19. júní - 19.06.1971, Síða 9
mömmuleiknum, og eitthvað
verður að gera fyrir þær.
Leikrit Svövu Jakobsdóttur er
að mínum dómi bezta framlag
nýju hreyfinganna hér á landi.
Það er sannarlega ánægjuefni,
að aftur skuli vera farið að
heyrast í kvenfólkinu eftir doða
eftirstríðsáranna. Einhvernveg-
inn finnst mér samt eins og karl-
menn hafi miklu fremur tekið
undir með Svövu, eftir að leik-
urinn kom í sjónvarpi, og lítið
borið á hreyfingunum góðu.
Hefði þetta verið á mínum
sokkabandsárum þegar kven-
réttindahreyfingin stóð með
sem mestum blóma, hefði áreið-
anlega verið boðað til fundar,
strax daginn eftir, og svo hver
fundurinn og álitsgerðin rekið
aðra. Af hverju hafa ekki verið
boðaðir fundir og Svava fengin
til að segja meira, tala til ann-
ars hóps kvenna? Það er ekki
nóg að kveikja, það verður að
halda áfram að loga.
Svava minnir mig að mörgu
leyti á Rannveigu Kristjáns-
dóttur Hallberg, sem kom hing-
að heim frá námi í Svíþjóð und-
ir stríðslokin uppfull af nýjum
skoðunum, sem fáir höfðu hugs-
að út í áður. Með ógleymanleg-
um ferskleika og rökréttum
máiaflutningi hristi hún upp í
Kvenréttindafélaginu, þreif með
sér hóp ungra kvenna til starfa.
Með persónulegum töfrum og
hispursleysi braut. hún niður
aila pólitíska veggi meðal félags-
kvenna. Sjálf var hún róttæk,
en þær elztu og íhaldssömustu
sögðu þá við hana fullar trún-
aðartrausts: „Gerðu byltinguna,
og við ætlum að njóta góðs af.“
Og nú er ég orðin sú gamla og
segi það sama.
Af því ég er spurð, hvað mér
finnist um þessar nýju hreyfing-
ar frá sjónarhóli húsmóður, og
hvað réði mínu vali, þá er því
til að svara, að ég hélt áfram
mínu starfi eftir að ég giftist,
og var aldrei gert ráð fyrir öðru
en að ég ynni áfram við rönt-
genstörf eins og ég hafði gert
10 árin, áður en ég giftist. Ég
hélt áfram að vinna úti í nokk-
ur ár, en það varð mér bara of-
viða, af því ég bjó ekki í Reykja-
vík. En eftir að ég hætti, fór ég
reyndar í skóla og fékk próf í
því órauðsokkulega starfi
handavinnukennsiu, sem ég hef
svo gripið til tíma og tíma, þeg-
ar ég hef mátt vera að. Á þess-
um árum hafði ég hverja ráðs-
konuna annarri betri, svo ég get
ekki borið mig saman við nú-
tímakonuna. Þó ég sé að mestu
leyti á máli rauðsokkahreyfing-
arinnar, álít ég síður en svo, að
ég hafi brotið odda af oflæti
mínu með því að hafna í hús-
móðurstarfinu og hætta við
röntgenstörfin. Það hefði áreið-
anlega enginn spurt mig um álit
mitt á rauðsokkahreyfingunni,
ef ég væri enn að vinna á rönt-
gendeildinni.
Auður Sveinsdóttir Laxness.
Fortöluskylda umbótamanns
Jóliann S. Hannesson
„Hvað er að? Kann Sarah
ekki á bíl?“ spurði sonur minn
þrevetur, þegar kunningjahjón
óku í hlað með eiginmanninn
við stýrið. Konan mín tók öku-
prófið nokkrum árum á undan
mér, og samkvæmt reynslu
drengsins var móðirin bilstjóri
heimilisins en ekki faðirinn. Eg
varð seinni til en konan mín að
læra að aka vegna þess, að hún
þurfti að aka til vinnu sinnar
en eg ekki. Seinna fluttum við
út i sveit og urðum að geta ekið
til skiptis, svo að eg tók mitt
bílpróf, og drengurinn varð að
endurskoða hugmyndir sínar
um eðlilega verkaskiptingu
feðra og mæðra. Hann var á
þeim aldri, að það kostaði hann
hvorki fyrirhöfn né sársauka,
að því er eg gat bezt séð.
Ef ekki þyrfti að hugsa um
aðra en börnin, væri hægðar-
leikur að koma í kring þeim við-
horfaskiptum, sem breyting á
þjóðfélagsháttum krefst. Við
þurfum aðeins að skipta um vör-
ur í hillunum í sjónarmiðaeinka-
sölu hinna fullorðnu, og eftir
fáein ár væri komin ný kynslóð
með æskileg sjónarmið; börnin
19. JÚNÍ
7