19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 17
virzt skilja eða finna á sér, hvort móðirin hafi í
hyggju að fjarlægjast það, þó ekki sé nema hún
ætli að fara út eina kvöldstund. Það er þá oft óró-
legra, á t. d. örðugra með að sofna. Svo stuttur
aðskilnaður er barninu þó vitanlega með öllu hættu-
laus, ef það er að öðru leyti í góðri umsjá. öðru
máli gegnir, ef það hugboð festist með barninu, að
móðir þess yfirgefi það oft, að hún sé löngum f jar-
verandi, eða það njóti alls engrar móðurlegrar
hlýju, annað hvort að það alist ekki upp hjá móður
sinni eða hún af einhverjum ástæðum sinni því af
hirðuleysi og kulda. Það eru ekki allar mæður jafn
umhyggjusamar og ástríkar. Ef barnið var óvel-
komið og móðirin skoðar það sem haft á frelsi sitt,
sem byrði, er á hana sé lögð, þá er hætt við, að
barnið skorti þá öryggiskennd, sem æskileg er til
þess, að geðrænt jafnvægi og samræmi dafni. Minna
tjóni veldur tímabundinn aðskilnaður, sem ytri
nauðsyn heimtar, t. d. ef móðirin þarf að vinna
úti og er þess vegna f jarri barni sínu ákveðinn tíma
daglega. Barnið nýtur þá ástar hennar óskertrar,
þegar hún er heima og samvistum við það, og það
endurnýjar þannig öryggiskermd sína. Af þessu
má sjá, að það er framar öllu tilfinningalíf barns-
ins, sem beðið getur hnekki af ótímabærum eða
snöggum aðskilnaði frá móður sinni. En röskun til-
finningalífsins, sem í fyrstu kann að virðast lítil-
væg, getur grafið um sig og gripið yfir persónu-
þróun barnsins í heild. Þetta getur gengið svo langt,
að viss vanlíðan móti sálarlíf barnsins, en hún get-
ur aftur orsakað slen, óstöðuglyndi og aðrar trufl-
anir í viljalífi barnsins. Auðvitað verða afleiðing-
arnar ekki svona alvarlegar hjá hverju barni, sem
þarf að skiljast unet frá móður sinni, en það er í
meiri hættu fyrir þeim en önnur börn. Þetta sann-
ast meðal annars á því, að taugaveiklun og geð-
truflanir fullorðinna má í mörgum tilvikum rekja
til slíkrar tilfinningaröskunar i frumbernsku.
Sömuleiðis hafa menn fundið, að börn einstæð-
ingsmæðra og fráskilinna, börn úr sundruðum og
óreglusömum fjölskyldum, sem ekki helga sig um-
sinningu þeirra og uppeldi, leiðast öðrum börnum
fremur út í misferli og afbrot.
Eigi að síður er hægt að ýkja þessa hættu. önn-
ur kona getur annast barn þannig, að það bíði eng-
an hnekk við aðskilnað frá móður sinni. Hún get-
ur að vísu ekki veitt því allt það, sem góð móðir
veitir, t. d. getur hún ekki nært það við brjóst sér,
og það tekur langan tíma, að konu verði óskylt barn
jafn hjartfólgið og það væri hennar eigið. En með
góðum vilja og nærfærni getur hún þó vakið ást
i brjósti barnsins, veitt því ást sína og þá öryggis-
kennd, sem því er svo mikilvæg til fulls persónu-
þroska. En til þess að slík tengsl myndist, þarf
konan að fá að helga sig barninu, sinna því að öllu
leyti og barnið þarf að finna að hún er alltaf reiðu-
búin að gegna þörfum þess, að hugga það, láta vel
að þvi, svara endalausum spurningum þess, eins
og góð móðir gerir. Uppeldisheimili, sem stofnuð
eru handa munaðarlausum börnum, hafa sjaldnast
tök á þessu og geta í því efni ekki jafnast á við
foreldraheimili, þótt efnalítið sé. Það nægir sem sé
ekki, að hreinlæti og mataræði séu í betra lagi. Hin
mannlega snerting og umhyggja skipta ekki minna
máli. Með þessu er engri rýrð varpað á munaðar-
leysingjaheimili, sem hafa miklu mannúðarhlut-
verki að gegna, en sálrænni þörf smábarnsins full-
nægja þau þá fyrst, er þau eru skipulögð eins og
foreldraheimili, þannig að ákveðin fóstra gangi litl-
um hópi barna í móðurstað, en ekki sé látið nægja,
að einhver fóstra af mörgum sinni þörfum barns-
ins hverju sinni. 1 slikum afskiptum myndast sjald-
an sterk og varanleg sálræn tengsl.
Afdrifaríkastur fyrir barnið verður þó slikur að-
skilnaður frá móður sinni, ef það þarf oft að skipta
um, bæði dvalarstað og þær manneskjur, sem eiga
að annast það. Þetta á sér stað, þegar hálfmunaðar-
laus börn hrekjast á milli ættingja og kunningja
umkomulítillar móður, og skotið er yfir þau skjóls-
húsi af náð um stundarsakir. Slík börn fara oftast
á mis við ást og varanlega umhyggju móður sinnar
eða staðgengils hennar og þau skortir því oft það
öryggi í geðfari og þá afstöðu til samfélagsins, sem
gerir þau farsæl í skóla og starfi.
— TeljiÖ þér síður skaðvænlegt, að móðir sé
jjarri barni sínu, t. d. vegna daglegra starfa utan
heimilis, þegar barnið er orðið tveggja ára?
— Já, tvímælalaust. Því stálpaðra sem bamið er
orðið, áður en móðir þess byrjar að yfirgefa það
daglega vegna starfa utan heimilis, því betur stenzt
það þá áreynslu, sem þessum aðskilnaði fylgir. Þá
hefur skilningur barnsins einnig vaxið, svo að það
skilur fyrr, að móðir þess fer og kemur og þau
umskipti bregðast ekki. Einnig er auðveldara að
fela öðrum gæzlu og umhyggju fyrir barni á þriðja
eða fjórða ári en meðan það er hvítvoðungur Ef
kona hefur ástæðu til að koma barni sínu þannig
fyrir og vinnur úti aðeins hluta úr degi, t. d. hálf-
an vinnudag, þá tel ég þetta skaðlaust heilbrigð-
1 9. JÚNÍ
15