19. júní


19. júní - 19.06.1971, Side 11

19. júní - 19.06.1971, Side 11
menntun og stöðu, hlýtur af því að leiða rækileg endurskoðun á verkaskiptingu við einstaklings- bundin þjónustustörf, svokölluð heimilisstörf. Uppeldi og menntun karla hefur til þessa verið vanrækt, bæði innan veggja heimila og menntastofnana. Ennþá gera skólar lítið sem ekkert til að kenna piltum að sinna algeng- ustu viðfangsefnum daglegs lífs á eigin heimili. Stúlkubörn fá í því einhverja úrlausn. Per- sónuleg þjónusta fæst ekki ókeypis: Hollur matur á borð, uppbúið rúm, hrein híbýli, burst- aðir skór. Ekki eru það einasta meðlim- ir fjölskylduheimila, sem þarfn- ast þjónustu. Hvort holdur menn velja að búa einir sér, í komm- únu eða með fjölskyldu sinni, eru ákveðnar lágmarkskröfur um heppilegt mataræði, hrein- iæti og ráðdeild forsenda geð- heilsu og líkamsþrifa. Því ekki að veita uppvaxandi karlþjóð jafnrétti á þessu sviði, svo að enginn karl þurfi að kvænast til þess eins að eignast matselju og þjónustu? (Og eng- in kona að giftast til þess að ná í fyrirvinnu.) Nú á tímum er fólki í sjálfs- vald sett, fremur en áður var, hvort það vill binda sér þá bagga, sem af ómegð leiðir. Tíðkazt hefur um sinn að leggja mjög einhliða áherzlu í ræðu og og riti á skyldur móður við börn sín. Ósannað er, að börnum sé hollt, að mæðurnar einar annist þau fyrstu æviárin, má eins leiða að þvi líkur, að börnin og feður þeirra hafi gott af að kynnast á hversdagslegum vett- vangi, ef þau kynni gætu glætt ábyrgðarvitund á báða bóga. Mitt álit er, að jafnrétti karia og kvenna verði ekki annað en dauður bókstafur, meðan konur eru aldar upp til þess að gerast þjónar og ráðstafa fjármunum, en karlar til að þiggja þjónustu og afla peninga. Vigdís Jónsdóttir. Konan og samfélagið Sigurður Thoroddsen 1 þessari stuttu grein mun í fáum orðum drepið á ýmis at- riði varðandi sum vandamál þeirra, er heimilisstörf stunda. Segja má, að frá upphafi hins mannlega samfélags hafi því verið stjórnað einvörðungu af karlmönnum, og að konan hafi þar lítið fengið nærri að koma. Er reyndar svo enn, t. d. um mestan hluta Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. 1 Evrópu er þessu öðruvísi farið, a. m. k. eftir að kvenréttindi urðu al- mennt viðurkennd og konur fengu kosningarrétt. Oft hefur þeirri spurningu verið varpað fram: Gera konur aði’ar kröfur til skipulagningar samfélagsins en karlmenn? Svo lengi sem konur stunda heim- ilisstörf að mestu leyti, eru kröf- ur þeirra til umhverfisins eðli- lega aðrar en karlmannsins. Kröfur kvenfólksins eru í beinu framhaldi af hlutverki þeirra og starfi i samfélaginu. En hvert er þá hlutverk kvenfólks í þjóð- félagi voru. Eins og áður kom fram, stunda flestar konur, sem komnar eru yfir tvítugt, heim- ilisstörf. Hins vegar er nú til- hneiging í þá átt, að fleiri og fleiri konur stundi sín störf utan heimilisins. Og eflaust kemur að því, að einungis lítill minnihluti kvenna á starfsaldri hefur heim- ilisstörfin sem aðalstarf. Þetta er eðlileg og sterk til- hneiging, sem erfitt, og væntan- lega óæskilegt er að snúa við. Svo sem kunnugt er, skapar þessi þróun ýmis vandamál, samhliða því sem hún leysir mörg. Við þessu hefur samfélag- ið brugðizt misjafnlega. Flest, sem gert hefur verið í þessu efni, leysir einungis hluta vandamáls- ins. Á því hefur aldrei verið tek- ið sem heild. Sá hluti heimilis- starfanna, sem helzt hefur verið reynt að leysa, er gæzla barn- anna. Miðað við önnur störf í sam- félaginu hafa heimilisstöi’fin ýmis sterk séreinkenni. Mest áberandi er hinn algeri skortur á sérhæfingu. Sá sem stundar 19. JÚNÍ 9

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.