19. júní


19. júní - 19.06.1971, Page 23

19. júní - 19.06.1971, Page 23
ungi frá hinum tryggðu sjálfum með lögboðnum iðgjöldum og rúmum þriðjungi frá ríkissjóði. Þriðjungurinn, sem eftir er, kemur frá sveitar- sjóðum átján af hundraði og frá atvinnurekend- um fjórtán af hundraði. Til lífeyristrygginga telj- ast ellilífeyrir, örorkulífeyrir, makabætur, barna- lífeyrir, mæðralaun og til skamms tíma einnig fjölskyldubætur. Einmitt það atriði er eitt af því, sem ruglingi hefur valdið, enda eru fjölskyidu- bætur settar í sérstakan kafla í hinum nýju lög- um. Við heyrum stundum, að nær væri að greiða hærra til efnalítilla, einstæðra mæðra, öryrkja eða aldraðra og hætta því að ausa öllum þessum fjölskyldubótum í fílhrausta, vel bjargálna for- eldra með eitt eða tvö börn á framfæri. En fjöl- skyldubótunum er ,,ausið“ af öðrum brunni. Frá því er farið var að greiða fjölskyldubætur með öllum börnum, hvort sem eitt var eða fleiri í fjölskyidu, hefur ríkið eitt að öilu leyti staðið undir þeim greiðslum. Var að þessu horfið í sam- bandi við víðtækar efnahagsráðstafanir árið 1960. Greiðsla fjölskyldubóta var sem sé aðferð til tekjujöfnunar í þjóðfélaginu fremur en trygging- ar, þótt Tryggingastofnunin sæi um útborgun. Vel mætti hugsa sér þá tekjujöfnun framkvæmda með öðrum og einfaldari hætti, t. d. með hækk- uðum skattfrádrætti vegna barna. Væri þá að- eins borgað út til þeirra, sem hefðu tekjur undir skattskyldu lágmarki. 1 hinum nýju lögum er ákveðið, að greiðsla fjölskyldubóta verði áfram í sama horfi, en reglur um þetta settar í sjálf- stæðan kafla. Þriðji kafli laganna fjallar um slysatryggingar, sem eru að heita má algjörlega kostaðar af at- vinnurekendum. Loks er kafli um sjúkratryggingar. Sá kafli fjallar um sjúkrasamlög landsins annars vegar og sjúkratryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins hins vegar. Tekjur sjúkratrygginganna eru ið- gjöld hinna tryggðu, allra landsbúa 16 ára og eldri, og framlög ríkis og sveitarfélaga í vissu hlutfalli við upphæð greiddra iðgjalda. Sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnunarinnar er i raun kostuð af öllum sjúkrasamlögum sameigin- lega. Sú tekjuviðmiðun gildir um dagpeninga slysa- og sjúkratrygginga, að upphæð þeirra má ekki fara fram úr % hlutum þeirra vinnutekna, sem hlutaðeigandi hefur misst vegna veikindanna. Skal nú nokkru nánar vikið að fyrrgreindum sjónarmiðum trygginga og framfærslu, rökum með þeim og móti. Ætla mætti, að framfærslusjónarmiðið gæti leitt til þess, að unnt væri að komast af með minna fé til trygginganna og að hærri upphæðir yrðu greiddar til færri manna. Á hitt er að líta, að það myndi orsaka enn meiri skriffinnsku og þá um leið kostnað að meta bótaþörf hvers og eins með hiiðsjón af tekjum hans. Viss hætta væri á, að upplýsingar um tekjur væru ekki fylli- lega réttar og misnotkun kynni að þróast. Aldrað fólk og fólk með nokkra starfsorku og starfs- gleði myndi ef til vill láta hjá líða að sinna starfi, vegna þess að það borgaði sig fjárhagslega að sitja auðum höndum og vera tekjulaus til að fá sem mestan lífeyri. Siíkt er varla heppilegt þjóð- félagi né einstaklingi. Að svo miklu leyti sem komið er til móts við framfærslusjónarmiðið, má ekki ganga svo langt, að það lami starfsvilja og vinnugleði, sem er það afl, sem gefur lífi margra aldraðra borgara fyllingu og tiigang. Loks er þess að geta, að mörgum er það erfið raun að leita aðstoðar annarra um framfærslu, hvað þá opinberrar aðstoðar. Það horfir á ann- an veg við, ef tryggingasjónarmiðið ræður. Allir ei’u skyldugir til að greiða iðgjöld til trygging- anna, og líta má svo á, að þeir hafi þar með keypt sér rétt til bóta við viss atvik, t. d. elli eða örorku. Þótt sú kynslóð, sem núna er öldruð, hafi ekki greitt til trygginganna allt frá æsku, er eðli- legt, að kynslóðir okkar hinna standi undir líf- eyri til hennar, almennum og óskei’tum, sérstak- lega vegna þess, að þi’óun í peningamálum hefur svipt mai’gt fólk, sem nú er aldrað, tækifærum til að spai’a til elliáranna á þeim tíma, sem það var að búa í haginn fyrir okkur. Gegn trygginga- sjónarmiðinu mælir, að það er dýrt eins og fleira og skapar miklar kröfur til kerfisins. Segja má, að tryggingasjónarmiðið sé ráðandi í lögunum nýju, en nokkuð tillit tekið til hins með því að skylt er að hækka elli- og öroi’kulífeyri, ef árs- tekjur ei’u innan við kr. 84,000, auk heimiidar eins og áður til að gi’eiða uppbót, ef sýnt þykir, að lífeyrisþegi komist ekki af án hennar. Ýmsar breytingar % nýju lögunum. Nú verður rætt um nokkrar breytingar frá eldri tryggingalögum, sem koma fram í lögun- um, sem Alþingi samþykkti hinn 6. apríl síðast- liðinn. Lögin taka gildi um næstu áramót. Rakin verða þau atriði, sem konur hafa sérstaklega látið sig varða. Er þá fyrst til að taka, að barnalífeyrir hækk- ar um 40%. Tillaga okkar kvennanna um barna- 19. Júní 21

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.