19. júní

Tölublað

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 6

19. júní - 19.06.1965, Blaðsíða 6
aldrei fái neitt um þær að vita. Er það ekki í raun og veru öfundsvert hlutskipti, að deyja meðan allir, sem maður hefur þekkt, sakna manns, þó að það sé því sárara fyrir nánustu vandamenn? Minnig Dóru forsetafrúar Þórhalldóttur mun lifa í hjört- tun allra íslendinga, sem komnir eru tíl vits og ára. Hún var af góðu bergi brotin. Foreldrar hennar voru þau Valgerður Jónsdóttir, Halldórssonar hreppstjóra í Bárðardal, og Þórhallur Bjarnason biskup, sonur séra Björns Halldórssonar skálds í Laufási við Eyjafjörð. Þórhallur biskup var um margt á undan sinni samtíð, enda stundum miskilinn eins og gerist og gengur. Hann gaf lengi út Kirkjublaðið og átti þátt í nýrri biblíuþýðingu. Var um skeið alþingis- maður og forseti neðri deildar Alþingis. Formaður Búnaðarfélags Islands var hann einnig um tíma og hafði forgöngu um víðtækar nýjungar í land- búnaðarlöggjöf. Meðan Þórhallur biskup var kenn- ari við Prestaskólann, reisti hann sér nýbýli sunn- an við bæinn og kallaði Laufás eftir fyrra bemsku- heimili sínu við Eyjafjörð, „þó að þar væri hvorki lauf eða ás“, eins og frú Dóra síðar komst að orði, heldur aðeins mómýrar, enda hafði þar áður verið kot, sem hét Móhús. En þarna vora ræktunar- möguleikar. Og biskup vildi að börn sín ælust upp við sveitavinnu, eins og hann sjálfur hafði gert. Árið 1955 gaf frú Dóra út fallega aldarminningu föður síns. Fósturfaðir Valgerðar biskupsfrúar var hinn þjóðkunni athafnamaður Tryggvi Gunnars- son, og kölluðu börnin í Laufási hann „afa“. Það liggur því nærri að segja, að Dóra Þórhallsdóttir hafi drukkið það inn í sig með móðurmjólkinni, að hún ætti að verða landi sínu og þjóð til gagns. Enda var henni það vel ljóst. Á unga aldri tók hún virkan þátt í Ungmennafélagshreyfingunni, Lestr- arfélagi kvenna Reykjavíkur, og átti sæti í stjórn Kvennaskólans. Og fleiri félagsmálum lagði hún einnig lið. sem þessar línur rita, kynntist henni fyrst í ICvennaskólanum 1909—1910. Og hefur mér alltaf síðan þótt vænt um hana. Seinna unnum við saman í Lestrarfélagi kvenna. Og ógleymanleg er mér alúð forsetahjónanna, er þau tóku á móti landsfundum og fulltrúaráðsfund- um Kvenréttindafélags Islands. Hróður og reisn forsetaheimilisins að Bessastöð- um er ekki aðeins velþekkt hér á landi, heldur einnig víða erlendis. Árið 1952 átti ég þess kost að njóta gestrisni sendiherra Islands í Osló, Bjama Ásgeirsonar, og konu hans, Ástu Jónsdóttur. Sendiherrann var þá nýkominn heim, frá því að skila embættisskilríkj- um sinum í Prag. Hann var sóttur að mig minnir, í brynvarinni bifreið, á hótelið, þar sem hann bjó, og ekið með hann með ofsahraða á stjórnarskrif- stofu forsetans um götur, sem áður hafði verið lok- að fyrir allri annarri umferð. Hann skilaði skil- ríkjum sínum og var svo fluttur til baka á sama hátt. I Osló hafa búsetu sendiherrar margra ríkja, sem jafnframt eru sendiherrar stjórna sinna á Is- landi, og sagði Bjarni sendiherra mér að margir þessaia manna hefðu haft orð á því við sig, hvað þeirn þætti ánægjulegt að skila embættisskilríkjum sinum á Islandi, þar sem þessi athöfn færi fram á heimili forsetans og á eftir sætu þeir hádegisverðar- boð hjá forsetahjónunum. I mínum huga lifir forsetafrú Dóra Þórhalls- dóttir, sem einhver gæfuríkasta kona, sem ég hef þekkt, þrátt fyrir það að langvarandi veikindi og andlát móður hennar hljóti að hafa varpað skugga á æsku hennar. En þá varð hún líka þess umkomin að veita forstöðu heimili föður síns, meðan hans naut við. Ung giftist Dóra manninum, sem hún elskaði og virti til dauðadags, eignaðist velgefin og mann- vænleg börn og barnabörn, sem hún bar mikla umhyggju fyrir, og var sjálf elskuð og virt af öll- um, sem kynntust henni. Á þann veg er gott að lifa og deyja. S. J. M. 4 1 9. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (19.06.1965)
https://timarit.is/issue/326300

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (19.06.1965)

Aðgerðir: