19. júní - 19.06.1971, Síða 6
Faöir yöar bjó á Imfirði, þér eruð af vest-
firzku bergi brotin eins og margir aðrir mœtir
Islendingar. Það vœri gaman að fá að heyra eitt-
hvað um foreldra yðar og uppvaxtarár.
Faðir minn, Jón Auðunn Jónsson, var ættaður
frá Garðstöðum við ísafjarðardjúp, en móðir
mín, Margrét Guðrún Jónsdóttir, var Húnvetn-
ingur að ætt, en fædd og uppalin á Vestfjörðum,
þar sem faðir hennar var öil sín prestsskaparár,
síðast á Stað á Reykjanesi. Eftir nokkurra ára
búskap á Garðstöðum fluttust foreldrar mínir til
ísafjarðar, þar sem ég er fædd og uppalin.
Á bernskuheimili mínu var mannmargt á
þeim árum, sjaldnast færra en 12—14 manns í
heimili, þegar ég fyrst man eftir. Foreldrar mín-
ir voru vinmörg, og afar gestkvæmt á heimiiinu.
Faðir minn var útibússtjóri Landsbankans á Isa-
firði, alþingismaður um langt skeið og sat í bæj-
arstjórn. Áttu þvi margir við hann erindi, auk
alls þess fjölda vina og kunningja, sem lögðu
leið sina til okkar, bæjarbúar og aðkomufólk.
Síðar í lífinu hefur mér skilizt, hvílíkur lærdóm-
ur okkur systkinunum það var að alast upp á
bernskuheimili okkar. Mér finnst seinna, að þar
hafi ég lært í hnotskurn að þekkja mitt eigið
þjóðfélag, eftir því sem aldur og þroski leyfði.
Svo var það dvölin í sveitinni á sumrin hjá frænk-
um mínum á hinu forna höfuðbóli ögri við ísa-
fjarðardjúp, og heimsóknir á bæina víðs vegar
við Djúpið, þar sem faðir minn þekkti nær hvert
mannsbarn. Þetta var umhverfi bernskuára
minna, og betra hefði ég ekki getað kosið það.
Hvernig var það á skólaárum yðar, það var
ekki orðið algengt þá, að stúlkur fœru i lang-
skólanám, á þeim árum. Var þá orðið jafnrœði
milli pilta og stúlkna í menntaskóla, ólíkt því sem
var á dögum Laufeyjar Valdimarsdóttur?
Við fórum saman tvær stöllur frá Isafirði
snemma vors 1926 til þess að taka próf upp í
4. bekk Menntaskólans í Reykjavík, eins og þá
var titt um utanbæjarnemendur. Ég held, að ég
fari rétt með það, að við höfum verið fyrstu
stúlkurnar, sem þangað komu að vestan. Á mín-
um skólaárum voru annars allmargar stúlkur í
neðri bekkjum skólans, sem þá var 6 ára skóli,
en í efri bekkjum fáar, og engin i 6. bekk fyrsta
skólaár mitt. Úr stærðfræðideild hafði útskrifazt
einn kvenstúdent fáum árum áður, og öll min
skólaár var engin stúlka i stærðfræðideild. Við
nutum jafnréttis við skólabræður okkar, en fram-
lag okkar til félagslífsins í skólanum held ég, að
hafi verið frekar lítið annað en að stunda skóla-
böll og dansæfingar, en það var líka gert af
stakri kostgæfni. Æ, já, þetta var heldur aum
útkoma.
Þér lögðuð stund á námsgrein, sem konur
höfðu ekki válið áður. Var einhver ástœða fyrir
þvi, að þér völduð lögfrœði?
Ég var ákveðin í að halda áfram námi að
stúdentsprófi loknu. I háskólanum okkar, sem þá
var ungur að árum og öll mín háskólaár til húsa
á neðri hæð Alþingishússins, var þá ekki um
ýkja margar leiðir að velja. Mér leizt svo á, að
laganám mundi henta mér bezt, og ég held, að
miðað við valkosti hafi það verið rétt metið.
Alla vega hefi ég ekki séð eftir valinu.
Faðir yðar var alþingismaður. Var áh/ugi á
stjórnmálum arfur frá honurn og þegar vaknað-
ur í foreldrahúsum, eða varð hann til við skóla-
göngu eða varð eitthvað sérstakt til þess að
vekja yður til umhugsunar um stjórnmál?
Áhugi minn á stjórnmálum var vissulega arf-
ur úr foreldrahúsum. Faðir minn tók mjög virk-
an þátt i stjórnmálum og viðræður snerust mik-
ið um þjóðmál og bæjarmál, ekki sízt, þegar gesti
bar að garði. Harka var í pólitíkinni á Isafirði,
þegar ég fyrst man eftir, en mun þó ekki hafa
verið nema svipur hjá sjón hjá því, sem var um
aldamótin, þegar pólitísku illindin þar voru land-
fræg.
Svo kom þetta venjulega vandamál að sam-
rýma áhugamál utan heimilis og innan?
Störfum mínum utan heimilis var löngum svo
háttað, að ég var yfirleitt ekki að heiman nema
hluta úr deginum, og meðan börnin voru ung,
4
19. JÚNÍ