinn fylgja okkur austur í Mýrdal. Kona Einars, Þorgerður Jónsdóttir, frændkona min, lánaði mér reiðhest- inn sinn. Hann hét Skjöldur og var undurþýður og viljugur. Veður var hið fegursta, sólskin og logn. Fjalla- sýn var mjög góð, aðeins dálítill þokukúfur á há- tindi Heklu. Fljótshlíðin var fögur í sumarskrúða sínum, engu síður en á dögum Gunnars. Fram undan blasir Eyjafjallajökull við með fannhvítan skallann. Til vinstri handar reynir Þríhyrningur að teygja hornin upp fyrir Fljótshlíðina, en tekst það ekki nema endrum og eins. Hann er ekki eins tigulegur að sjá héðan og frá Hvolhreppnum eða Rangárvöllunum. Magnús í Hólmahjáleigu ætlar að verða sam- ferða austur í Mýrdal. Hann hefur þrjá til reiðar. Sérstaklega verður mér starsýnt á ungan hest, sem hann á, brúnan að lit. Hann virðist vera mesti gæðingur. Yfir Þverá förum við hjá Hellishólum. Þetta voru fyrstu kynni Ingibjargar af stórri jökulsá, en hún var óhrædd og allt gekk vel. Meðan við riðum yfir aura og sanda Þverár og Markarfljóts, rifjuðum við upp kvæðið Gunn- arshólma. Átti það vel við, því að sannarlega „Skein yfir landi, sól á sumarvegi,“ þennan fagra sumardag. Eftir tveggja stunda reið, komum við að Seljalandsfossi. Þar áðum við og gengum upp að fossinum og á bak við hann. Við dáðumst að fegurð fossins, en þó er hann enn þá fegurri síðla dags, þegar sólin skín á hann. Næst áðum við hjá Paradísarhelli, sem er skammt frá bænum Fit, og klifruðum við öll upp í hellinn. Um helli þennan eru ýmsar sagnir, en þekkt- ust mun sagan um Hjalta Magnússon, er uppi var á 16. öld og faldist þar lengi, þegar Páll Vigfús- son lögmaður á Hlíðarenda vildi handtaka hann vegna sambands Hjalta og önnu systur Páls lög- manns. Þeir, sem lesið hafa sögu Jóns Trausta, „önnu á Stóruborg“, kannast við hellinn. Eitthvað er krotað á veggi hellisins, en ekki gát- um við lesið það vegna þess, hve skuggsýnt var þar inni. Gólfið er nokkurn veginn slétt, en hallar 12 1 9. JÚNÍ

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.