19. júní


19. júní - 19.06.1971, Síða 28

19. júní - 19.06.1971, Síða 28
Núverandi starfsliö KrabbameinsleitarstöOvar B, lœknar, hjúkrunarkonur og rannsóknarstúlkur. Fremri röS: Margrét GuOmundsdóttir, Ágúst Jónsson, Alma Þórarinsson, Olafur Jensson, Rósa Áskelsdóttir og GuOlaug Guömundsdóttir. Aft- ari röö: Sigríöur Jónsdóttir, Jón Þorgeir Hallgrímsson, Sigríöur Auöunsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, María Pétursdóttir, Guörún Bjarnadóttir, GuÖmundur Jóhannesson, Steinunn Steffensen, Eygló Bjarnardóttir og Björg Ölafsdóttir. kvenna og 90 ífarandi í móðurlífi og eggjakerf- um. Auk þess voru greind stærri leghálssár og bólgur, einnig góðkynja æxli í eggjastokkum og legbol. En svo aö við snúum okkur að leit aö brjóst- krabbameini. Skoöið þið einnig reglulega brjóst allra kvenna í ákveönum áldursflokkum? Því miður erum við of fáliðuð til þess hér í Reykjavík. Sums staðar úti á landi skoða kven- sjúkdómalæknar og yfirlæknar sjúkrahúsa brjóst allra kvenna á ákveðnum aldri. Síðan í septem- ber 1970 höfum við framkvæmt brjóstaskoðun hjá öllum þeim konum, sem við sjálfsskoðun hafa fundið eitthvað athugavert. Hvernig eiga konur að fara aö því aö skoða brjóst sín sjálfar? Krabbameinsfélag Islands hefur gefið út bækl- ing um sjálfsskoðun brjósta, sem ég hvet konur til að kynna sér, og síðan að rannsaka brjóst sín reglubundið. VerÖur konum eitthvaö ágengt, ef þær skoða brjóst sín sjálfar? Reynslan hefur sýnt, að um 95% alls krabba- meins í brjóstum finnst við sjálfsskoðun. Skoði konur brjóst sín reglulega, verða þær fljótt var- ar við breytingar á þeim, og fari þær strax til læknis, mun hlutfall dauðsfalla af völdum brjósta- krabba lækka mikið. Hver eru byrjunareinkenni brjóstákrábba? Á byrjunarstigi er það smáhnútur verkjalaus. Flestir hnútar í brjósti eru þó ekki krabbamein, en konur geta aldrei skorið úr um það sjálfar, hvers kyns vöxturinn er, heldur verða þær að leita læknis strax. Læknirinn nemur æxlið á brott og sendir það til meinafræðings, sem skoð- ar vefinn í smásjá og gefur lokasvarið. Mun stöðin verða stœkkuð, til að unnt verði að gera skipulega leit að krabbameini í brjóst- um? Ennþá eru ekki áætlanir um skipulagða brjósta- skoðun í Reykjavík, en vonandi verður það í framtíðinni. Þar sem þú ert bæði læknir og móðir, hvernig 26 19. JÚNÍ

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.