19. júní


19. júní - 19.06.1971, Síða 16

19. júní - 19.06.1971, Síða 16
að heimilin eru mikilvægar stofnanir, sem þurfa á vélvæð- ingu að halda eins og önnur fyr- irtæki. Þrátt fyrir aukna menntun og breytt viðhorf til stöðu kvenna í þjóðfélaginu, þá er þó eins og þær sjálfar vanti heilbrigðan og eðlilegan metnað til að standa í fremstu víglínu við hlið karla og keppa við þá um stöður og völd í þjóðféiaginu. Við höfum þó á að skipa miklum fjölda frá- bærra kvenna, sem lokið hafa langskólanámi í samfylgd þeirra sömu fyrrnefndu karla og stað- ið þeim fyllilega jafnfætis í námsafrekum. I raun réttri vinna þær konur ótrúleg afreks- verk, sem jafnframt náminu eru mæður, eiginkonur og stýra heimilishaldi. Það verður margt ómerkilegra fjölmiðlunum að fréttaefni en þessar konur. Á allra síðustu árum hefur þó það gerzt, að konur hafa kom- izt í efstu þrep þjóðfélagsins. Fyrsti kvenprófessor við Há- skóla Islands var skipaður á ár- inu 1969 og núverandi dóms- og kirkjumálaráðherra er kona. Báðar þessar konur skipa sinn sess með miklum ágætum. Ný- lega var kona kjörin formaður Arkitektafélags Islands. Ég álít, að sú hreyfing, sem nú á sér stað um stöðu kynj- anna í þjóðfélaginu, geti stuðlað að því, að þessi þróun haldi áfram. Starfsemi Rauðsokka er vel fallin til að efla sjálfstraust og metnað kvenna, stuðla að út- rýmingu á úreltu almennings- áliti, sem enn á sér þó stað á stöðu konunnar. Þá skapast áreiðanlega heilbrigðara og hamingjusamara lif fyrir okkur öll, sem byggjum þetta land. Kristín Þorbjarnardóttir. Grasið virðist stundum grænna i öðrum görðum Bernliaróur Guömundsson Það sagði mér maður, ný- kominn frá Bandaríkjunum, og hafði reyndar dvalizt þar áður fyrir fjórum árum, að þar hefðu orðið geysilegar þjóð- félagsbreytingar, og margt ver- ið tekið til endurmats, en þó hefði breytingin orðið mest, hvað varðar stöðu konunnar, sérílagi þó í afstöðu þeirra til sjálfra sín. En svo bætti hann við: Þetta er sama sagan hér á íslandi. Ég varð dálítið hvumsa, en líklega er þetta rétt. Barátta Rauðsokka hefur sannarlega ekki farið fram hjá neinum, en mér er næst að halda, að hún sé fremur afleiðing en ekki or- sök, nefnilega, að tíminn hafi verið fullnaður. Það þarf ekki að gera hér grein fyrir gjörbreyttum þjóð- félagsaðstæðum, þeirri þjónustu matvæla- og fataiðnaðarins, sem hefur losað konur við ýmis heimilisstörf, og reyndar losað um þá tilfinningu þeirra sumra, að þeirra sé brýn þörf. En þetta og ótalmargt annað hefur stutt að fyrrnefndu endurmati, sem er sjálfsagt og nauðsynlegt, enda satt það sem segir í helgri bók, að sannleikurinn gerir menn frjáisa. I umræðum um þessi mál hef- ur orðið mannréttindi oft verið nefnt, jafnvel oftar en kvenrétt- indi, og er það vel, því að slíkt endurmat. á að leiða til aukinna réttinda, aukins frelsis beggja kynja. Mér er ekki grunlaust um, að sú skoðun, að móðirin eigi að helga sig uppeldi barn- anna, hafi svipt margan föður- inn þeirri þörfu reynslu og gleði að annast um barnið sitt. Óeðli- legt vinnuálag margra feðra hefur að vísu fjarlægt þá enn meir, en ég hef beinlínis séð ungar mæður skáka manni sín- um frá — þarna var nefnilega þeirra verksvið —, en hvers vegna er það ekki föðurins að mata hvítvoðunginn eða lesa kvöldbænir með börnunum sín- um? Hér virðist þó hafa orðið nokkur hugarfarsbreyting með yngstu foreldrakynslóðinni. Feðurnir virðast frjálsari, þeir ,,þora“ fremur að sinna börnum sínum. Heyrt hef ég um ung hjón, þar sem móðirin vinnur úti fyrir hádegi, en faðirinn er þá heima með börnunum, en vinnur svo sjálfur úti síðdegis. Að vísu eru ekki margar starfs- greinar, sem bjóða upp á þenn- an möguleika. Hitt er svo annað mál, að það er munur á afstöðu foreldranna til barnanna. Móðirin hefur 14 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.